Jón Daði: Allt eða ekkert Anton Ingi Leifsson skrifar 1. september 2017 11:00 Jón Daði í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, byrjar vel hjá félagi sínu Reading í ensku B-deildinni. Jón Daði skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. Nú er Selfyssingurinn mættur með landsliðinu til Finnlands þar sem liðið mætir heimamönnum í mikilvægum leik í Tampere á laugardag. „Það var æðislegt að byrja svona vel. Það er það sem þú vilt; að byrja vel hjá klúbbnum sem þú ert kominn í og að spila nánast í 90 mínútur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla," sagði Jón Daði í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Vísis og Fréttablaðsins, á æfingu landsliðsins í Helsinki í gær. Jón Daði hefur oftar en ekki verið gagnrýndur fyrir hversu lítið hann skorað, en aftur á móti fengið mikið lof fyrir vinnusemi sína og baráttu. Hann tekur þeim gagnrýnisröddum sem segja að hann skori ekki mikið. „Það er gagnrýni sem þú tekur og reynir að svara því eftir bestu getu. Auðvitað er aðalatriðið framherja í leik að skora mörk, en það er spurning um að láta það ekki fara í hausinn á sér. Það eru fleiri hlutir í leik framherjans sem maður þarf að standa sig í." Framherjinn segir að íslensku leikmennirnir séu byrjaðir að þekkja svona leiki sem liðið á að vinna, innan gæsalappa. „Við höfum fengið marga svona leiki áður og ég held að strákarnir séu orðnir það reynslumiklir að það er ekkert hægt að vanmeta einn né neinn." „Hugarfar okkar er á okkur sjálfa og aðalmálið er að við viljum sjálfir vinna þennan leik," en hvert stig sem tapast núna verður afskaplega dýrt. „Þegar fjórir leikir eru eftir þá er bara allt eða ekkert. Stíll landsliðsins breytist ekkert og það er bara að halda í sömu gildi - eftir því sem árin líða þá bætast vonandi fleiri hlutir í leik okkar." „Það væri ekki leiðinlegt, en maður einblínir fyrst og fremst á að spila vel fyrir liðið og ná þremur stigum," sagði Jón Daði að lokum þegar hann var spurður út í það hversu sætt væri að skora í tveimur leikjum í röð. Arnar Björnsson ræddi einnig við Jón Daða, en viðtal Arnars má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, byrjar vel hjá félagi sínu Reading í ensku B-deildinni. Jón Daði skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. Nú er Selfyssingurinn mættur með landsliðinu til Finnlands þar sem liðið mætir heimamönnum í mikilvægum leik í Tampere á laugardag. „Það var æðislegt að byrja svona vel. Það er það sem þú vilt; að byrja vel hjá klúbbnum sem þú ert kominn í og að spila nánast í 90 mínútur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla," sagði Jón Daði í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Vísis og Fréttablaðsins, á æfingu landsliðsins í Helsinki í gær. Jón Daði hefur oftar en ekki verið gagnrýndur fyrir hversu lítið hann skorað, en aftur á móti fengið mikið lof fyrir vinnusemi sína og baráttu. Hann tekur þeim gagnrýnisröddum sem segja að hann skori ekki mikið. „Það er gagnrýni sem þú tekur og reynir að svara því eftir bestu getu. Auðvitað er aðalatriðið framherja í leik að skora mörk, en það er spurning um að láta það ekki fara í hausinn á sér. Það eru fleiri hlutir í leik framherjans sem maður þarf að standa sig í." Framherjinn segir að íslensku leikmennirnir séu byrjaðir að þekkja svona leiki sem liðið á að vinna, innan gæsalappa. „Við höfum fengið marga svona leiki áður og ég held að strákarnir séu orðnir það reynslumiklir að það er ekkert hægt að vanmeta einn né neinn." „Hugarfar okkar er á okkur sjálfa og aðalmálið er að við viljum sjálfir vinna þennan leik," en hvert stig sem tapast núna verður afskaplega dýrt. „Þegar fjórir leikir eru eftir þá er bara allt eða ekkert. Stíll landsliðsins breytist ekkert og það er bara að halda í sömu gildi - eftir því sem árin líða þá bætast vonandi fleiri hlutir í leik okkar." „Það væri ekki leiðinlegt, en maður einblínir fyrst og fremst á að spila vel fyrir liðið og ná þremur stigum," sagði Jón Daði að lokum þegar hann var spurður út í það hversu sætt væri að skora í tveimur leikjum í röð. Arnar Björnsson ræddi einnig við Jón Daða, en viðtal Arnars má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00