Óvinsæl ríkisstjórn hlýtur að vera samvinnufús við stjórnarandstöðuna Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2017 19:15 Forystufólk í stjórnarandstöðu segir vel hægt að bæta meiri fjármunum til uppbyggingar heilbrigðis-, velferðar- og samgöngukerfisins en gert sé ráð fyrir í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórn sem slegið hafi met í óvinsældum við upphaf kjörtímabils hljóti að verða samningsfús við stjórnarandstöðuna um breyttar áherslur. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar hér á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld og að henni lokinni fara fram almennar umræður. Ríkisstjórnin stefnir á að skila ríkissjóði með ríflegum afgangi á næsta ári eða 44 milljörðum króna og segist vera að bæta í framlög til velferðarmála, heilbrigðismála og menntamála. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksinssegir segir fátt koma á óvart við fjárlagafrumvarpið miðað við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Framsóknarmenn gagnrýni sömu atriði nú og þegar fjármálaáætlunin var kynnt í vor. „Það er ekki hvað síst vegna þess að það er ríflegur afgangur. Umfram stefnuna. Ég held að það sé tækifæri og við framsóknarmenn teljum að það sé möguleiki núna að bæta í. Það er ekki þensla alls staðar á landinu. Ný skýrsla Byggðastofnunar sýnir það. Við teljum að það sé hægt að bæta í heilbrigðismálin, menntamálin, samgöngumálin. Ísland sé sterkara þegar landið sé allt sterkara en ekki einungis suðvesturhornið.“ Birgittu Jónsdóttur þingflokksformanni Pírata líst heldur ekki vel á fjárlagafrumvarpið og segir það ekki í samræmi við loforð stjórnarflokkanna fyrir kosningar. „Um að vera með ráðstafanir til að takast á við þau vandamál sem eru í heilbrigðiskerfinu og í menntakerfinu. Ég held að það væri nær að verja þessum peningum í uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfi. Því það er svo dýrt þegar verið er að spara á vitlausan hátt. Það er dýrt að byggja upp,“ segir Birgitta. Sigurður Ingi segir vel geta verið að ríkisstjórnin leggi fjárlagafrumvarp fram með ríflegum afgangi til að hafa eitthvað til að spila úr í samræðum við þingið. Hins vegar sé mesta áskorunin framundan að gera kjarasaminga við opinbera starfsmenn. „Það eru nú svona stærstu áskoranirnar hvort við náum að halda sjó í þessu góðæri sem er. Og tryggja um leið að þeim sem sannarlega hafa borið of lítið úr bítum og hafa það ver en aðrir; við þurfum að taka á því,“ segir Sigurður sem heldur að áhuga- og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar gerti gert það að verkum að dauft verði yfir þinghaldi í haust. Birgitta segir ríkisstjórn með svo nauman meirihluta þurfa að semja um mál og vonandi verði hún samvinnufús, til að mynda varðandi stjórnarskrána og heilbrigðismálin. „Það byrjar ekki vel. Byrjaði í gær með úrskurði frá úrskurðarnefnd upplýsingamála um að það hafi verið gengið allt of langt í leyndarhyggju í dómsmálaráðuneytinu. Auðvitað er þetta erfitt fyrir ríkisstjórn sem er með svona rosalega lítinn stuðning úti í samfélaginu; þetta er náttúrlega nýtt met þegar kemur að því að hafa lítinn stuðning við upphaf kjörtímabils,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00 Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Forystufólk í stjórnarandstöðu segir vel hægt að bæta meiri fjármunum til uppbyggingar heilbrigðis-, velferðar- og samgöngukerfisins en gert sé ráð fyrir í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórn sem slegið hafi met í óvinsældum við upphaf kjörtímabils hljóti að verða samningsfús við stjórnarandstöðuna um breyttar áherslur. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar hér á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld og að henni lokinni fara fram almennar umræður. Ríkisstjórnin stefnir á að skila ríkissjóði með ríflegum afgangi á næsta ári eða 44 milljörðum króna og segist vera að bæta í framlög til velferðarmála, heilbrigðismála og menntamála. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksinssegir segir fátt koma á óvart við fjárlagafrumvarpið miðað við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Framsóknarmenn gagnrýni sömu atriði nú og þegar fjármálaáætlunin var kynnt í vor. „Það er ekki hvað síst vegna þess að það er ríflegur afgangur. Umfram stefnuna. Ég held að það sé tækifæri og við framsóknarmenn teljum að það sé möguleiki núna að bæta í. Það er ekki þensla alls staðar á landinu. Ný skýrsla Byggðastofnunar sýnir það. Við teljum að það sé hægt að bæta í heilbrigðismálin, menntamálin, samgöngumálin. Ísland sé sterkara þegar landið sé allt sterkara en ekki einungis suðvesturhornið.“ Birgittu Jónsdóttur þingflokksformanni Pírata líst heldur ekki vel á fjárlagafrumvarpið og segir það ekki í samræmi við loforð stjórnarflokkanna fyrir kosningar. „Um að vera með ráðstafanir til að takast á við þau vandamál sem eru í heilbrigðiskerfinu og í menntakerfinu. Ég held að það væri nær að verja þessum peningum í uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfi. Því það er svo dýrt þegar verið er að spara á vitlausan hátt. Það er dýrt að byggja upp,“ segir Birgitta. Sigurður Ingi segir vel geta verið að ríkisstjórnin leggi fjárlagafrumvarp fram með ríflegum afgangi til að hafa eitthvað til að spila úr í samræðum við þingið. Hins vegar sé mesta áskorunin framundan að gera kjarasaminga við opinbera starfsmenn. „Það eru nú svona stærstu áskoranirnar hvort við náum að halda sjó í þessu góðæri sem er. Og tryggja um leið að þeim sem sannarlega hafa borið of lítið úr bítum og hafa það ver en aðrir; við þurfum að taka á því,“ segir Sigurður sem heldur að áhuga- og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar gerti gert það að verkum að dauft verði yfir þinghaldi í haust. Birgitta segir ríkisstjórn með svo nauman meirihluta þurfa að semja um mál og vonandi verði hún samvinnufús, til að mynda varðandi stjórnarskrána og heilbrigðismálin. „Það byrjar ekki vel. Byrjaði í gær með úrskurði frá úrskurðarnefnd upplýsingamála um að það hafi verið gengið allt of langt í leyndarhyggju í dómsmálaráðuneytinu. Auðvitað er þetta erfitt fyrir ríkisstjórn sem er með svona rosalega lítinn stuðning úti í samfélaginu; þetta er náttúrlega nýtt met þegar kemur að því að hafa lítinn stuðning við upphaf kjörtímabils,“ segir Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00 Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00
Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15
Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45