Sport

Þorsteinn úr leik á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þorsteinn stóð sig vel á mótinu í dag og stefnir ótrauður áfram á næsta stórmót.
Þorsteinn stóð sig vel á mótinu í dag og stefnir ótrauður áfram á næsta stórmót. Mynd/ÍF
Þorsteinn Halldórsson, bogfimikappi, er úr leik á heimsmeistaramóti fatlaðra sem fram fer í Peking í Kína.

Þorsteinn tapaði 136-129 fyrir Ngai Ka Chuen frá Hong Kong í 48 manna úrslitum eftir að hafa skorað 608 stig í niðurröðunnarkeppninni í morgun.

Ingi Þór Einarsson, annar tveggja yfirmanna landsliðsmála hjá ÍF, sagði Þorstein hafa skorað betur á mótinu heldur en á Ólympíuleikum fatlaðra í fyrra.

Þorsteinn varð fyrstur Íslendinga til að keppa í bogfimi á Ólympíuleikum fatlaðra. Hann stefnir að því að fara aftur þangað í Tókíó 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×