Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2017 11:59 Meðal þess sem Bjarni upplýsti á nýafstöðnum blaðamannafundi var að hann hafi verið tilbúinn að ganga svo langt við myndun síðustu ríkisstjórnar að bjóða VG lyklana að fjármálaráðuneytinu. visir/anton brink „Við féllumst í faðma þegar við kvöddumst og þökkuðum fyrir gott samstarf og heiðarlegt. Við þurftum að sætta okkur við það að við litum á þennan atburð ólíkum augum og svo heldur lífið áfram,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á blaðamannafundi sem nýlokið er og fór fram á Bessastöðum. Hann er að lýsa kveðjustund sinni og Óttars Proppé formanns Bjartrar framtíðar og svo umhverfisráðherra, sem er Björt Ólafsdóttir.Forseti Íslands hefur fallist á tillögu Bjarna Benediktssonar um að rjúfa þing. Starfstjórn mun sitja til þess tíma.Bauð Katrínu lyklana að fjármálaráðuneytinuFyrir liggur að kosið verðið 28. október næstkomandi. Bjarni svaraði spurningum blaðamanna við svo búið. Hann sagðist hafa lagt áherslu á að bregðast hratt við þeim aðstæðum sem upp komu, þá er Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu í kjölfar máls og afgreiðslu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra á því sem varðar uppreist æru mann sem dæmdur var fyrir barnaníð. Bjarni ítrekaði furðu sína á því hvernig málin þróuðust, og nefndi það sérstaklega að menn hafi ekkert sagt fyrr en á þriðja degi eftir að hann greindi Óttari og svo Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar frá því að faðir hans hafi verið umsagnaraðili á téðri umsókn um uppreist æru. Og nefndi það sérstaklega að það sem Óttar hafi talið trúnaðarbrest hafi Benedikt ekki metið sem svo.Leiðtogar ríkisstjórnarinnar féllust í faðma og kvöddust.Bjarni útilokar ekki samstarf við neinn flokk fyrirfram, neinn þann flokk sem vill byggja upp til framtíðar fyrir land og þjóð, eins og hann orðaði það. Og nefndi í því sambandi að hann hafi gert nokkuð sem engum Sjálfstæðismanni hafi dottið í hug fyrr sem var að bjóða VG, eða Katrínu Jakobsdóttur, lyklana að fjármálaráðuneytinu.Erfiðleikar í stjórnarsamstarfinu frá upphafiBjarni, lýsti því jafnframt yfir að honum hugnist ekki samstarf margra flokka. Enginn slík meirihlutastjórn hefur haldið út heilt kjörtímabil. Hann lýsti því yfir að gríðarlegur vandi fylgi því að skrúfa saman stjórnarsáttmála margra smáflokka. Bjarni rifjaði upp hversu erfitt það reyndist að koma saman stjórn í kjölfar alþingiskosninga fyrir ári. „Fyrst hvarf ég frá stjórnarviðræðum við þessa flokka en svo fannst manni að það þyrfti að rísa undir kröfu kjósenda. En það gerðist ekki fyrr en eftir margra vikna stjórnarviðræður. Að þessu leytinu til var veikleiki stjórnarinnar með henni frá upphafi á vissan hátt. Erfiðleikar frá upphafi eftir síðustu kosningar,“ segir Bjarni. Sem vonast eftir því að hann og Sjálfstæðisflokkurinn muni fá sterkara umboð eftir næstu kosningar. Engan bilbug var á honum að finna og hann gerir ráð fyrir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn en tekin verður ákvörðun um forystu flokksins á Landsfundi, sem haldin verður innan skamms. Það sé svo miðstjórnar að taka ákvörðun í kjölfar þess. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Forsetinn fundar með Bjarna klukkan 11 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun eiga fund með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, á Bessastöðum í dag klukkan 11. 18. september 2017 09:50 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Við féllumst í faðma þegar við kvöddumst og þökkuðum fyrir gott samstarf og heiðarlegt. Við þurftum að sætta okkur við það að við litum á þennan atburð ólíkum augum og svo heldur lífið áfram,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á blaðamannafundi sem nýlokið er og fór fram á Bessastöðum. Hann er að lýsa kveðjustund sinni og Óttars Proppé formanns Bjartrar framtíðar og svo umhverfisráðherra, sem er Björt Ólafsdóttir.Forseti Íslands hefur fallist á tillögu Bjarna Benediktssonar um að rjúfa þing. Starfstjórn mun sitja til þess tíma.Bauð Katrínu lyklana að fjármálaráðuneytinuFyrir liggur að kosið verðið 28. október næstkomandi. Bjarni svaraði spurningum blaðamanna við svo búið. Hann sagðist hafa lagt áherslu á að bregðast hratt við þeim aðstæðum sem upp komu, þá er Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu í kjölfar máls og afgreiðslu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra á því sem varðar uppreist æru mann sem dæmdur var fyrir barnaníð. Bjarni ítrekaði furðu sína á því hvernig málin þróuðust, og nefndi það sérstaklega að menn hafi ekkert sagt fyrr en á þriðja degi eftir að hann greindi Óttari og svo Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar frá því að faðir hans hafi verið umsagnaraðili á téðri umsókn um uppreist æru. Og nefndi það sérstaklega að það sem Óttar hafi talið trúnaðarbrest hafi Benedikt ekki metið sem svo.Leiðtogar ríkisstjórnarinnar féllust í faðma og kvöddust.Bjarni útilokar ekki samstarf við neinn flokk fyrirfram, neinn þann flokk sem vill byggja upp til framtíðar fyrir land og þjóð, eins og hann orðaði það. Og nefndi í því sambandi að hann hafi gert nokkuð sem engum Sjálfstæðismanni hafi dottið í hug fyrr sem var að bjóða VG, eða Katrínu Jakobsdóttur, lyklana að fjármálaráðuneytinu.Erfiðleikar í stjórnarsamstarfinu frá upphafiBjarni, lýsti því jafnframt yfir að honum hugnist ekki samstarf margra flokka. Enginn slík meirihlutastjórn hefur haldið út heilt kjörtímabil. Hann lýsti því yfir að gríðarlegur vandi fylgi því að skrúfa saman stjórnarsáttmála margra smáflokka. Bjarni rifjaði upp hversu erfitt það reyndist að koma saman stjórn í kjölfar alþingiskosninga fyrir ári. „Fyrst hvarf ég frá stjórnarviðræðum við þessa flokka en svo fannst manni að það þyrfti að rísa undir kröfu kjósenda. En það gerðist ekki fyrr en eftir margra vikna stjórnarviðræður. Að þessu leytinu til var veikleiki stjórnarinnar með henni frá upphafi á vissan hátt. Erfiðleikar frá upphafi eftir síðustu kosningar,“ segir Bjarni. Sem vonast eftir því að hann og Sjálfstæðisflokkurinn muni fá sterkara umboð eftir næstu kosningar. Engan bilbug var á honum að finna og hann gerir ráð fyrir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn en tekin verður ákvörðun um forystu flokksins á Landsfundi, sem haldin verður innan skamms. Það sé svo miðstjórnar að taka ákvörðun í kjölfar þess.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Forsetinn fundar með Bjarna klukkan 11 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun eiga fund með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, á Bessastöðum í dag klukkan 11. 18. september 2017 09:50 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Forsetinn fundar með Bjarna klukkan 11 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun eiga fund með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, á Bessastöðum í dag klukkan 11. 18. september 2017 09:50
Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43
Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08