Innlent

Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Bendiktsson, forsætisráðherra, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, við upphaf fundarins nú klukkan 11.
Bjarni Bendiktsson, forsætisráðherra, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, við upphaf fundarins nú klukkan 11. vísir/anton brink
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. Hann steig út úr ráðherrabifreið sinni með svarta möppu undir höndinni. Aðspurður hvað væri í möppunni svaraði Bjarni:

„Hérna er skjalið og ég vonast til að með því komum við aftur röð og reglu á stjórnmálin á Íslandi með hjálp kjósenda.“

Í möppunni er því tillaga að því að rjúfa þing og boða til kosninga en síðastliðinn laugardag baðst Bjarni lausnar fyrir ríkisstjórn sína eftir að Björt framtíð gekk út úr ríksisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn. Horft er til þess að hafa Alþingiskosningar þann 28. október næstkomandi.

Hér má fylgjast með beinni útsendingu Vísis frá Bessastöðum en að fundinum loknum munu bæði forsetinn og forsætisráðherra ræða við fjölmiðla. Sýnt verður beint frá því bæði á Vísi og Stöð 2.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×