Trump mun leita bandamanna á allsherjarþingi Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2017 11:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump mun flytja sína fyrstu ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun. Forsetinn hefur ítrekað gagnrýnt Sameinuðu þjóðarinnar og meðal annars kallað stofnunina sveitaklúbb fyrir erindreka og sagt að Sameinuðu þjóðirnar séu óvinveittar Bandaríkjunum og Ísrael. Trump hefur kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar dragi úr kostnaði og hafa rúmlega 100 þjóðir skrifað undir viljayfirlýsingu varðandi breytingar á Sameinuðu þjóðunum. Á sama tíma mun hann þurfa að leita að bandamönnum gegn Norður-Kóreu meðal þeirra 193 þjóða sem taka þátt í þinginu. Þá munu erindrekar Norður-Kóreu einnig hlýða á ræðu forsetans. Talið er að Trump muni leita leiða til að fá stuðning við hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu. Nú þegar er umfangsmiklum aðgerðum beint gegn Norður-Kóreu sem snúa flestar að því að draga úr tekjum ríkisins vegna útflutnings og takmarka aðgang þeirra að hráefnum.Þær refsiaðgerðir sem eru til staðar banna í raun um 90 prósent skráðs útflutnings Norður-Kóreu, sem hefur þó lengi verið sakað um að, meðal annars, flytja út vopn í gegnum skúffufélög og með öðrum ólöglegum leiðum.Leita leiða til umbóta Trump mun í dag funda með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem hefur þegar lagt fram tillögur að umfangsmiklum umbótum á stofnuninni. Meðal þess sem ríkisstjórn Trump hefur skoðað eru friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna, sem eru nú að störfum á sextán stöðum í heiminum.Kostnaðurinn við þær aðgerðir munu vera um átta milljarðar dala á ári hverju. Það er kostnaður sem Trump-liðar vilja draga úr. Guterres hefur einnig sagt að það komi til greina að draga úr kostnaði þar. Um fjórðungur af fjármagni Sameinuðu þjóðanna kemur frá Bandaríkjunum, sem eru með stærsta hagkerfi heimsins. Þá koma um 28 prósent þeirra fjármuna sem varið er í friðargæslu frá Bandaríkjunum. Donald Trump hefur ítrekað sagt það vera ósanngjarnt. Donald Trump Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira
Donald Trump mun flytja sína fyrstu ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun. Forsetinn hefur ítrekað gagnrýnt Sameinuðu þjóðarinnar og meðal annars kallað stofnunina sveitaklúbb fyrir erindreka og sagt að Sameinuðu þjóðirnar séu óvinveittar Bandaríkjunum og Ísrael. Trump hefur kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar dragi úr kostnaði og hafa rúmlega 100 þjóðir skrifað undir viljayfirlýsingu varðandi breytingar á Sameinuðu þjóðunum. Á sama tíma mun hann þurfa að leita að bandamönnum gegn Norður-Kóreu meðal þeirra 193 þjóða sem taka þátt í þinginu. Þá munu erindrekar Norður-Kóreu einnig hlýða á ræðu forsetans. Talið er að Trump muni leita leiða til að fá stuðning við hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu. Nú þegar er umfangsmiklum aðgerðum beint gegn Norður-Kóreu sem snúa flestar að því að draga úr tekjum ríkisins vegna útflutnings og takmarka aðgang þeirra að hráefnum.Þær refsiaðgerðir sem eru til staðar banna í raun um 90 prósent skráðs útflutnings Norður-Kóreu, sem hefur þó lengi verið sakað um að, meðal annars, flytja út vopn í gegnum skúffufélög og með öðrum ólöglegum leiðum.Leita leiða til umbóta Trump mun í dag funda með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem hefur þegar lagt fram tillögur að umfangsmiklum umbótum á stofnuninni. Meðal þess sem ríkisstjórn Trump hefur skoðað eru friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna, sem eru nú að störfum á sextán stöðum í heiminum.Kostnaðurinn við þær aðgerðir munu vera um átta milljarðar dala á ári hverju. Það er kostnaður sem Trump-liðar vilja draga úr. Guterres hefur einnig sagt að það komi til greina að draga úr kostnaði þar. Um fjórðungur af fjármagni Sameinuðu þjóðanna kemur frá Bandaríkjunum, sem eru með stærsta hagkerfi heimsins. Þá koma um 28 prósent þeirra fjármuna sem varið er í friðargæslu frá Bandaríkjunum. Donald Trump hefur ítrekað sagt það vera ósanngjarnt.
Donald Trump Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira