Toys R' Us á barmi gjaldþrots Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. september 2017 08:08 Úr einni af fjölmörgum verslunum Toys R' Us sem gæti þó fækkað á næstu misserum. Vísir/Getty Leikfangasölurisinn Toys R' Us er á barmi gjaldþrots og hefur farið þess á leit við yfirvöld í Kanada og Bandaríkjunum að fyrirtækið fái framlengdan greiðslufrest til að endurskipuleggja skuldbindingar sínar við lánardrottna. Gríðarlegar skuldir eru sagðar sliga fyrirtækið og ekki bætir úrsérgengið viðskiptamódel úr skák. Toys R' Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Enn starfa um 64 þúsund manns hjá Toys R' Us í næstum 1600 verslunum, þar af þremur á Íslandi. Fjárhagsvandræðin virðist þó vera bundin við vesturheim því fyrirtækið hefur gefið út að starfsemi þess í Evrópu og Asíu sé ekki hluti af samningaviðræðunum um greiðslufrestinn.Greiningaraðilar segja að vanda Toys R' Us megi meðal annars rekja til tregðu fyrirtækisins við að setja á fót öfluga netverslun. Leikfangakaup á netinu hafa tvöfaldast á fimm árum, farið úr 6.5% í 13,7% og hefur Toys R' Us nær algjörlega misst af þeirri þróun. Þrátt fyrir það segja forsvarsmenn fyrirtækisins að meirihluti verslana keðjunnar séu arðbærar og að þær muni starfa með eðlilegum hætti fram yfir hátíðarnar hið minnsta. Þá eru alla jafna seld flest leikföng. Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Leikfangasölurisinn Toys R' Us er á barmi gjaldþrots og hefur farið þess á leit við yfirvöld í Kanada og Bandaríkjunum að fyrirtækið fái framlengdan greiðslufrest til að endurskipuleggja skuldbindingar sínar við lánardrottna. Gríðarlegar skuldir eru sagðar sliga fyrirtækið og ekki bætir úrsérgengið viðskiptamódel úr skák. Toys R' Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Enn starfa um 64 þúsund manns hjá Toys R' Us í næstum 1600 verslunum, þar af þremur á Íslandi. Fjárhagsvandræðin virðist þó vera bundin við vesturheim því fyrirtækið hefur gefið út að starfsemi þess í Evrópu og Asíu sé ekki hluti af samningaviðræðunum um greiðslufrestinn.Greiningaraðilar segja að vanda Toys R' Us megi meðal annars rekja til tregðu fyrirtækisins við að setja á fót öfluga netverslun. Leikfangakaup á netinu hafa tvöfaldast á fimm árum, farið úr 6.5% í 13,7% og hefur Toys R' Us nær algjörlega misst af þeirri þróun. Þrátt fyrir það segja forsvarsmenn fyrirtækisins að meirihluti verslana keðjunnar séu arðbærar og að þær muni starfa með eðlilegum hætti fram yfir hátíðarnar hið minnsta. Þá eru alla jafna seld flest leikföng.
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira