Blasti við að boða til kosninga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 17:27 Katrín Jakobsdóttir segir að boðun kosninga hafi verið augljósi kosturinn í stöðunni. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. Það hafi verið augljóst í umræðu um fjárlög, hælisleitendur og í málum um uppreist æru. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi síðdegis að hann vildi boða til kosninga. Það er í takt við skoðun annarra flokka en formenn þeirra hafa hver á fætur öðrum líst því sem besta kostinum í stöðunni. Katrín er ein þeirra.Mistök að vinna ekki breiðar saman „Ég tel að þetta hafi verið sá kostur sem blasti við í morgun, að boða til kosninga. Að mörgu leyti hefur þetta mál kannski komið inn í ríkisstjórnarsamstarf sem var mjög brothætt fyrir,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin hafði eins þingsmanns meirihluta á Alþingi og segir Katrín ríkisstjórnina hafa gert mistök að nýta ekki tímann til að vinna breiðar saman á þinginu. Bjarni gagnrýndi harðlega Bjarta framtíð fyrir að stökkva frá borði í samstarfinu. Katrín segir að Björt framtíð verði sjálf að svara fyrir þá gagnrýni. Bjarni var sömuleiðis harðorður um aðra flokka og sagði þá fasta í sama fari og þeir voru í árið 2016 þegar erfiðlega gekk að mynda ríkisstjórn þar til Björt framtíð og Viðreisn stukku um borð með Sjálfstæðisflokknum.„Ástæðan fyrir því að það voru ekki margir möguleikar í spilunum er að það hefur verið mjög skýr víglína á milli stjórnarandstöðunnar og ríkisstjórnarflokkanna um uppbyggingu í heilbrigðis- og menntamálum, og svo ríkisfjármálastefnu,“ segir Katrín. Það séu einu átökin sem hafi verið frá áramótum en þau hafi verið mjög hörð. Fáum hugnist að vinna með Sjálfstæðisflokknum, nú eins og í fyrra.Vonast eftir breytti menningu er varðar kynferðisofbeldi„Það er mjög merkilegt að upplifa þá miklu samstöðu sem mun vonandi leiða til góðs með fórnarlömbum kynferðisofbeldis,“ segir Katrín um stöðu mála í þjóðfélaginu í dag. Hún segist, óháð allri flokkapólitík, að umræðan verði til þess að menningin breytist að því er varðar „hvernig við umgöngumst kynferðisofbeldi.“Um er að ræða þriðja ríkisstjórnarsamstarfið sem upp úr slitnar undanfarin áratug. Um er að ræða stysta tíma sem ríkisstjórn hefur setið við völd, eða 247 daga. Eina ríkisstjórnin sem hélt velli var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við árið 2009 af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. Það hafi verið augljóst í umræðu um fjárlög, hælisleitendur og í málum um uppreist æru. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi síðdegis að hann vildi boða til kosninga. Það er í takt við skoðun annarra flokka en formenn þeirra hafa hver á fætur öðrum líst því sem besta kostinum í stöðunni. Katrín er ein þeirra.Mistök að vinna ekki breiðar saman „Ég tel að þetta hafi verið sá kostur sem blasti við í morgun, að boða til kosninga. Að mörgu leyti hefur þetta mál kannski komið inn í ríkisstjórnarsamstarf sem var mjög brothætt fyrir,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin hafði eins þingsmanns meirihluta á Alþingi og segir Katrín ríkisstjórnina hafa gert mistök að nýta ekki tímann til að vinna breiðar saman á þinginu. Bjarni gagnrýndi harðlega Bjarta framtíð fyrir að stökkva frá borði í samstarfinu. Katrín segir að Björt framtíð verði sjálf að svara fyrir þá gagnrýni. Bjarni var sömuleiðis harðorður um aðra flokka og sagði þá fasta í sama fari og þeir voru í árið 2016 þegar erfiðlega gekk að mynda ríkisstjórn þar til Björt framtíð og Viðreisn stukku um borð með Sjálfstæðisflokknum.„Ástæðan fyrir því að það voru ekki margir möguleikar í spilunum er að það hefur verið mjög skýr víglína á milli stjórnarandstöðunnar og ríkisstjórnarflokkanna um uppbyggingu í heilbrigðis- og menntamálum, og svo ríkisfjármálastefnu,“ segir Katrín. Það séu einu átökin sem hafi verið frá áramótum en þau hafi verið mjög hörð. Fáum hugnist að vinna með Sjálfstæðisflokknum, nú eins og í fyrra.Vonast eftir breytti menningu er varðar kynferðisofbeldi„Það er mjög merkilegt að upplifa þá miklu samstöðu sem mun vonandi leiða til góðs með fórnarlömbum kynferðisofbeldis,“ segir Katrín um stöðu mála í þjóðfélaginu í dag. Hún segist, óháð allri flokkapólitík, að umræðan verði til þess að menningin breytist að því er varðar „hvernig við umgöngumst kynferðisofbeldi.“Um er að ræða þriðja ríkisstjórnarsamstarfið sem upp úr slitnar undanfarin áratug. Um er að ræða stysta tíma sem ríkisstjórn hefur setið við völd, eða 247 daga. Eina ríkisstjórnin sem hélt velli var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við árið 2009 af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira