Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2017 06:09 Benedikt Jóhannesson vill að þingheimur endurnýi umboð sitt Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, greindi öðrum flokksformönnum ríkisstjórnarinnar frá því á mánudag að faðir hans hefði veitt meðmæli í máli tengdu uppreist æru. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Bjarni hafi þó ekki greint nánar frá því hvaða máli meðmælin tengdust og þvertók hann fyrir að það kynni að gera hann vanhæfan í einhverjum málum. Hann hefði ekki komið nálægt málinu sjálfur. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 87 prósent þeirra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar sem tóku afstöðu kusu að slíta stjórnarsamstarfinu. Að neðan má heyra viðtal við Benedikt úr Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann upplifir ekki sama trúnaðarbrest og Björt framtíð eftir samtal sitt við Bjarna Ben í gærkvöldi.Benedikt segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann virði ákvörðun Bjartrar framtíðar, hver taki ákvörðun fyrir sig þegar menn eigi í samstarfi og allir verði að stjórna sér sjálfir. Hann bætir við að stjórnarslit höfðu ekki verið formlega rædd innan Viðreisnar þó einstaka flokks- eða þingmenn kunni að hafa velt því fyrir sér.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherrans dropinn sem fyllti mælinn Hann segist ekki hafa upplifað fregnir af því að dómsmálaráðherra hafi tjáð Bjarna í júlí að faðir hans hafi veitt dæmdum barnaníðingi meðmæli sem trúnaðarbrest eins og stjórn Bjartrar framtíðar. Hann hafi rætt málið við forsætisráðherra og af skýringum hans að dæma upplifi Benedikt málið ekki þannig. Hann hafi þó ekkert vitað um samskipti dóms- og forsætisráðherra fyrr en að hann heyrði af þeim í fréttum í gærkvöldi.Viðreisn sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem fram kom að flokkurinn vill kosningar sem fyrst. Eftir átta vikna stapp við að berja saman ríkisstjórnarsamstarf í vor sé það rökréttast að þingheimur endurnýi umboð sitt. Fáir aðrir kostir séu í stöðunni.Einhver verði að stjórna landinu Benedikt hló í samtali við Ríkisútvarpið spurður um hvort dagskrá þingsins, þar sem fjallað verður um fjárlög á morgun, komi til með að standast í ljósi tíðinda næturinnar. „Ég satt að segja veit það nú ekki. Það getur nú verið að menn hafi um annað að ræða núna á eftir. Við skulum sjá til hvað verður úr því en það verður auðvitað að undirbúa fjárlög. Það verður að vera einhver stjórn á landinu,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, greindi öðrum flokksformönnum ríkisstjórnarinnar frá því á mánudag að faðir hans hefði veitt meðmæli í máli tengdu uppreist æru. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Bjarni hafi þó ekki greint nánar frá því hvaða máli meðmælin tengdust og þvertók hann fyrir að það kynni að gera hann vanhæfan í einhverjum málum. Hann hefði ekki komið nálægt málinu sjálfur. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 87 prósent þeirra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar sem tóku afstöðu kusu að slíta stjórnarsamstarfinu. Að neðan má heyra viðtal við Benedikt úr Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann upplifir ekki sama trúnaðarbrest og Björt framtíð eftir samtal sitt við Bjarna Ben í gærkvöldi.Benedikt segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann virði ákvörðun Bjartrar framtíðar, hver taki ákvörðun fyrir sig þegar menn eigi í samstarfi og allir verði að stjórna sér sjálfir. Hann bætir við að stjórnarslit höfðu ekki verið formlega rædd innan Viðreisnar þó einstaka flokks- eða þingmenn kunni að hafa velt því fyrir sér.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherrans dropinn sem fyllti mælinn Hann segist ekki hafa upplifað fregnir af því að dómsmálaráðherra hafi tjáð Bjarna í júlí að faðir hans hafi veitt dæmdum barnaníðingi meðmæli sem trúnaðarbrest eins og stjórn Bjartrar framtíðar. Hann hafi rætt málið við forsætisráðherra og af skýringum hans að dæma upplifi Benedikt málið ekki þannig. Hann hafi þó ekkert vitað um samskipti dóms- og forsætisráðherra fyrr en að hann heyrði af þeim í fréttum í gærkvöldi.Viðreisn sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem fram kom að flokkurinn vill kosningar sem fyrst. Eftir átta vikna stapp við að berja saman ríkisstjórnarsamstarf í vor sé það rökréttast að þingheimur endurnýi umboð sitt. Fáir aðrir kostir séu í stöðunni.Einhver verði að stjórna landinu Benedikt hló í samtali við Ríkisútvarpið spurður um hvort dagskrá þingsins, þar sem fjallað verður um fjárlög á morgun, komi til með að standast í ljósi tíðinda næturinnar. „Ég satt að segja veit það nú ekki. Það getur nú verið að menn hafi um annað að ræða núna á eftir. Við skulum sjá til hvað verður úr því en það verður auðvitað að undirbúa fjárlög. Það verður að vera einhver stjórn á landinu,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Finnst fráleitt að Hjalti hafi sjálfur skrifað bréfið sem faðir forsætisráðherra undirritaði Kona sem sætti kynferðisofbeldi af hálfu Hjalta Sigurjóns Haukssonar segir það sýna hversu fáránlegt umsóknarferlið um uppreist æru sé að ekki hafi verið gengið úr skugga um að faðir forsætisráðherra hefði í raun skrifað meðmæli. 15. september 2017 06:00 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48
Finnst fráleitt að Hjalti hafi sjálfur skrifað bréfið sem faðir forsætisráðherra undirritaði Kona sem sætti kynferðisofbeldi af hálfu Hjalta Sigurjóns Haukssonar segir það sýna hversu fáránlegt umsóknarferlið um uppreist æru sé að ekki hafi verið gengið úr skugga um að faðir forsætisráðherra hefði í raun skrifað meðmæli. 15. september 2017 06:00
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06