Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 17:09 Viðreisn hafði ekki gefið út hvort að hún myndi taka þátt í starfsstjórn eftir stjórnarslitin. Vísir/Anton brink Ráðgjafaráð Viðreisnar telur nauðsynlegt að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga. Það telur einnig rétt að Viðreisn taki þátt í starfsstjórn. Í ályktun sem ráðgjafaráðið sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að það telji að ráðherrum flokksins sé rétt og skylt að verða við tilmælum forseta um að sitja áfram í ráðuneytum sínum enda byggi það á langri stjórnskipulegri hefð á vesturlöndum. „Jafnframt ítrekar ráðið að nauðsynlegt sé að embættisfærsla ráðherra í málum sem leiddu til stjórnarslitanna verði rannsökuð og að niðurstaða liggi fyrir áður en gengið verður til kosninga,“ segir í ályktuninni. Vísar ráðið þar til uppljóstrana um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir uppreist æru dæmds barnaníðings á sama tíma og ráðuneyti hennar hafnaði að opinbera upplýsingar um hverjir hefðu skrifað undir slík meðmæli. Ráðgjafaráðsfundinn sóttu yfir 40 manns úr stjórn Viðreisnar, þingflokknum, varaþingmenn, formenn málefnanefnda, stjórnir landshlutaráða og stjórn ungliðahreyfingarinnar.Brynjar ekki aukið traust með yfirlýsingum sínum Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, segir við Vísi að flokksmenn telji rétt að rannsóknin fari fram á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin ætti að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og ganga úr skugga um að allt sé uppi á borðum. „Það verði þá yfir allan vafa hafið að allar upplýsingar um málsmeðferðina hafi komið fram,“ segir Þorsteinn við Vísi. Telur hann það eðilega kröfu sem almenningar og fórnarlömb eigi skilið að fá uppfyllta. Niðurstaða rannsóknarinnar ætti að liggja fyrir vel tímanlega fyrir kosningar. Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hann hélt á málum þegar nefndin fjallaði um uppreist æru Roberts Downey fyrr í sumar. Þorsteinn telur að rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar ætti að fara fram undir formennsku annars þingmanns. „Það hefur verið mjög gagnrýnt hvernig haldið var á málinu á sínum tíma. Hans yfirlýsingar um málið hafa heldur ekki verið til þess fallnar að auka á traust til hans um að þarna yrði vel haldið á málum og ríkur vilji væri til að upplýsa málið að fullu,“ segir Þorsteinn.Fréttin hefur verið uppfærð með ummælum Þorsteins Víglundssonar. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Ráðgjafaráð Viðreisnar telur nauðsynlegt að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga. Það telur einnig rétt að Viðreisn taki þátt í starfsstjórn. Í ályktun sem ráðgjafaráðið sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að það telji að ráðherrum flokksins sé rétt og skylt að verða við tilmælum forseta um að sitja áfram í ráðuneytum sínum enda byggi það á langri stjórnskipulegri hefð á vesturlöndum. „Jafnframt ítrekar ráðið að nauðsynlegt sé að embættisfærsla ráðherra í málum sem leiddu til stjórnarslitanna verði rannsökuð og að niðurstaða liggi fyrir áður en gengið verður til kosninga,“ segir í ályktuninni. Vísar ráðið þar til uppljóstrana um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir uppreist æru dæmds barnaníðings á sama tíma og ráðuneyti hennar hafnaði að opinbera upplýsingar um hverjir hefðu skrifað undir slík meðmæli. Ráðgjafaráðsfundinn sóttu yfir 40 manns úr stjórn Viðreisnar, þingflokknum, varaþingmenn, formenn málefnanefnda, stjórnir landshlutaráða og stjórn ungliðahreyfingarinnar.Brynjar ekki aukið traust með yfirlýsingum sínum Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, segir við Vísi að flokksmenn telji rétt að rannsóknin fari fram á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin ætti að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og ganga úr skugga um að allt sé uppi á borðum. „Það verði þá yfir allan vafa hafið að allar upplýsingar um málsmeðferðina hafi komið fram,“ segir Þorsteinn við Vísi. Telur hann það eðilega kröfu sem almenningar og fórnarlömb eigi skilið að fá uppfyllta. Niðurstaða rannsóknarinnar ætti að liggja fyrir vel tímanlega fyrir kosningar. Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hann hélt á málum þegar nefndin fjallaði um uppreist æru Roberts Downey fyrr í sumar. Þorsteinn telur að rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar ætti að fara fram undir formennsku annars þingmanns. „Það hefur verið mjög gagnrýnt hvernig haldið var á málinu á sínum tíma. Hans yfirlýsingar um málið hafa heldur ekki verið til þess fallnar að auka á traust til hans um að þarna yrði vel haldið á málum og ríkur vilji væri til að upplýsa málið að fullu,“ segir Þorsteinn.Fréttin hefur verið uppfærð með ummælum Þorsteins Víglundssonar.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira