Stofnendur United Silicon út í kuldann Haraldur Guðmundsson skrifar 13. september 2017 06:00 Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og hluthafi kísilversins, segir ekkert hæft í fullyrðingum stjórnar United Silicon um að hann hafi stundað stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. vísir/eyþór Útlit er fyrir að stjórn United Silicon muni einungis verða skipuð fulltrúum Arion banka og þeirra íslensku lífeyrissjóða sem fjárfestu í fyrirtækinu. Bankinn hefur gengið að veðum og tekið yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu hollenskra félaga og stofnenda United Silicon. Þeir hafa þar með misst nánast allt sitt hlutafé í kísilverinu. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar og núverandi fulltrúi hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel í stjórninni, sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi fyrirtækisins í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins, mun að öllum líkindum hverfa úr stjórninni á næstu dögum þegar boðað verður til hluthafafundar United Silicon..„Arion banki er nú með 57 prósenta hlut eftir að hafa gengið að veðum í Kísil Íslandi, og tekið yfir hlutabréfin í United Silicon sem voru í eigu þess félags, en 67 prósenta atkvæðavægi. Næststærsti eigandinn er Kísill III en þar inni eru skuldabréfaeigendurnir, meðal annars Arion banki, og þeir eru með veð í hlutafé sem þeir hafa ekki gengið að, hvorki við né aðrir,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Stjórn United Silicon var í byrjun ágúst skipuð fimm einstaklingum. Tveir þeirra, Friðbjörn Eiríkur Garðarsson lögmaður, einn af stofnendum United Silicon og hálfbróðir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, og Inga Birna Barkardóttir, hættu í stjórninni um tveimur vikum síðar. Eftir eru Jakob Bjarnason stjórnarformaður og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem bæði njóta stuðnings Arion banka, og Doron Beeri Sanders, sem var stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þangað til í byrjun ágúst. Upplýsingar um eignarhald United Silicon hafa ekki legið á lausu þar sem hlutur Kísils Íslands hefur verið skráður á hollensk félög. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í fyrirtækinu sem Arion hefur nú tekið yfir. Kísill III, sem er í eigu bankans og íslenskra lífeyrissjóða sem fjárfestu í verkefninu með kaupum á skuldabréfum, átti þá 31 prósent. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, er eins og komið hefur fram með um átta milljarða útistandandi við United Silicon í lánsloforðum og ábyrgðum. Þar að auki hafði hann fært niður 16,3 prósenta hlut sinn í verksmiðjunni að fullu, áður en hann gekk að bréfum Kísils Íslands, sem var bókfærður á rétt tæpan einn milljarð króna. „Þetta eru tímabundin yfirráð enda stendur til að endurskipuleggja félagið og vonandi fá inn nýja fjárfesta,“ segir Haraldur Guðni. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara. Hann hætti í stjórn kísilversins í mars og íhuga nú bæði Arion banki og lífeyrissjóðir í hluthafahópnum, þar á meðal Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Festa, að kæra Magnús sem grunaður er um stórfelld auðgunarbrot. Markaðir United Silicon Tengdar fréttir Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Útlit er fyrir að stjórn United Silicon muni einungis verða skipuð fulltrúum Arion banka og þeirra íslensku lífeyrissjóða sem fjárfestu í fyrirtækinu. Bankinn hefur gengið að veðum og tekið yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu hollenskra félaga og stofnenda United Silicon. Þeir hafa þar með misst nánast allt sitt hlutafé í kísilverinu. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar og núverandi fulltrúi hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel í stjórninni, sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi fyrirtækisins í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins, mun að öllum líkindum hverfa úr stjórninni á næstu dögum þegar boðað verður til hluthafafundar United Silicon..„Arion banki er nú með 57 prósenta hlut eftir að hafa gengið að veðum í Kísil Íslandi, og tekið yfir hlutabréfin í United Silicon sem voru í eigu þess félags, en 67 prósenta atkvæðavægi. Næststærsti eigandinn er Kísill III en þar inni eru skuldabréfaeigendurnir, meðal annars Arion banki, og þeir eru með veð í hlutafé sem þeir hafa ekki gengið að, hvorki við né aðrir,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Stjórn United Silicon var í byrjun ágúst skipuð fimm einstaklingum. Tveir þeirra, Friðbjörn Eiríkur Garðarsson lögmaður, einn af stofnendum United Silicon og hálfbróðir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, og Inga Birna Barkardóttir, hættu í stjórninni um tveimur vikum síðar. Eftir eru Jakob Bjarnason stjórnarformaður og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem bæði njóta stuðnings Arion banka, og Doron Beeri Sanders, sem var stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þangað til í byrjun ágúst. Upplýsingar um eignarhald United Silicon hafa ekki legið á lausu þar sem hlutur Kísils Íslands hefur verið skráður á hollensk félög. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í fyrirtækinu sem Arion hefur nú tekið yfir. Kísill III, sem er í eigu bankans og íslenskra lífeyrissjóða sem fjárfestu í verkefninu með kaupum á skuldabréfum, átti þá 31 prósent. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, er eins og komið hefur fram með um átta milljarða útistandandi við United Silicon í lánsloforðum og ábyrgðum. Þar að auki hafði hann fært niður 16,3 prósenta hlut sinn í verksmiðjunni að fullu, áður en hann gekk að bréfum Kísils Íslands, sem var bókfærður á rétt tæpan einn milljarð króna. „Þetta eru tímabundin yfirráð enda stendur til að endurskipuleggja félagið og vonandi fá inn nýja fjárfesta,“ segir Haraldur Guðni. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara. Hann hætti í stjórn kísilversins í mars og íhuga nú bæði Arion banki og lífeyrissjóðir í hluthafahópnum, þar á meðal Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Festa, að kæra Magnús sem grunaður er um stórfelld auðgunarbrot.
Markaðir United Silicon Tengdar fréttir Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00