Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2017 22:17 Trump og repúblikanar skilja ekki loftslagsvísindi og hafa ætlað að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Vísir/AFP Talsmaður Hvíta hússins hafnar því að ríkisstjórn Donalds Trump hafi breytt um afstöðu gagnvart Parísarsamkomulaginu. Wall Street Journal heldur því fram að fulltrúi Bandaríkjastjórnar hafi tilkynnt þetta á ráðherrafundi þrjátíu ríkja í Montreal í Kanada í dag. Upphaflega vitnaði blaðið í Miguel Arias Cañete, loftslags- og orkumálastjóri Evrópusambandsins, sem sagði að fulltrúi bandarískra stjórnvalda hefði kynnt þessa óvæntu stefnubreytingu á lokuðum fundi í dag. „Bandaríkin hafa gefið það út að þau ætli ekki að semja um Parísarsamkomulagið upp á nýtt en þau ætla að reyna að fara yfir forsendurnar sem þau væru til í að taka þátt í samkomulaginu á,“ sagði Cañete, að sögn Wall Street Journal. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, bar fréttirnar þó til baka nú í kvöld. „Það hefur engin breyting orðið á afstöðu Bandaríkjanna til Parísarsamkomulagsins. Eins og forsetinn hefur gert kirfilega ljóst ætla Bandaríkin að draga sig út nema að við getum skrifað aftur undir á skilmálum sem eru hagstæðari landi okkar,“ sagði hún í yfirlýsingu vegna fréttanna. Politico hefur eftir ónefndum bandarískum embættismönnum að erlendir erindrekar hafi rangtúlkað orð fulltrúa Bandaríkjanna á loftslagsfundinum í Montreal.Neitunin útilokar ekki endilega áframhaldandi þátttökuYfirlýsing Huckabee Sanders virðist þó ekki taka af öll tvímæli um hvort að Bandaríkin gætu tekið áfram þátt í Parísarsamkomulaginu. Í henni kemur aðeins fram að afstaða stjórnarinnar hafi ekki breyst. Sú afstaða hefur meðal annars verið sú að áframhaldandi þátttaka á öðrum forsendum gæti verið möguleg. Í frétt Wall Street Journal var gengið út frá þeirri forsendu að Bandaríkin gætu haldið sig við samkomulagið en dregið úr markmiðunum sem Barack Obama setti í forsetatíð sinni.Sarah Huckabee Sanders er blaðafulltrúi Hvíta hússins.Vísir/EPAJafnvel þó að sú yrði raunin er óljóst hverju það muni skila baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Bandaríkin eru stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda sögulega séð en aðeins Kínverjar losa meira nú um stundir. Dragi þau verulega úr metnaði sínum væri það þungt högg fyrir tilraunir manna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og forðast þannig verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.Gerði lítið úr tengslum loftslagsbreytinga við fellibyljinaTrump tilkynnti í júní að hann hygðist draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Hefur sú ákvörðun verið fordæmd af þjóðarleiðtogum, ríkis- og borgarstjórum stórra borga innan Bandaríkjanna og stórum fyrirtækjum. Hugmyndir Trump virðast um loftslagsbreytingar virðast einnig lítið hafa breyst frá því að hann lýsti þeim sem kínversku „gabbi“. Þegar hann var spurður að því hvort að að tveir stórir fellibyljir, Harvey og Irma, sem hafa gengið á land með skömmu millibili hafi breytt skoðunum hans á loftslagsbreytingum sagði forsetinn að stærri stormar hafi gengið yfir Bandaríkin. Þrátt fyrir það fór Trump mikinn á Twitter á meðan fellibyljirnir tveir voru í gangi og lýsti því hversu stórir þeir væru á sögulegan mælikvarða, jafnvel þeir stærstu sem sést hefðu, eins og fram kemur í frétt Washington Post.Fréttin og fyrirsögn hennar var uppfærð eftir að greint var frá yfirlýsingu Hvíta hússins vegna fréttar WSJ. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Merkel setur loftslagsbreytingar á oddinn fyrir fund G20 Kanslari Þýskalands gerir ráð fyrir erfiðum viðræðum á G20-fundinum í næstu viku vegna ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar annars vegar og leiðtoga annarra iðnríkja hins vegar á loftslagsvandann. Merkel segir að loftslagsbreytingar verði í brennidepli á fundinum. 29. júní 2017 12:06 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Talsmaður Hvíta hússins hafnar því að ríkisstjórn Donalds Trump hafi breytt um afstöðu gagnvart Parísarsamkomulaginu. Wall Street Journal heldur því fram að fulltrúi Bandaríkjastjórnar hafi tilkynnt þetta á ráðherrafundi þrjátíu ríkja í Montreal í Kanada í dag. Upphaflega vitnaði blaðið í Miguel Arias Cañete, loftslags- og orkumálastjóri Evrópusambandsins, sem sagði að fulltrúi bandarískra stjórnvalda hefði kynnt þessa óvæntu stefnubreytingu á lokuðum fundi í dag. „Bandaríkin hafa gefið það út að þau ætli ekki að semja um Parísarsamkomulagið upp á nýtt en þau ætla að reyna að fara yfir forsendurnar sem þau væru til í að taka þátt í samkomulaginu á,“ sagði Cañete, að sögn Wall Street Journal. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, bar fréttirnar þó til baka nú í kvöld. „Það hefur engin breyting orðið á afstöðu Bandaríkjanna til Parísarsamkomulagsins. Eins og forsetinn hefur gert kirfilega ljóst ætla Bandaríkin að draga sig út nema að við getum skrifað aftur undir á skilmálum sem eru hagstæðari landi okkar,“ sagði hún í yfirlýsingu vegna fréttanna. Politico hefur eftir ónefndum bandarískum embættismönnum að erlendir erindrekar hafi rangtúlkað orð fulltrúa Bandaríkjanna á loftslagsfundinum í Montreal.Neitunin útilokar ekki endilega áframhaldandi þátttökuYfirlýsing Huckabee Sanders virðist þó ekki taka af öll tvímæli um hvort að Bandaríkin gætu tekið áfram þátt í Parísarsamkomulaginu. Í henni kemur aðeins fram að afstaða stjórnarinnar hafi ekki breyst. Sú afstaða hefur meðal annars verið sú að áframhaldandi þátttaka á öðrum forsendum gæti verið möguleg. Í frétt Wall Street Journal var gengið út frá þeirri forsendu að Bandaríkin gætu haldið sig við samkomulagið en dregið úr markmiðunum sem Barack Obama setti í forsetatíð sinni.Sarah Huckabee Sanders er blaðafulltrúi Hvíta hússins.Vísir/EPAJafnvel þó að sú yrði raunin er óljóst hverju það muni skila baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Bandaríkin eru stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda sögulega séð en aðeins Kínverjar losa meira nú um stundir. Dragi þau verulega úr metnaði sínum væri það þungt högg fyrir tilraunir manna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og forðast þannig verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.Gerði lítið úr tengslum loftslagsbreytinga við fellibyljinaTrump tilkynnti í júní að hann hygðist draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Hefur sú ákvörðun verið fordæmd af þjóðarleiðtogum, ríkis- og borgarstjórum stórra borga innan Bandaríkjanna og stórum fyrirtækjum. Hugmyndir Trump virðast um loftslagsbreytingar virðast einnig lítið hafa breyst frá því að hann lýsti þeim sem kínversku „gabbi“. Þegar hann var spurður að því hvort að að tveir stórir fellibyljir, Harvey og Irma, sem hafa gengið á land með skömmu millibili hafi breytt skoðunum hans á loftslagsbreytingum sagði forsetinn að stærri stormar hafi gengið yfir Bandaríkin. Þrátt fyrir það fór Trump mikinn á Twitter á meðan fellibyljirnir tveir voru í gangi og lýsti því hversu stórir þeir væru á sögulegan mælikvarða, jafnvel þeir stærstu sem sést hefðu, eins og fram kemur í frétt Washington Post.Fréttin og fyrirsögn hennar var uppfærð eftir að greint var frá yfirlýsingu Hvíta hússins vegna fréttar WSJ.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Merkel setur loftslagsbreytingar á oddinn fyrir fund G20 Kanslari Þýskalands gerir ráð fyrir erfiðum viðræðum á G20-fundinum í næstu viku vegna ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar annars vegar og leiðtoga annarra iðnríkja hins vegar á loftslagsvandann. Merkel segir að loftslagsbreytingar verði í brennidepli á fundinum. 29. júní 2017 12:06 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30
Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00
Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27
Merkel setur loftslagsbreytingar á oddinn fyrir fund G20 Kanslari Þýskalands gerir ráð fyrir erfiðum viðræðum á G20-fundinum í næstu viku vegna ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar annars vegar og leiðtoga annarra iðnríkja hins vegar á loftslagsvandann. Merkel segir að loftslagsbreytingar verði í brennidepli á fundinum. 29. júní 2017 12:06
Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49