Hjalti heldur ærunni þrátt fyrir meint meðmælasvik á umsókn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. september 2017 06:00 Bréfin sem undirrituð eru af Benedikt Sveinssyni og Sveini Matthíassyni eru eins uppsett og með sömu dagsetningu. Ákvörðun um að veita Hjalta Sigurjóni Haukssyni uppreist æru stendur þrátt fyrir að svo virðist sem tvær af þremur umsögnum með umsókn hans hafi ekki verið skrifaðar í þeim tilgangi. Skila þarf inn tveimur vottorðum um góða hegðun frá valinkunnum einstaklingum, t.d. vinnuveitanda, þegar sótt er um uppreist æru til dómsmálaráðuneytisins. Lagaprófessor segir að þeir sem telji að bréf sín hafi verið misnotuð í þessum tilgangi gætu leitað til lögreglu.Benedikt Sveinsson veitti Hjalta umsögn.Vísir/HariKomið aftan að grandalausu fólki Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar ehf., sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann fullyrðir að hann hafi ekki skrifað meðmælabréf til handa Hjalta Sigurjóni vegna umsóknar hans um uppreist æru heldur hafi verið um að ræða meðmæli í vinnu þar sem hann væri að staðfesta að Hjalti hefði starfað hjá fyrirtækinu og hann gæti mælt með bílstjóra. „Það að þessi bréf voru notuð sem meðmæli um uppreist æru Hjalta var án minnar vitundar og samþykkis. Undirrituðum var aldrei tjáð að þessi bréf yrðu notuð í þeim tilgangi enda hefðu þau aldrei verið veitt sem slík,“ sagði Haraldur Þór í yfirlýsingunni og gagnrýndi forkastanleg vinnubrögð ráðuneytisins að koma með þessum hætti „aftan að grandalausu fólki“. Áður hafði Sveinn Matthíasson, yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum, sagt að í bréfinu sem hann hafi skrifað undir fyrir Hjalta hafi verið að finna texta sem hann neitar að hafa skrifað undir. Hann hafi aðeins skrifað undir bréf þar sem hann staðfesti hæfni Hjalta í starfi sem bílstjóra. Þriðji umsagnaraðilinn var svo Benedikt Sveinsson, eigandi Kynnisferða og faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem sagði í sinni yfirlýsingu að hann hefði skrifað undir bréf sem Hjalti hefði fært honum útfyllt.Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands.Vísir/VilhelmUndir Haraldi og Sveini komið Ef marka má yfirlýsingar Haralds og Sveins þá virðist þeim ekki hafa verið kunnugt um að bréfin sem þeir skrifuðu undir yrðu notuð í þeim tilgangi að aðstoða Hjalta, dæmdan barnaníðing, við að fá uppreist æru. Líklegt er þó að ákvörðunin um að veita Hjalta uppreist æru standi, nema bréfritarar taki til sinna ráða. „Þessi ákvörðun stendur á meðan ekki er leitt í ljós að lögð hafi verið fram hugsanlega fölsuð gögn. Þá þarf að vega og meta hvort beri að endurupptaka málið,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. „Ef þessir menn segjast aldrei hafa skrifað undir það sem það var notað í eða hafi því verið breytt hlýtur að hvíla á þeim að kæra það til lögreglu ef um skjalafals er að ræða. Það er eitt úrræði.“ Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Ákvörðun um að veita Hjalta Sigurjóni Haukssyni uppreist æru stendur þrátt fyrir að svo virðist sem tvær af þremur umsögnum með umsókn hans hafi ekki verið skrifaðar í þeim tilgangi. Skila þarf inn tveimur vottorðum um góða hegðun frá valinkunnum einstaklingum, t.d. vinnuveitanda, þegar sótt er um uppreist æru til dómsmálaráðuneytisins. Lagaprófessor segir að þeir sem telji að bréf sín hafi verið misnotuð í þessum tilgangi gætu leitað til lögreglu.Benedikt Sveinsson veitti Hjalta umsögn.Vísir/HariKomið aftan að grandalausu fólki Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar ehf., sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann fullyrðir að hann hafi ekki skrifað meðmælabréf til handa Hjalta Sigurjóni vegna umsóknar hans um uppreist æru heldur hafi verið um að ræða meðmæli í vinnu þar sem hann væri að staðfesta að Hjalti hefði starfað hjá fyrirtækinu og hann gæti mælt með bílstjóra. „Það að þessi bréf voru notuð sem meðmæli um uppreist æru Hjalta var án minnar vitundar og samþykkis. Undirrituðum var aldrei tjáð að þessi bréf yrðu notuð í þeim tilgangi enda hefðu þau aldrei verið veitt sem slík,“ sagði Haraldur Þór í yfirlýsingunni og gagnrýndi forkastanleg vinnubrögð ráðuneytisins að koma með þessum hætti „aftan að grandalausu fólki“. Áður hafði Sveinn Matthíasson, yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum, sagt að í bréfinu sem hann hafi skrifað undir fyrir Hjalta hafi verið að finna texta sem hann neitar að hafa skrifað undir. Hann hafi aðeins skrifað undir bréf þar sem hann staðfesti hæfni Hjalta í starfi sem bílstjóra. Þriðji umsagnaraðilinn var svo Benedikt Sveinsson, eigandi Kynnisferða og faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem sagði í sinni yfirlýsingu að hann hefði skrifað undir bréf sem Hjalti hefði fært honum útfyllt.Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands.Vísir/VilhelmUndir Haraldi og Sveini komið Ef marka má yfirlýsingar Haralds og Sveins þá virðist þeim ekki hafa verið kunnugt um að bréfin sem þeir skrifuðu undir yrðu notuð í þeim tilgangi að aðstoða Hjalta, dæmdan barnaníðing, við að fá uppreist æru. Líklegt er þó að ákvörðunin um að veita Hjalta uppreist æru standi, nema bréfritarar taki til sinna ráða. „Þessi ákvörðun stendur á meðan ekki er leitt í ljós að lögð hafi verið fram hugsanlega fölsuð gögn. Þá þarf að vega og meta hvort beri að endurupptaka málið,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. „Ef þessir menn segjast aldrei hafa skrifað undir það sem það var notað í eða hafi því verið breytt hlýtur að hvíla á þeim að kæra það til lögreglu ef um skjalafals er að ræða. Það er eitt úrræði.“
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48
Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34