Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 14:33 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyn, þingmanni Viðreisnar og núverandi formanni nefndarinnar á fundi hennar fyrr á árinu. Viðreisn myndaði meirihluta með minnihlutanum í nefndinni í morgun og setti Brynjar af sem formann. Vísir/Anton Brink Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að sér hafi verið tilkynnt það í morgun fyrir opinn fund nefndarinnar með Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að minnihlutinn ásamt Viðreisn ætluðu að kjósa nýjan formann í nefndinni. Á fundinum voru reglur er varða uppreist æru til umræðu. Aðspurður hvernig þau tíðindi hafi lagst í hann segir Brynjar að það hafi bæði verið ákveðinn léttir og ákveðin vonbrigði. „Það var ákveðinn léttir að hluta en ákveðin vonbrigði að hluta vegna þess hvernig menn ætla að gera þetta og vinna þetta. Ég hef engan áhuga á að taka þátt í því. Ég hef hins vegar alltaf verið þeirrar skoðunar að stjórnarandstaðan ætti að hafa formennsku í þessari nefnd en þau komu sér ekki saman um það svo ég sat bara svolítið með þetta í fanginu bara,“ segir Brynjar í samtali við Vísi.Kveðst alls ekki vanhæfur til að gegna formennsku í nefndinni En var þér gefin einhver ástæða fyrir því að þau vildu kjósa nýjan formann, var verið að vísa í eitthvað hugsanlegt vanhæfi eða eitthvað slíkt? „Nei, ekki þannig. Ég hef auðvitað heyrt það að einhver í stjórnarandstöðunni væru óánægð með formennsku mína sem er svo sem allt í lagi. En svo að Viðreisn skuli stökkva um borð... kannski hef ég bara móðgað þau of mikið, ég veit það ekki.“ Fram hefur komið að Brynjar sinnti eitt sinn verjendastörfum fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann sem fékk uppreist æru í fyrra. Þá þekkir hann Robert Downey sem einnig er dæmdur kynferðisbrotamaður og fékk uppreist æru sama dag og Hjalti. Brynjar segir það þó af og frá að hann sé vanhæfur til að fjalla um mál sem tengjast uppreist æru. „Að sjálfsögðu ekki. Það á eiginlega ekki að þurfa að ræða það, það er svo vitlaust að það hálfa væri nóg. Það er ekki spurning um vanhæfi í þessu. Hefði ég kannski verið ráðherra í fyrri ríkisstjórn og komið að þessum málum þá væru verk mín þar til umfjöllunar og ég gæti skilið það. En það að ég hafi varið einhvern mann í fortíðinni hefur auðvitað ekkert að segja. Það eru auðvitað vonbrigði mín að stjórnmálamenn í nefndinni skuli vera svo galnir að leggja þetta upp með þessum hætti. Það er það sorglega í þessu ferli.“Hugurinn stendur til að starfa áfram í pólitík Brynjar segir vonbrigði sín þannig snúa að því að menn séu að búa til pólitískt moldviðri úr máli sem á að skoða af yfirvegun og rólegheitum. Það sé hlutverk nefndarinnar. „Ekki að reyna ná pólitísku höggi á andstæðinginn sem er verið að gera. Ég hef svakalega lítinn húmor fyrir því í raun og veru.“ Fram kom í Fréttablaðinu í dag að Brynjar ekki væri viss um hvort hann ætlaði að bjóða sig fram í næstu þingkosningum sem verða í október. Aðspurður hver staðan sé nú segir hann: „Hugur minn stendur til þess að halda áfram í pólitík en ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar ekki lengur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Meirihlutinn kom sér saman um að Jón Steindór Valdimarsson tæki við formennsku í nefndinni. 19. september 2017 10:14 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að sér hafi verið tilkynnt það í morgun fyrir opinn fund nefndarinnar með Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að minnihlutinn ásamt Viðreisn ætluðu að kjósa nýjan formann í nefndinni. Á fundinum voru reglur er varða uppreist æru til umræðu. Aðspurður hvernig þau tíðindi hafi lagst í hann segir Brynjar að það hafi bæði verið ákveðinn léttir og ákveðin vonbrigði. „Það var ákveðinn léttir að hluta en ákveðin vonbrigði að hluta vegna þess hvernig menn ætla að gera þetta og vinna þetta. Ég hef engan áhuga á að taka þátt í því. Ég hef hins vegar alltaf verið þeirrar skoðunar að stjórnarandstaðan ætti að hafa formennsku í þessari nefnd en þau komu sér ekki saman um það svo ég sat bara svolítið með þetta í fanginu bara,“ segir Brynjar í samtali við Vísi.Kveðst alls ekki vanhæfur til að gegna formennsku í nefndinni En var þér gefin einhver ástæða fyrir því að þau vildu kjósa nýjan formann, var verið að vísa í eitthvað hugsanlegt vanhæfi eða eitthvað slíkt? „Nei, ekki þannig. Ég hef auðvitað heyrt það að einhver í stjórnarandstöðunni væru óánægð með formennsku mína sem er svo sem allt í lagi. En svo að Viðreisn skuli stökkva um borð... kannski hef ég bara móðgað þau of mikið, ég veit það ekki.“ Fram hefur komið að Brynjar sinnti eitt sinn verjendastörfum fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann sem fékk uppreist æru í fyrra. Þá þekkir hann Robert Downey sem einnig er dæmdur kynferðisbrotamaður og fékk uppreist æru sama dag og Hjalti. Brynjar segir það þó af og frá að hann sé vanhæfur til að fjalla um mál sem tengjast uppreist æru. „Að sjálfsögðu ekki. Það á eiginlega ekki að þurfa að ræða það, það er svo vitlaust að það hálfa væri nóg. Það er ekki spurning um vanhæfi í þessu. Hefði ég kannski verið ráðherra í fyrri ríkisstjórn og komið að þessum málum þá væru verk mín þar til umfjöllunar og ég gæti skilið það. En það að ég hafi varið einhvern mann í fortíðinni hefur auðvitað ekkert að segja. Það eru auðvitað vonbrigði mín að stjórnmálamenn í nefndinni skuli vera svo galnir að leggja þetta upp með þessum hætti. Það er það sorglega í þessu ferli.“Hugurinn stendur til að starfa áfram í pólitík Brynjar segir vonbrigði sín þannig snúa að því að menn séu að búa til pólitískt moldviðri úr máli sem á að skoða af yfirvegun og rólegheitum. Það sé hlutverk nefndarinnar. „Ekki að reyna ná pólitísku höggi á andstæðinginn sem er verið að gera. Ég hef svakalega lítinn húmor fyrir því í raun og veru.“ Fram kom í Fréttablaðinu í dag að Brynjar ekki væri viss um hvort hann ætlaði að bjóða sig fram í næstu þingkosningum sem verða í október. Aðspurður hver staðan sé nú segir hann: „Hugur minn stendur til þess að halda áfram í pólitík en ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar ekki lengur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Meirihlutinn kom sér saman um að Jón Steindór Valdimarsson tæki við formennsku í nefndinni. 19. september 2017 10:14 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09
Brynjar ekki lengur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Meirihlutinn kom sér saman um að Jón Steindór Valdimarsson tæki við formennsku í nefndinni. 19. september 2017 10:14
Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22