Bankalánið Benedikt Bogason Einar Valur Ingimundarson skrifar 1. september 2017 07:00 Það var hreint og klárt „bankalán“ fyrir Landsbankann að fá Benedikt Bogason hæstaréttardómara sem dómsformann í innheimtumáli gegn mér nýverið. Þrátt fyrir að bankinn væri með allt á hælunum í málatilbúnaðinum gegn mér, þá fór Benedikt létt með að dæma honum í vil. Í fyrri grein minni rakti ég samskiptin við Landsbankann. Í stuttu máli hafði Landsbankinn hundsað fyrirmæli mín á árinu 2008 um að selja hlutabréf til að greiða upp yfirdráttarlán. Ég taldi að bankinn ætti að bera hallann af því að fara ekki eftir þessum skýru fyrirmælum, sem að sjálfsögðu voru hljóðrituð í bankanum. En bankinn gaf sig ekki og höfðaði innheimtumál á hendur mér árið 2014.Skýr niðurstaða héraðsdóms Ég varði mig sjálfur gegn Landsbankanum. Þar gerði ég einkum kröfu um að bankinn framvísaði hljóðritunum af símtölum mínum við starfsfólks hans, þar sem ég gaf fyrirmæli um að skuldin yrði gerð upp með sölu hlutabréfanna. Dómari í héraðsdómi var Jón Finnbjörnsson. Hann gaf bankanum þrjá mánuði til að finna þessar upptökur, enda hefur lengi verið vinnuregla þar að hljóðrita öll símtöl sem snúa að fjárhagslegum ákvörðunum. Bankinn sagðist engar upptökur finna. Dómarinn spurði hvort ég vildi reyna að sanna málsvörn mína á annan hátt og þáði ég það. Kom þá í ljós að ég gat fundið tvö vitni að þessum samskiptum mínum við bankann. Annað var vitni að símtali sem ég átti við starfsmann bankans og hitt vitnið mætti í bankann með mér á tilteknum degi þar sem ég ítrekaði kröfu mína um sölu bréfanna. Dómarinn tók framburð vitnanna góð og gild og sýknaði mig af kröfu bankans.Hraksmánarleg vinnubrögð hæstaréttardómara Landsbankinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þar var Jóhanna Claessen, yfirmaður lánadeildar Landsbankans, svo ljónheppin að fá Benedikt Bogason sem dómsformann. Skemmst er frá því að segja að halda mætti að Benedikt hafi varla kynnt sér gögn málsins þegar hann kvað upp dóminn. Hæstaréttardómarinn sagði ósannað að ég hefði gefið bankanum fyrirmæli um að selja hlutabréfin til að borga upp lánið. Hann sagði að það væri mitt vandamál að bankinn fyndi ekki hljóðupptökur af símtölunum, þar sem ég gat ekki munað við hvaða starfsmenn ég hefði talað á sínum tíma. Ábyrgðina á varðveislu símtalanna og að finna þau flutti Benedikt sem sagt frá bankanum yfir til mín. Hann gerði enga kröfu til bankans um að finna hljóðupptökurnar sem þó eiga að vera til. Benedikt bankavinur hafði að engu framburð vitnanna um samskipti mín við bankann. Þannig gaf hann skít í hið faglega mat Jóns Finnbjörnssonar héraðsdómara á frásögn þeirra. Jón hafði yfirheyrt vitnin mjög rækilega til að vera viss um sannleiksgildi frásagnar þeirra. Rökrétt hefði verið af Hæstarétti að sýkna mig af kröfu Landsbankans, eða vísa málinu aftur í hérað til að gefa bankanum annað tækifæri til að framvísa hljóðupptökunum. Niðurstaða Benedikts Bogasonar Landsbankanum í hag er vægast sagt stórfurðuleg. Hann horfir alfarið framhjá upplýsingum sem fram komu í héraðsdómi og styðja mitt mál að öllu leyti.Hin „æskilega“ niðurstaða Líklega á lýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, ágætlega við um þessa bankafyrirgreiðslu Benedikts Bogasonar. Jón Steinar kemst svo að orði í nýlegum pistli á Pressunni: „Ef dómari finnur ekki gildan rökstuðning fyrir niðurstöðu sinni er það yfirleitt vegna þess að hann er ekki til. Þá kann að gerast að komist sé að „æskilegri“ niðurstöðu án rökstuðnings.“ Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Það var hreint og klárt „bankalán“ fyrir Landsbankann að fá Benedikt Bogason hæstaréttardómara sem dómsformann í innheimtumáli gegn mér nýverið. Þrátt fyrir að bankinn væri með allt á hælunum í málatilbúnaðinum gegn mér, þá fór Benedikt létt með að dæma honum í vil. Í fyrri grein minni rakti ég samskiptin við Landsbankann. Í stuttu máli hafði Landsbankinn hundsað fyrirmæli mín á árinu 2008 um að selja hlutabréf til að greiða upp yfirdráttarlán. Ég taldi að bankinn ætti að bera hallann af því að fara ekki eftir þessum skýru fyrirmælum, sem að sjálfsögðu voru hljóðrituð í bankanum. En bankinn gaf sig ekki og höfðaði innheimtumál á hendur mér árið 2014.Skýr niðurstaða héraðsdóms Ég varði mig sjálfur gegn Landsbankanum. Þar gerði ég einkum kröfu um að bankinn framvísaði hljóðritunum af símtölum mínum við starfsfólks hans, þar sem ég gaf fyrirmæli um að skuldin yrði gerð upp með sölu hlutabréfanna. Dómari í héraðsdómi var Jón Finnbjörnsson. Hann gaf bankanum þrjá mánuði til að finna þessar upptökur, enda hefur lengi verið vinnuregla þar að hljóðrita öll símtöl sem snúa að fjárhagslegum ákvörðunum. Bankinn sagðist engar upptökur finna. Dómarinn spurði hvort ég vildi reyna að sanna málsvörn mína á annan hátt og þáði ég það. Kom þá í ljós að ég gat fundið tvö vitni að þessum samskiptum mínum við bankann. Annað var vitni að símtali sem ég átti við starfsmann bankans og hitt vitnið mætti í bankann með mér á tilteknum degi þar sem ég ítrekaði kröfu mína um sölu bréfanna. Dómarinn tók framburð vitnanna góð og gild og sýknaði mig af kröfu bankans.Hraksmánarleg vinnubrögð hæstaréttardómara Landsbankinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þar var Jóhanna Claessen, yfirmaður lánadeildar Landsbankans, svo ljónheppin að fá Benedikt Bogason sem dómsformann. Skemmst er frá því að segja að halda mætti að Benedikt hafi varla kynnt sér gögn málsins þegar hann kvað upp dóminn. Hæstaréttardómarinn sagði ósannað að ég hefði gefið bankanum fyrirmæli um að selja hlutabréfin til að borga upp lánið. Hann sagði að það væri mitt vandamál að bankinn fyndi ekki hljóðupptökur af símtölunum, þar sem ég gat ekki munað við hvaða starfsmenn ég hefði talað á sínum tíma. Ábyrgðina á varðveislu símtalanna og að finna þau flutti Benedikt sem sagt frá bankanum yfir til mín. Hann gerði enga kröfu til bankans um að finna hljóðupptökurnar sem þó eiga að vera til. Benedikt bankavinur hafði að engu framburð vitnanna um samskipti mín við bankann. Þannig gaf hann skít í hið faglega mat Jóns Finnbjörnssonar héraðsdómara á frásögn þeirra. Jón hafði yfirheyrt vitnin mjög rækilega til að vera viss um sannleiksgildi frásagnar þeirra. Rökrétt hefði verið af Hæstarétti að sýkna mig af kröfu Landsbankans, eða vísa málinu aftur í hérað til að gefa bankanum annað tækifæri til að framvísa hljóðupptökunum. Niðurstaða Benedikts Bogasonar Landsbankanum í hag er vægast sagt stórfurðuleg. Hann horfir alfarið framhjá upplýsingum sem fram komu í héraðsdómi og styðja mitt mál að öllu leyti.Hin „æskilega“ niðurstaða Líklega á lýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, ágætlega við um þessa bankafyrirgreiðslu Benedikts Bogasonar. Jón Steinar kemst svo að orði í nýlegum pistli á Pressunni: „Ef dómari finnur ekki gildan rökstuðning fyrir niðurstöðu sinni er það yfirleitt vegna þess að hann er ekki til. Þá kann að gerast að komist sé að „æskilegri“ niðurstöðu án rökstuðnings.“ Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun