Tólfumenn vilja farga treyjum sínum vegna Henson-merkingar Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2017 11:27 Treyjurnar leika stórt hlutverk í starfi Tólfunnar en nokkrir þeirra vilja ekki klæðast treyjum sem merktar eru Henson. visir/vilhelm Hörðustu stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þeir í Tólfunni, eru í standandi vandræðum vegna þess að treyjur félagsskaparins eru kyrfilega merktar Henson. Vilja sumir ganga svo langt að farga treyjunum. „Ég fæ æluna þegar ég sé þetta Henson merki. Ruslið verður það,“ segir einn þeirra, Auðunn Freyr Kristjánsson á netinu.Einkennisbúningur Tólfunnar.Tólfan klæðist treyjum sem framleiddar eru af fyrirtæki Halldórs Einarssonar, Henson, og eru kyrfilega merktar sem slíkar. Eins og Vísir greindi frá er Halldór er einn þeirra sem er ábekingur Roberts Downey á umsókn hans um uppreist æru.Halldór hefur tjáð Vísi að hann harmi að tengjast málinu. Á netinu hefur borið á harðorðum ummælum þess efnis að sniðganga beri Henson vegna málsins. Og Halldór, sem jafnan er nefndur Henson og var áður í hávegum hafður meðal knattspyrnuáhugamannanna, nú virðist það liðin tíð. Gaui Þorsteins, körfuboltafrömuður með meiru á Ísafirði, leggur orð í belg vegna þessa. Sitt sýnist hverjum. Um er að ræða eitt helsta hitamáli samfélagsins í dag, mál sem meðal annars setti mark sitt á umræður á Alþingi í gærkvöldi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Katrín Jakobsdóttir formaður VG var til að mynda meðal þeirra sem gerði sér mat úr því í ræðu sinni við það tækifæri. Og forseti Íslands gerði þetta að einu helst atriði í sinni ræðu við setningu þingsins. Málið fer þannig um alla stigu samfélagsins og hefur margvísleg áhrif. Tólfan tengist þessu sem fyrr segir og eru nú heitar umræður um þetta innan þeirra raða. Enda spila treyjurnarstórt hlutverk í öllum aðgerðum félagsskaparins.„Hvað er svo framhaldið? Setja tippex yfir þetta eða beint í ruslið? Manni þykir nú ansi vænt um þessa treyju,“ segir Auðunn Freyr Kristjánsson á Facebook. Félagi hans í Tólfunni, Gunnar Örn Jóhannsson, er klár í sinni afstöðu: „Sorry, ég fer ekki aftur í mína,“ segir hann og Auðunn Freyr tekur undir þetta: Það er nefnilega málið. Pálmi Gunnlaugur Hjaltason segir að sem Tólfumaður vilji hann ekki hafa afskipti af stjórnmálum og það tengist ekki íslenska landsliðinu. „Tólfan er meira en treyja,“ segir hann. Og Jóhann Ingi Norðfjörð segir algert dómgreindarleysi að skrifa undir þessa umsókn Róberts. En, „Halldór er toppmaður sem ég efast ekki um að neinn sem hefur honum kynnst geti annað sagt. Sé ekki ástæðu til að taka Henson merkið af lífi hér á netinu heldur bíða og sjá.“ Vísi hefur ekki tekist að ná tali af forsvarsmönnum Tólfunnar til að fá úr því skorið hvort fyrir liggi formleg afstaða félagsins til þessa álitaefnis. Uppreist æru Tengdar fréttir Halldór harmar að hafa blandast inn í mál Robert Downey: „Ég er sjálfur faðir“ Halldór Einarsson eigandi Hanson var einn þeirra þriggja sem skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru. 12. september 2017 20:30 Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Hörðustu stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þeir í Tólfunni, eru í standandi vandræðum vegna þess að treyjur félagsskaparins eru kyrfilega merktar Henson. Vilja sumir ganga svo langt að farga treyjunum. „Ég fæ æluna þegar ég sé þetta Henson merki. Ruslið verður það,“ segir einn þeirra, Auðunn Freyr Kristjánsson á netinu.Einkennisbúningur Tólfunnar.Tólfan klæðist treyjum sem framleiddar eru af fyrirtæki Halldórs Einarssonar, Henson, og eru kyrfilega merktar sem slíkar. Eins og Vísir greindi frá er Halldór er einn þeirra sem er ábekingur Roberts Downey á umsókn hans um uppreist æru.Halldór hefur tjáð Vísi að hann harmi að tengjast málinu. Á netinu hefur borið á harðorðum ummælum þess efnis að sniðganga beri Henson vegna málsins. Og Halldór, sem jafnan er nefndur Henson og var áður í hávegum hafður meðal knattspyrnuáhugamannanna, nú virðist það liðin tíð. Gaui Þorsteins, körfuboltafrömuður með meiru á Ísafirði, leggur orð í belg vegna þessa. Sitt sýnist hverjum. Um er að ræða eitt helsta hitamáli samfélagsins í dag, mál sem meðal annars setti mark sitt á umræður á Alþingi í gærkvöldi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Katrín Jakobsdóttir formaður VG var til að mynda meðal þeirra sem gerði sér mat úr því í ræðu sinni við það tækifæri. Og forseti Íslands gerði þetta að einu helst atriði í sinni ræðu við setningu þingsins. Málið fer þannig um alla stigu samfélagsins og hefur margvísleg áhrif. Tólfan tengist þessu sem fyrr segir og eru nú heitar umræður um þetta innan þeirra raða. Enda spila treyjurnarstórt hlutverk í öllum aðgerðum félagsskaparins.„Hvað er svo framhaldið? Setja tippex yfir þetta eða beint í ruslið? Manni þykir nú ansi vænt um þessa treyju,“ segir Auðunn Freyr Kristjánsson á Facebook. Félagi hans í Tólfunni, Gunnar Örn Jóhannsson, er klár í sinni afstöðu: „Sorry, ég fer ekki aftur í mína,“ segir hann og Auðunn Freyr tekur undir þetta: Það er nefnilega málið. Pálmi Gunnlaugur Hjaltason segir að sem Tólfumaður vilji hann ekki hafa afskipti af stjórnmálum og það tengist ekki íslenska landsliðinu. „Tólfan er meira en treyja,“ segir hann. Og Jóhann Ingi Norðfjörð segir algert dómgreindarleysi að skrifa undir þessa umsókn Róberts. En, „Halldór er toppmaður sem ég efast ekki um að neinn sem hefur honum kynnst geti annað sagt. Sé ekki ástæðu til að taka Henson merkið af lífi hér á netinu heldur bíða og sjá.“ Vísi hefur ekki tekist að ná tali af forsvarsmönnum Tólfunnar til að fá úr því skorið hvort fyrir liggi formleg afstaða félagsins til þessa álitaefnis.
Uppreist æru Tengdar fréttir Halldór harmar að hafa blandast inn í mál Robert Downey: „Ég er sjálfur faðir“ Halldór Einarsson eigandi Hanson var einn þeirra þriggja sem skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru. 12. september 2017 20:30 Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Halldór harmar að hafa blandast inn í mál Robert Downey: „Ég er sjálfur faðir“ Halldór Einarsson eigandi Hanson var einn þeirra þriggja sem skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru. 12. september 2017 20:30
Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent