Útrýmum kjarnorkuvopnum, án tafar! Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson skrifar 19. september 2017 07:00 Þann 20. september næstkomandi verða merkileg tímamót í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, sem kunna að skipta sköpum fyrir framtíð mannkyns. Þann dag gefst aðildarríkjum SÞ kostur á að undirrita sáttmála um bann við kjarnorkuvopnum. Samningur þessi er niðurstaða af viðræðum þjóða heims og var samþykktur af 121 ríki fyrr í sumar. Því miður kusu íslensk stjórnvöld að sniðganga viðræður þessar og fylgdu þannig afstöðu Nató í málinu. Kjarnorkuvopnaeign er sem kunnugt er einn af hornsteinum hernaðarstefnu Nató og áskilur bandalagið sér rétt til að beita þessum vopnum að fyrra bragði. Grannþjóðir okkar sem ekki eru aðilar að Nató hafa þó þorað að styðja málið. Má þar nefna bæði Íra og Svía, en þeir síðarnefndu fengu lítt dulbúnar hótanir frá Trump-stjórninni vegna afstöðu sinnar. Sáttmálinn um bann við kjarnorkuvopnum er viðbragð við þeirri staðreynd að þrátt fyrir gildandi afvopnunarsamninga hafa kjarnorkuveldin ekki gert neitt til að vinna að útrýmingu kjarnavopna. Þvert á móti hafa þau ausið fjármunum í þróun og rannsóknarstarf, með þeim afleiðingum að framleiðsla kjarnavopna verður sífellt auðveldari. Norður-Kórea er skýrasta dæmið um það. Illu heilli verður Ísland ekki í hópi þeirra landa sem fyrst munu staðfesta samninginn. Hernaðarandstæðingar hvetja hins vegar stjórnvöld til að hverfa af núverandi braut fylgispektar við kjarnorkustefnu Bandaríkjanna og Nató, en skipa sér þess í stað í sveit með friðelskandi þjóðum heims – áður en það verður of seint. Auður Lilja Erlingsdóttir er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.Stefán Pálsson er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Geta íþróttir bjargað mannslífum? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Fylkjum liði með kennurum og börnunum okkar Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Vaknaðu menningarþjóð! Ása Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjarðabyggð gegn kjarasamningum Halla Gunnarsdóttir,Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir skrifar Skoðun Af styrkjum Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 20. september næstkomandi verða merkileg tímamót í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, sem kunna að skipta sköpum fyrir framtíð mannkyns. Þann dag gefst aðildarríkjum SÞ kostur á að undirrita sáttmála um bann við kjarnorkuvopnum. Samningur þessi er niðurstaða af viðræðum þjóða heims og var samþykktur af 121 ríki fyrr í sumar. Því miður kusu íslensk stjórnvöld að sniðganga viðræður þessar og fylgdu þannig afstöðu Nató í málinu. Kjarnorkuvopnaeign er sem kunnugt er einn af hornsteinum hernaðarstefnu Nató og áskilur bandalagið sér rétt til að beita þessum vopnum að fyrra bragði. Grannþjóðir okkar sem ekki eru aðilar að Nató hafa þó þorað að styðja málið. Má þar nefna bæði Íra og Svía, en þeir síðarnefndu fengu lítt dulbúnar hótanir frá Trump-stjórninni vegna afstöðu sinnar. Sáttmálinn um bann við kjarnorkuvopnum er viðbragð við þeirri staðreynd að þrátt fyrir gildandi afvopnunarsamninga hafa kjarnorkuveldin ekki gert neitt til að vinna að útrýmingu kjarnavopna. Þvert á móti hafa þau ausið fjármunum í þróun og rannsóknarstarf, með þeim afleiðingum að framleiðsla kjarnavopna verður sífellt auðveldari. Norður-Kórea er skýrasta dæmið um það. Illu heilli verður Ísland ekki í hópi þeirra landa sem fyrst munu staðfesta samninginn. Hernaðarandstæðingar hvetja hins vegar stjórnvöld til að hverfa af núverandi braut fylgispektar við kjarnorkustefnu Bandaríkjanna og Nató, en skipa sér þess í stað í sveit með friðelskandi þjóðum heims – áður en það verður of seint. Auður Lilja Erlingsdóttir er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.Stefán Pálsson er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga.
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun