Sigríður gefur kost á sér í komandi kosningum Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. september 2017 19:30 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í komandi kosningum. Þetta sagði hún í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Hún telur sig ekki hafa brugðist trúnaðarskyldum með því að greina forsætisráðherra frá því að faðir hans væri einn meðmælenda dæmds kynferðisbrotamanns vegna uppreistar æru. Í aðsendri grein í Morgunblaðið í morgun segir Sigríður frá sinni upplifun af deilumálum síðustu daga er varða uppreist æru. Þar kveðst hún hafa neitað að samþykkja einu umsóknina um uppreist æru sem henni hafi borist í starfi ráðherra. Þannig hafi hún talið að framkvæmd slíkra mála væri komin langt frá því sem til stóð við setningu almennra hegningarlaga, þar sem ákvæði um málin er að finna. Telur hún enn fremur að hún hafi verið í fullum rétti þegar hún sagði forsætisráðherra frá aðkomu föður hans að máli eins umsækjenda. Segir hún að umsóknirnar séu ávallt lagðar fyrir ríkisstjórnarfund áður en þær eru sendar til forseta og þannig hafi ráðherrar allir kost á að kynna sér gögnin á þeim vettvangi. Aðspurð segist hún aftur á móti ekki hafa talið það þjóna neinum tilgangi að greina öðrum ráðherrum fráfarandi ríkisstjórnar frá málinu. Þannig hafi málið verið afgreitt í tíð fyrri ríkisstjórnar og hún hafi ekki fengið séð hvaða aðkomu t.d. umhverfisráðherra ætti að hafa af því. Kveðst hún enn fremur ekki hafa fundið fyrir reiði gagnvart sér í samfélaginu vegna atburða síðustu daga. Þvert á móti hafi ríkt ánægja með hennar skref í málaflokknum, enda sé hún fyrsti ráðherrann í sínu embætti til að leggja til breytingar á reglum um uppreist æru. Þá staðfestir Sigríður að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Uppreist æru Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í komandi kosningum. Þetta sagði hún í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Hún telur sig ekki hafa brugðist trúnaðarskyldum með því að greina forsætisráðherra frá því að faðir hans væri einn meðmælenda dæmds kynferðisbrotamanns vegna uppreistar æru. Í aðsendri grein í Morgunblaðið í morgun segir Sigríður frá sinni upplifun af deilumálum síðustu daga er varða uppreist æru. Þar kveðst hún hafa neitað að samþykkja einu umsóknina um uppreist æru sem henni hafi borist í starfi ráðherra. Þannig hafi hún talið að framkvæmd slíkra mála væri komin langt frá því sem til stóð við setningu almennra hegningarlaga, þar sem ákvæði um málin er að finna. Telur hún enn fremur að hún hafi verið í fullum rétti þegar hún sagði forsætisráðherra frá aðkomu föður hans að máli eins umsækjenda. Segir hún að umsóknirnar séu ávallt lagðar fyrir ríkisstjórnarfund áður en þær eru sendar til forseta og þannig hafi ráðherrar allir kost á að kynna sér gögnin á þeim vettvangi. Aðspurð segist hún aftur á móti ekki hafa talið það þjóna neinum tilgangi að greina öðrum ráðherrum fráfarandi ríkisstjórnar frá málinu. Þannig hafi málið verið afgreitt í tíð fyrri ríkisstjórnar og hún hafi ekki fengið séð hvaða aðkomu t.d. umhverfisráðherra ætti að hafa af því. Kveðst hún enn fremur ekki hafa fundið fyrir reiði gagnvart sér í samfélaginu vegna atburða síðustu daga. Þvert á móti hafi ríkt ánægja með hennar skref í málaflokknum, enda sé hún fyrsti ráðherrann í sínu embætti til að leggja til breytingar á reglum um uppreist æru. Þá staðfestir Sigríður að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu.
Uppreist æru Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira