Björt framtíð verður með í starfsstjórn Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 17:30 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á Bessastöðum í dag. Vísir/Daníel Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir ráðherra flokksins ætla að sitja í starfsstjórn fram að kosningum. Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú.Munu axla ábyrgð á ráðuneytunum Óttarr ræddi stöðuna eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að hann myndi sjálfur, ásamt Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra, sitja í starfsstjórn fram að kosningum, sem líklega fara fram 4. nóvember. „Forsetinn hefur farið fram á að við sitjum í starfsstjórn, ég reikna með að við gerum það og öxlum ábyrgð á því að okkar ráðuneyti verði ekki höfuðlaus fram að því að ný ríkisstjórn er mynduð.” Aðspurður sagði Óttar að það yrði skrýtin tilfinning að sitja í starfsstjórn eftir að hafa gert tilraun til að láta samstarfið ganga upp, sem gekk að endingu ekki eins og kunnugt er. Hann sagði bæði sig og Björt hafa haft gaman að því að sitja í sínum embættum. Þá sagði hann þátttöku í starfsstjórn vera að beiðni forsetans og gerða til að halda stjórnskipulega hefð.Engin kosningabandalög í spilunum á þessu stigi Óttarr sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag með Viðreisn fyrir komandi kosningar eins og fyrir kosningarnar í fyrra, allt sé á fyrstu metrunum.Hvernig meturðu stöðu Bjartrar framtíðar núna? „Miðað við söguna þá er saga flokksins alltaf upp og niður, fram og til baka,“ sagði Óttar. „En við erum ánægð með okkur sjálf þótt að við séum í skrýtinni stöðu að slíta ríkisstjórn,“ sagði Óttar en bætti við að það hefði verið gert af prinsippástæðum og að Björt framtíð gengi hress til kosninga. Þá setur flokkurinn sig ekki upp á móti kosningadeginum 4. nóvember.En mun Björt framtíð starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum?„Ég get ekki sagt annað en að í dag sé það skrýtin tilhugsun.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36 Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Óttarr: „Prinsipp í mannréttindum mikilvægari en stólar og völd“ Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata sammála um að Sjálfstæðisflokkur þurfi að endurskoða kúltúr sinn. 16. september 2017 13:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir ráðherra flokksins ætla að sitja í starfsstjórn fram að kosningum. Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú.Munu axla ábyrgð á ráðuneytunum Óttarr ræddi stöðuna eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að hann myndi sjálfur, ásamt Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra, sitja í starfsstjórn fram að kosningum, sem líklega fara fram 4. nóvember. „Forsetinn hefur farið fram á að við sitjum í starfsstjórn, ég reikna með að við gerum það og öxlum ábyrgð á því að okkar ráðuneyti verði ekki höfuðlaus fram að því að ný ríkisstjórn er mynduð.” Aðspurður sagði Óttar að það yrði skrýtin tilfinning að sitja í starfsstjórn eftir að hafa gert tilraun til að láta samstarfið ganga upp, sem gekk að endingu ekki eins og kunnugt er. Hann sagði bæði sig og Björt hafa haft gaman að því að sitja í sínum embættum. Þá sagði hann þátttöku í starfsstjórn vera að beiðni forsetans og gerða til að halda stjórnskipulega hefð.Engin kosningabandalög í spilunum á þessu stigi Óttarr sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag með Viðreisn fyrir komandi kosningar eins og fyrir kosningarnar í fyrra, allt sé á fyrstu metrunum.Hvernig meturðu stöðu Bjartrar framtíðar núna? „Miðað við söguna þá er saga flokksins alltaf upp og niður, fram og til baka,“ sagði Óttar. „En við erum ánægð með okkur sjálf þótt að við séum í skrýtinni stöðu að slíta ríkisstjórn,“ sagði Óttar en bætti við að það hefði verið gert af prinsippástæðum og að Björt framtíð gengi hress til kosninga. Þá setur flokkurinn sig ekki upp á móti kosningadeginum 4. nóvember.En mun Björt framtíð starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum?„Ég get ekki sagt annað en að í dag sé það skrýtin tilhugsun.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36 Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Óttarr: „Prinsipp í mannréttindum mikilvægari en stólar og völd“ Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata sammála um að Sjálfstæðisflokkur þurfi að endurskoða kúltúr sinn. 16. september 2017 13:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25
Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43
Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36
Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30
Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26
Óttarr: „Prinsipp í mannréttindum mikilvægari en stólar og völd“ Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata sammála um að Sjálfstæðisflokkur þurfi að endurskoða kúltúr sinn. 16. september 2017 13:20