Innlent

Bjarni Benediktsson ætlar að tjá sig á blaðamannafundi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Vísir/Anton Brink
Þingfundur Sjálfstæðisflokksins sem hófst í Valhöll klukkan 11 í morgun stendur enn yfir. Þar hafa þingmenn flokksins rætt stöðu mála í ljósi þess að ríkisstjórnin er öll. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði fyrir fundinn að það væri margt sem hann vildi koma á framfæri. 

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp.

Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.

Uppfært klukkan 14:01

Fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll er lokið en nokkrir þingmenn hafa yfirgefið fundinn. Bjarni Benediktsson mun ræða við fjölmiðla á blaðamannafundi sem boðaður verður síðar í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi.

Uppfært klukkan 17:15

Upptöku af blaðamannafundi Bjarna má sjá hér fyrir neðan.


Hér fyrir neðan má fylgjast með Vaktinni á Vísi, þar sem helstu vendingar málsins koma fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×