Sá siðlausasti vinnur Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 2. september 2017 11:58 Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um baráttuna um formannsembættið í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Kosningin fer fram næstu helgi og af umfjöllun fjölmiðla að dæma er hart barist um embættið. Svo hörð er baráttan að aðferðirnar sem ungliðarnir beita ættu að ofbjóða flestu sæmilega heiðarlegu fólki. Ásakanir um óheiðarlegar framboðsaðferðir beinast helst að framboði Ísaks Rúnarssonar, fyrrverandi formanni Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stjórn Heimdallar er sögð vera með Ísaki í liði og er hún sökuð um að meina yfirlýstum andstæðingum hans þátttökurétt á sambandsþinginu. Þá hefur komið á daginn að hópur ungra sjálfstæðismanna, sem allir höfðu lögheimili utan Reykjavíkur áður, hafa skyndilega flutt lögheimili sín á heimili vinar Ísaks, Þengils Björnssonar, við Álftamýri í Reykjavík. Ísak segist ekkert vita og Þengill fullyrðir að mennirnir sjö búi með sér í húsinu.Spillt stjórnmálamenning Vinnubrögð af þessu tagi virðast því miður vera lenskan í Sjálfstæðisflokknum. Það er engu líkara en að í stofnunum flokksins sé innbyggður hvati til óheiðarleika og spillingar. Þetta er ekki bara vandamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur fyrir samfélagið allt. Spillt stjórnmálamenning í stjórnmálaflokki á það til að smitast yfir í sveitarstjórnir, Alþingi og aðrar stofnanir samfélagsins. Við brenndum okkur á þessu haustið 2008, þegar spillingin í Sjálfstæðisflokknum átti stóran þátt í að setja Ísland á hausinn. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft, segir máltækið. Spilling virðist grassera eins og myglusveppur í Valhöll og einkennin sjást greinilega í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins, þar sem formannsbarátta virðist vera einhvers konar keppni í klækjum. Það er orðið löngu tímabært að þessi stærsti stjórnmálaflokkur landsins fari í meiriháttar naflaskoðun og taki heiðarlegt uppgjör við stjórnmálamenninguna í flokknum. Það er nauðsynlegt ef okkur á einhvern tíma að takast að skapa heilbrigða stjórnmálamenningu á Íslandi. „Unga fólkið er framtíðin,“ skrifaði Ísak Rúnarsson í pistli á Vísi þann 26. júlí síðastliðinn. Það er hins vegar engin framtíð fólgin í spillingu og óheiðarleika. Við sem erum ung og að stíga okkar fyrstu skref í pólitík verðum að bera gæfu til þess að hafna slíkum vinnubrögðum fortíðar. Annars mun okkur aldrei takast að auka traust á stjórnmálum, heldur þvert á móti halda áfram að draga úr því með vondum afleiðingum fyrir lýðræðið. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Tengdar fréttir Leyndardómsfullir fólksflutningar í aðdraganda formannskosninga Sjö ungir menn, sem allir bjuggu áður í öðrum bæjarfélögum, hafa flutt lögheimili sitt að Álftamýri 73 í Reykjavík í aðdraganda sambandsþings Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, sem haldið verður helgina 8.-10. september. 1. september 2017 22:15 Fimm aðildarfélög SUS hyggjast segja sig úr sambandinu Ingvar Smári, sem býður sig fram til formanns segir að "stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem leynt og ljóst styður framboð Ísaks Rúnarssonar, til formennsku gætti þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn hans.“ 30. ágúst 2017 23:31 Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um baráttuna um formannsembættið í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Kosningin fer fram næstu helgi og af umfjöllun fjölmiðla að dæma er hart barist um embættið. Svo hörð er baráttan að aðferðirnar sem ungliðarnir beita ættu að ofbjóða flestu sæmilega heiðarlegu fólki. Ásakanir um óheiðarlegar framboðsaðferðir beinast helst að framboði Ísaks Rúnarssonar, fyrrverandi formanni Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stjórn Heimdallar er sögð vera með Ísaki í liði og er hún sökuð um að meina yfirlýstum andstæðingum hans þátttökurétt á sambandsþinginu. Þá hefur komið á daginn að hópur ungra sjálfstæðismanna, sem allir höfðu lögheimili utan Reykjavíkur áður, hafa skyndilega flutt lögheimili sín á heimili vinar Ísaks, Þengils Björnssonar, við Álftamýri í Reykjavík. Ísak segist ekkert vita og Þengill fullyrðir að mennirnir sjö búi með sér í húsinu.Spillt stjórnmálamenning Vinnubrögð af þessu tagi virðast því miður vera lenskan í Sjálfstæðisflokknum. Það er engu líkara en að í stofnunum flokksins sé innbyggður hvati til óheiðarleika og spillingar. Þetta er ekki bara vandamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur fyrir samfélagið allt. Spillt stjórnmálamenning í stjórnmálaflokki á það til að smitast yfir í sveitarstjórnir, Alþingi og aðrar stofnanir samfélagsins. Við brenndum okkur á þessu haustið 2008, þegar spillingin í Sjálfstæðisflokknum átti stóran þátt í að setja Ísland á hausinn. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft, segir máltækið. Spilling virðist grassera eins og myglusveppur í Valhöll og einkennin sjást greinilega í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins, þar sem formannsbarátta virðist vera einhvers konar keppni í klækjum. Það er orðið löngu tímabært að þessi stærsti stjórnmálaflokkur landsins fari í meiriháttar naflaskoðun og taki heiðarlegt uppgjör við stjórnmálamenninguna í flokknum. Það er nauðsynlegt ef okkur á einhvern tíma að takast að skapa heilbrigða stjórnmálamenningu á Íslandi. „Unga fólkið er framtíðin,“ skrifaði Ísak Rúnarsson í pistli á Vísi þann 26. júlí síðastliðinn. Það er hins vegar engin framtíð fólgin í spillingu og óheiðarleika. Við sem erum ung og að stíga okkar fyrstu skref í pólitík verðum að bera gæfu til þess að hafna slíkum vinnubrögðum fortíðar. Annars mun okkur aldrei takast að auka traust á stjórnmálum, heldur þvert á móti halda áfram að draga úr því með vondum afleiðingum fyrir lýðræðið. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar.
Leyndardómsfullir fólksflutningar í aðdraganda formannskosninga Sjö ungir menn, sem allir bjuggu áður í öðrum bæjarfélögum, hafa flutt lögheimili sitt að Álftamýri 73 í Reykjavík í aðdraganda sambandsþings Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, sem haldið verður helgina 8.-10. september. 1. september 2017 22:15
Fimm aðildarfélög SUS hyggjast segja sig úr sambandinu Ingvar Smári, sem býður sig fram til formanns segir að "stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem leynt og ljóst styður framboð Ísaks Rúnarssonar, til formennsku gætti þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn hans.“ 30. ágúst 2017 23:31
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun