Framsókn brettir upp ermar eftir vel heppnaðan kosningafund Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2017 12:19 Sigurður Ingi segir nýjustu mælingar á fylgi þingflokkanna gerðar í miklu tilfinningaumróti. Vísir/Ernir Opinn kosningafundur Framsóknar, sem haldinn var í Reykjavík fór vel fram að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Hann segir flokkinn tilbúinn í kosningabaráttu en vonast til að sjá fleiri atkvæði upp úr kjörkössum þann 28. október en nýjustu kannanir spá fyrir um. „Það var haldinn fundur hérna í Reykjavík og þingmaður okkar, Lilja Alfreðsdóttir, stóð fyrir honum. Þetta var mjög fínn fundur og góð mæting. Það var jákvæð og mikil stemning og menn tilbúnir að bretta upp ermar fyrir þessar kosningar,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi.Vonar að Framsókn fái hlutdeild í breytingunum Hann segist vonast til þess að niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins um fylgi þingflokkanna verði hliðhollari Framsókn á kjördegi þann 28. október næstkomandi. „Ég hefði gjarnan viljað sjá minn flokk fá hlutdeild í þeim breytingum sem eru nú yfirstandandi en þetta eru svosem mælingar sem eru gerðar í miklu tilfinningaumróti, þegar svona breytingar verða,“ segir Sigurður Ingi. „Ég vona sannarlega að við fáum meira upp úr kössunum þegar talið verður upp úr þeim.“Knappur tími til stefnu Kjördæmissambönd flokksins munu svo ákveða hvert fyrir sig hvernig velja eigi á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Það fyrirkomulag ræðst á næstu dögum að sögn Sigurðar Inga, líkt og fyrirhugað er hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum sem einnig héldu opna flokksfundi í gærkvöldi. „Það er nefnilega knappur tími og menn þurfa virkilega að bretta upp ermar og setja allt í gang.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin grænt framboð mælast með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun sem framkvæmd var af Zenter rannsóknum. 18. september 2017 17:39 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Guðfinna gerir ekki ráð fyrir nýrri forystu Framsóknarflokksins Guðfinna söðlar um og fer í landsmálin. 19. september 2017 11:45 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Ætla ekki að láta nýjustu könnunina rætast Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins fengi Samfylkingin þrjá menn kjörna á þing en baráttuhugur var í mönnum á óvenju fjölsóttum fundi flokksins í gærkvöldi. 19. september 2017 10:50 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Sjá meira
Opinn kosningafundur Framsóknar, sem haldinn var í Reykjavík fór vel fram að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Hann segir flokkinn tilbúinn í kosningabaráttu en vonast til að sjá fleiri atkvæði upp úr kjörkössum þann 28. október en nýjustu kannanir spá fyrir um. „Það var haldinn fundur hérna í Reykjavík og þingmaður okkar, Lilja Alfreðsdóttir, stóð fyrir honum. Þetta var mjög fínn fundur og góð mæting. Það var jákvæð og mikil stemning og menn tilbúnir að bretta upp ermar fyrir þessar kosningar,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi.Vonar að Framsókn fái hlutdeild í breytingunum Hann segist vonast til þess að niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins um fylgi þingflokkanna verði hliðhollari Framsókn á kjördegi þann 28. október næstkomandi. „Ég hefði gjarnan viljað sjá minn flokk fá hlutdeild í þeim breytingum sem eru nú yfirstandandi en þetta eru svosem mælingar sem eru gerðar í miklu tilfinningaumróti, þegar svona breytingar verða,“ segir Sigurður Ingi. „Ég vona sannarlega að við fáum meira upp úr kössunum þegar talið verður upp úr þeim.“Knappur tími til stefnu Kjördæmissambönd flokksins munu svo ákveða hvert fyrir sig hvernig velja eigi á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Það fyrirkomulag ræðst á næstu dögum að sögn Sigurðar Inga, líkt og fyrirhugað er hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum sem einnig héldu opna flokksfundi í gærkvöldi. „Það er nefnilega knappur tími og menn þurfa virkilega að bretta upp ermar og setja allt í gang.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin grænt framboð mælast með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun sem framkvæmd var af Zenter rannsóknum. 18. september 2017 17:39 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Guðfinna gerir ekki ráð fyrir nýrri forystu Framsóknarflokksins Guðfinna söðlar um og fer í landsmálin. 19. september 2017 11:45 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Ætla ekki að láta nýjustu könnunina rætast Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins fengi Samfylkingin þrjá menn kjörna á þing en baráttuhugur var í mönnum á óvenju fjölsóttum fundi flokksins í gærkvöldi. 19. september 2017 10:50 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin grænt framboð mælast með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun sem framkvæmd var af Zenter rannsóknum. 18. september 2017 17:39
Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00
Guðfinna gerir ekki ráð fyrir nýrri forystu Framsóknarflokksins Guðfinna söðlar um og fer í landsmálin. 19. september 2017 11:45
Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43
Ætla ekki að láta nýjustu könnunina rætast Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins fengi Samfylkingin þrjá menn kjörna á þing en baráttuhugur var í mönnum á óvenju fjölsóttum fundi flokksins í gærkvöldi. 19. september 2017 10:50