Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2017 11:59 Meðal þess sem Bjarni upplýsti á nýafstöðnum blaðamannafundi var að hann hafi verið tilbúinn að ganga svo langt við myndun síðustu ríkisstjórnar að bjóða VG lyklana að fjármálaráðuneytinu. visir/anton brink „Við féllumst í faðma þegar við kvöddumst og þökkuðum fyrir gott samstarf og heiðarlegt. Við þurftum að sætta okkur við það að við litum á þennan atburð ólíkum augum og svo heldur lífið áfram,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á blaðamannafundi sem nýlokið er og fór fram á Bessastöðum. Hann er að lýsa kveðjustund sinni og Óttars Proppé formanns Bjartrar framtíðar og svo umhverfisráðherra, sem er Björt Ólafsdóttir.Forseti Íslands hefur fallist á tillögu Bjarna Benediktssonar um að rjúfa þing. Starfstjórn mun sitja til þess tíma.Bauð Katrínu lyklana að fjármálaráðuneytinuFyrir liggur að kosið verðið 28. október næstkomandi. Bjarni svaraði spurningum blaðamanna við svo búið. Hann sagðist hafa lagt áherslu á að bregðast hratt við þeim aðstæðum sem upp komu, þá er Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu í kjölfar máls og afgreiðslu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra á því sem varðar uppreist æru mann sem dæmdur var fyrir barnaníð. Bjarni ítrekaði furðu sína á því hvernig málin þróuðust, og nefndi það sérstaklega að menn hafi ekkert sagt fyrr en á þriðja degi eftir að hann greindi Óttari og svo Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar frá því að faðir hans hafi verið umsagnaraðili á téðri umsókn um uppreist æru. Og nefndi það sérstaklega að það sem Óttar hafi talið trúnaðarbrest hafi Benedikt ekki metið sem svo.Leiðtogar ríkisstjórnarinnar féllust í faðma og kvöddust.Bjarni útilokar ekki samstarf við neinn flokk fyrirfram, neinn þann flokk sem vill byggja upp til framtíðar fyrir land og þjóð, eins og hann orðaði það. Og nefndi í því sambandi að hann hafi gert nokkuð sem engum Sjálfstæðismanni hafi dottið í hug fyrr sem var að bjóða VG, eða Katrínu Jakobsdóttur, lyklana að fjármálaráðuneytinu.Erfiðleikar í stjórnarsamstarfinu frá upphafiBjarni, lýsti því jafnframt yfir að honum hugnist ekki samstarf margra flokka. Enginn slík meirihlutastjórn hefur haldið út heilt kjörtímabil. Hann lýsti því yfir að gríðarlegur vandi fylgi því að skrúfa saman stjórnarsáttmála margra smáflokka. Bjarni rifjaði upp hversu erfitt það reyndist að koma saman stjórn í kjölfar alþingiskosninga fyrir ári. „Fyrst hvarf ég frá stjórnarviðræðum við þessa flokka en svo fannst manni að það þyrfti að rísa undir kröfu kjósenda. En það gerðist ekki fyrr en eftir margra vikna stjórnarviðræður. Að þessu leytinu til var veikleiki stjórnarinnar með henni frá upphafi á vissan hátt. Erfiðleikar frá upphafi eftir síðustu kosningar,“ segir Bjarni. Sem vonast eftir því að hann og Sjálfstæðisflokkurinn muni fá sterkara umboð eftir næstu kosningar. Engan bilbug var á honum að finna og hann gerir ráð fyrir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn en tekin verður ákvörðun um forystu flokksins á Landsfundi, sem haldin verður innan skamms. Það sé svo miðstjórnar að taka ákvörðun í kjölfar þess. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Forsetinn fundar með Bjarna klukkan 11 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun eiga fund með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, á Bessastöðum í dag klukkan 11. 18. september 2017 09:50 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
„Við féllumst í faðma þegar við kvöddumst og þökkuðum fyrir gott samstarf og heiðarlegt. Við þurftum að sætta okkur við það að við litum á þennan atburð ólíkum augum og svo heldur lífið áfram,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á blaðamannafundi sem nýlokið er og fór fram á Bessastöðum. Hann er að lýsa kveðjustund sinni og Óttars Proppé formanns Bjartrar framtíðar og svo umhverfisráðherra, sem er Björt Ólafsdóttir.Forseti Íslands hefur fallist á tillögu Bjarna Benediktssonar um að rjúfa þing. Starfstjórn mun sitja til þess tíma.Bauð Katrínu lyklana að fjármálaráðuneytinuFyrir liggur að kosið verðið 28. október næstkomandi. Bjarni svaraði spurningum blaðamanna við svo búið. Hann sagðist hafa lagt áherslu á að bregðast hratt við þeim aðstæðum sem upp komu, þá er Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu í kjölfar máls og afgreiðslu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra á því sem varðar uppreist æru mann sem dæmdur var fyrir barnaníð. Bjarni ítrekaði furðu sína á því hvernig málin þróuðust, og nefndi það sérstaklega að menn hafi ekkert sagt fyrr en á þriðja degi eftir að hann greindi Óttari og svo Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar frá því að faðir hans hafi verið umsagnaraðili á téðri umsókn um uppreist æru. Og nefndi það sérstaklega að það sem Óttar hafi talið trúnaðarbrest hafi Benedikt ekki metið sem svo.Leiðtogar ríkisstjórnarinnar féllust í faðma og kvöddust.Bjarni útilokar ekki samstarf við neinn flokk fyrirfram, neinn þann flokk sem vill byggja upp til framtíðar fyrir land og þjóð, eins og hann orðaði það. Og nefndi í því sambandi að hann hafi gert nokkuð sem engum Sjálfstæðismanni hafi dottið í hug fyrr sem var að bjóða VG, eða Katrínu Jakobsdóttur, lyklana að fjármálaráðuneytinu.Erfiðleikar í stjórnarsamstarfinu frá upphafiBjarni, lýsti því jafnframt yfir að honum hugnist ekki samstarf margra flokka. Enginn slík meirihlutastjórn hefur haldið út heilt kjörtímabil. Hann lýsti því yfir að gríðarlegur vandi fylgi því að skrúfa saman stjórnarsáttmála margra smáflokka. Bjarni rifjaði upp hversu erfitt það reyndist að koma saman stjórn í kjölfar alþingiskosninga fyrir ári. „Fyrst hvarf ég frá stjórnarviðræðum við þessa flokka en svo fannst manni að það þyrfti að rísa undir kröfu kjósenda. En það gerðist ekki fyrr en eftir margra vikna stjórnarviðræður. Að þessu leytinu til var veikleiki stjórnarinnar með henni frá upphafi á vissan hátt. Erfiðleikar frá upphafi eftir síðustu kosningar,“ segir Bjarni. Sem vonast eftir því að hann og Sjálfstæðisflokkurinn muni fá sterkara umboð eftir næstu kosningar. Engan bilbug var á honum að finna og hann gerir ráð fyrir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn en tekin verður ákvörðun um forystu flokksins á Landsfundi, sem haldin verður innan skamms. Það sé svo miðstjórnar að taka ákvörðun í kjölfar þess.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Forsetinn fundar með Bjarna klukkan 11 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun eiga fund með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, á Bessastöðum í dag klukkan 11. 18. september 2017 09:50 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Forsetinn fundar með Bjarna klukkan 11 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun eiga fund með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, á Bessastöðum í dag klukkan 11. 18. september 2017 09:50
Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43
Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08