Nánast ekkert ríki jafn háð ferðaþjónustu og Ísland Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. september 2017 08:00 Í nýrri spá Arion banka er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 11 prósent á næsta ári, og að alls 2,5 milljónir ferðamanna heimsæki landið. vísir/pjetur Ferðaþjónustutekjur á hvern Íslending nema um 8.800 dölum og eru þær hæstu í heiminum, að Lúxemborg undanskilinni. Sem dæmi eru tekjur á hvern Íslending um sex sinnum hærri en á hvern Spánverja. Er þá ekki tekið tillit til farþegaflutninga. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri ferðaþjónustuúttekt greiningardeildar Arion banka sem kynnt verður í dag. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild bankans, segir vægast sagt fáheyrt að ríki, hvað þá myntsvæði, sé jafn háð ferðaþjónustu og Ísland. „Það er mjög óalgengt að ferðaþjónusta hafi eins mikil áhrif á hagkerfið og gengi gjaldmiðils og hér. Yfirleitt spyrja menn hvaða áhrif gengið hafi á ferðaþjónustuna, en færri velta því fyrir sér hvaða áhrif ferðaþjónustan hefur á gengið. Það eru nokkuð skýrar vísbendingar um að einn af stærstu – ef ekki sá stærsti – drifkröftunum í gengisstyrkingu krónunnar síðustu misseri hafi verið ferðaþjónustan sjálf. Hún hefur verið aðaldrifkrafturinn í hagkerfinu.“ Greiningardeildin gerir ráð fyrir áframhaldandi fjölgun ferðamanna á næstu árum, en að hægja taki á vextinum. Í grunnsviðsmynd sérfræðinga bankans er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 11 prósent á næsta ári, og að alls 2,5 milljónir ferðamanna heimsæki landið, og 8 prósent árið 2019. Til samanburðar var vöxturinn 38 prósent í fyrra. Að mati greiningardeildarinnar ræður flugframboð meira um fjölgun ferðamanna á næstu árum en gengisstyrking krónunnar. Bendir deildin á að árið 2005 hafi tvö flugfélög flogið allan ársins hring til landsins en í ár eru þau fimmtán talsins.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka.Samkvæmt grunnsviðsmynd greiningardeildarinnar má áætla að tekjur af erlendum ferðamönnum á árunum 2017 til 2020 nemi tæpum 2.400 milljörðum króna eða sem nemur allri landsframleiðslu Íslands í fyrra. Auk þess kemur fram í úttekt greiningardeildarinnar að hagvöxtur í fyrra hefði verið nær 4 prósentum, en ekki 7,4 prósent, ef ekki hefði verið fyrir aukin umsvif í ferðaþjónustunni. Var vægi ferðaþjónustunnar í útflutningi um 42 prósent í fyrra sem er um helmingi meira en sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Ferðaþjónustutekjur á hvern Íslending nema um 8.800 dölum og eru þær hæstu í heiminum, að Lúxemborg undanskilinni. Sem dæmi eru tekjur á hvern Íslending um sex sinnum hærri en á hvern Spánverja. Er þá ekki tekið tillit til farþegaflutninga. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri ferðaþjónustuúttekt greiningardeildar Arion banka sem kynnt verður í dag. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild bankans, segir vægast sagt fáheyrt að ríki, hvað þá myntsvæði, sé jafn háð ferðaþjónustu og Ísland. „Það er mjög óalgengt að ferðaþjónusta hafi eins mikil áhrif á hagkerfið og gengi gjaldmiðils og hér. Yfirleitt spyrja menn hvaða áhrif gengið hafi á ferðaþjónustuna, en færri velta því fyrir sér hvaða áhrif ferðaþjónustan hefur á gengið. Það eru nokkuð skýrar vísbendingar um að einn af stærstu – ef ekki sá stærsti – drifkröftunum í gengisstyrkingu krónunnar síðustu misseri hafi verið ferðaþjónustan sjálf. Hún hefur verið aðaldrifkrafturinn í hagkerfinu.“ Greiningardeildin gerir ráð fyrir áframhaldandi fjölgun ferðamanna á næstu árum, en að hægja taki á vextinum. Í grunnsviðsmynd sérfræðinga bankans er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 11 prósent á næsta ári, og að alls 2,5 milljónir ferðamanna heimsæki landið, og 8 prósent árið 2019. Til samanburðar var vöxturinn 38 prósent í fyrra. Að mati greiningardeildarinnar ræður flugframboð meira um fjölgun ferðamanna á næstu árum en gengisstyrking krónunnar. Bendir deildin á að árið 2005 hafi tvö flugfélög flogið allan ársins hring til landsins en í ár eru þau fimmtán talsins.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka.Samkvæmt grunnsviðsmynd greiningardeildarinnar má áætla að tekjur af erlendum ferðamönnum á árunum 2017 til 2020 nemi tæpum 2.400 milljörðum króna eða sem nemur allri landsframleiðslu Íslands í fyrra. Auk þess kemur fram í úttekt greiningardeildarinnar að hagvöxtur í fyrra hefði verið nær 4 prósentum, en ekki 7,4 prósent, ef ekki hefði verið fyrir aukin umsvif í ferðaþjónustunni. Var vægi ferðaþjónustunnar í útflutningi um 42 prósent í fyrra sem er um helmingi meira en sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira