Stjórnarslitin skóku verðbréfamarkaði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. september 2017 06:00 Fjárfestar tóku ekki vel í fregnir af stjórnarslitum í gær. Til marks um það féllu hlutabréf nánast allra félaganna í Kauphöllinni í verði. vísir/stefán Fjárfestar brugðust harkalega við fregnum af stjórnarslitum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. Tugir milljarða króna gufuðu upp á hluta- og skuldabréfamörkuðum og gengi krónunnar veiktist verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum viðskiptaríkja landsins. „Þetta var eins og blóðbað,“ segir verðbréfamiðlari sem Fréttablaðið ræddi við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir áhyggjur af minni stöðugleika í hagstjórninni og pólitíska óvissu hafa stuðlað að verðlækkunum gærdagsins. Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hækkaði verulega í viðskiptum á skuldabréfamarkaði í gær. Rauk hún til að mynda upp um 40 til 50 punkta í helstu óverðtryggðu skuldabréfaflokkunum sem þýðir að fjárfestar búast við aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Viðmælendur Fréttablaðsins segja langt síðan annars eins titrings hafi gætt á skuldabréfamarkaði. Hlutabréf nánast allra skráðu félaganna í Kauphöllinni lækkuðu í verði í gær og fór úrvalsvísitalan, OMXI8, niður um liðlega 2,9 prósent. Hlutabréf í fasteignafélaginu Eik lækkuðu hvað mest í verði eða um rúm 5 prósent en þar á eftir komu bréf í sjávarútvegsfélaginu HB Granda, sem féllu um 3,8 prósent, og í olíufélaginu N1, sem lækkuðu um 3,6 prósent. Gengi bréfa flestra félaganna hríðféll um leið og markaðir opnuðu í gærmorgun – og fóru bréf í HB Granda til að mynda niður um 6 prósent – en lækkanirnar gengu að einhverju leyti til baka eftir hádegi. Til viðbótar veiktist gengi krónunnar umtalsvert gagnvart gjaldmiðlum helstu viðskiptaríkja Íslands. Veiktist gengið um 1,5 prósent gagnvart evru, 0,8 prósent gagnvart Bandaríkjadal og 2,2 prósent gagnvart breska pundinu, svo nokkur dæmi séu tekin.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur ÍslandsbankaJón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir það ekki koma á óvart að markaðir skuli lækka við tíðindi á borð við stjórnarslit, sérstaklega þegar þau bera brátt að. Hann segir mikilvægt að hafa tvennt í huga. „Annars vegar vorum við með, þangað til í gær, ríkisstjórn sem virtist ætla að leggja áherslu á aðhaldssama og markaðsvæna ríkisfjármálastefnu, með aðhaldi í ríkisfjármálum, hóflegri útgáfu ríkisverðbréfa og jákvæðni gagnvart atvinnulífinu og mörkuðum. Allt eru þetta þættir sem eru til þess fallnir að styðja við markaði. Það má segja að almennt þegar ríkisstjórnir sem eru hægra megin í pólitíska litrófinu komast til valda líta markaðir það að jafnaði jákvæðum augum, en öfugt þegar slíkar ríkisstjórnir fara frá völdum. Hins vegar bætist nú við óvissa um hver þróunin verði á hinu pólitíska sviði. Og óvissa sem slík hefur alltaf neikvæð áhrif á markaði. Þetta tvennt, áhyggjur af minni stöðugleika í hagstjórninni og pólitísk óvissa, virðist nú leggjast á eitt og valda þessari lækkun á hlutabréfum og skuldabréfum sem við höfum séð,“ segir hann. Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS greiningu, segir viðbrögð markaðarins hafa verið sterkari en fyrir fram mátti búast við. „Aukin pólitísk óvissa er vissulega verðlækkandi á fjármálamörkuðum en það kom okkur samt á óvart hve sterk viðbrögðin voru. Mér finnst þetta að einhverju leyti vera eins og stormur í vatnsglasi og hef trú á því að markaðurinn eigi eftir að jafna sig að einhverju leyti. Viðbrögð við tíðindum sem þessum eru oft hörðust fyrst en síðan dregur úr þeim,“ segir hann. Jóhann Viðar bendir á að lítil velta hafi oft verið á hlutabréfamarkaði undanfarnar vikur og eftirspurnarhliðin verið fremur veik. Lítið hafi því þurft til þess að ýta honum niður á við. „Viðbrögðin í gær eru kannski einkenni þess hvað markaðurinn er veikburða.“ Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Fjárfestar brugðust harkalega við fregnum af stjórnarslitum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. Tugir milljarða króna gufuðu upp á hluta- og skuldabréfamörkuðum og gengi krónunnar veiktist verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum viðskiptaríkja landsins. „Þetta var eins og blóðbað,“ segir verðbréfamiðlari sem Fréttablaðið ræddi við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir áhyggjur af minni stöðugleika í hagstjórninni og pólitíska óvissu hafa stuðlað að verðlækkunum gærdagsins. Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hækkaði verulega í viðskiptum á skuldabréfamarkaði í gær. Rauk hún til að mynda upp um 40 til 50 punkta í helstu óverðtryggðu skuldabréfaflokkunum sem þýðir að fjárfestar búast við aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Viðmælendur Fréttablaðsins segja langt síðan annars eins titrings hafi gætt á skuldabréfamarkaði. Hlutabréf nánast allra skráðu félaganna í Kauphöllinni lækkuðu í verði í gær og fór úrvalsvísitalan, OMXI8, niður um liðlega 2,9 prósent. Hlutabréf í fasteignafélaginu Eik lækkuðu hvað mest í verði eða um rúm 5 prósent en þar á eftir komu bréf í sjávarútvegsfélaginu HB Granda, sem féllu um 3,8 prósent, og í olíufélaginu N1, sem lækkuðu um 3,6 prósent. Gengi bréfa flestra félaganna hríðféll um leið og markaðir opnuðu í gærmorgun – og fóru bréf í HB Granda til að mynda niður um 6 prósent – en lækkanirnar gengu að einhverju leyti til baka eftir hádegi. Til viðbótar veiktist gengi krónunnar umtalsvert gagnvart gjaldmiðlum helstu viðskiptaríkja Íslands. Veiktist gengið um 1,5 prósent gagnvart evru, 0,8 prósent gagnvart Bandaríkjadal og 2,2 prósent gagnvart breska pundinu, svo nokkur dæmi séu tekin.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur ÍslandsbankaJón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir það ekki koma á óvart að markaðir skuli lækka við tíðindi á borð við stjórnarslit, sérstaklega þegar þau bera brátt að. Hann segir mikilvægt að hafa tvennt í huga. „Annars vegar vorum við með, þangað til í gær, ríkisstjórn sem virtist ætla að leggja áherslu á aðhaldssama og markaðsvæna ríkisfjármálastefnu, með aðhaldi í ríkisfjármálum, hóflegri útgáfu ríkisverðbréfa og jákvæðni gagnvart atvinnulífinu og mörkuðum. Allt eru þetta þættir sem eru til þess fallnir að styðja við markaði. Það má segja að almennt þegar ríkisstjórnir sem eru hægra megin í pólitíska litrófinu komast til valda líta markaðir það að jafnaði jákvæðum augum, en öfugt þegar slíkar ríkisstjórnir fara frá völdum. Hins vegar bætist nú við óvissa um hver þróunin verði á hinu pólitíska sviði. Og óvissa sem slík hefur alltaf neikvæð áhrif á markaði. Þetta tvennt, áhyggjur af minni stöðugleika í hagstjórninni og pólitísk óvissa, virðist nú leggjast á eitt og valda þessari lækkun á hlutabréfum og skuldabréfum sem við höfum séð,“ segir hann. Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS greiningu, segir viðbrögð markaðarins hafa verið sterkari en fyrir fram mátti búast við. „Aukin pólitísk óvissa er vissulega verðlækkandi á fjármálamörkuðum en það kom okkur samt á óvart hve sterk viðbrögðin voru. Mér finnst þetta að einhverju leyti vera eins og stormur í vatnsglasi og hef trú á því að markaðurinn eigi eftir að jafna sig að einhverju leyti. Viðbrögð við tíðindum sem þessum eru oft hörðust fyrst en síðan dregur úr þeim,“ segir hann. Jóhann Viðar bendir á að lítil velta hafi oft verið á hlutabréfamarkaði undanfarnar vikur og eftirspurnarhliðin verið fremur veik. Lítið hafi því þurft til þess að ýta honum niður á við. „Viðbrögðin í gær eru kannski einkenni þess hvað markaðurinn er veikburða.“
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira