Frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu á fáum mánuðum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. september 2017 09:00 Friðrik Már Baldursson, efnahagsráðgjafi GAMMA Á aðeins fáeinum mánuðum hefur krónan farið frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu, að sögn Friðriks Más Baldurssonar, prófessors í hagfræði og efnahagsráðgjafa GAMMA. Hann segir að líta þurfi til gjaldmiðla þróunarríkja til þess að finna viðlíka sveiflur og hafa verið á gengi krónunnar eftir að losað var um fjármagnshöftin í mars síðastliðnum. Æskilegra væri ef gjaldeyrismarkaðurinn færðist hraðar í átt að eðlilegra ástandi. Friðrik Már fjallaði um gengisþróun krónunnar á málstofu sem GAMMA stóð fyrir í Tjarnarbíó síðdegis í gær. Hann segir í samtali við Markaðinn að það hafi ekki átt að koma á óvart að flökt krónunnar ykist við afnám hafta. „Þegar opnað var fyrir fjármagnsviðskipti fóru þau að verða ráðandi í skammtímasveiflum á genginu. Gjaldeyrismarkaðir eru almennt mun kvikari en vöru- og þjónustumarkaðir. Þó svo að við séum með viðskiptaafgang sem styður við gengið skiptir það ekki máli til skemmri tíma því fjármagnshreyfingar virðast hafa meiri áhrif á gengissveiflurnar heldur en gjaldeyrisinnflæði sem stafar af vöru- og þjónustuviðskiptum,“ segir hann. Hann bendir meðal annars á að sveiflur á gengi krónunnar hafi undanfarið verið þrisvar til fjórum sinnum meiri en til dæmis á gengi sænsku krónunnar. Sveiflurnar komi ekki á óvart í ljósi þess hve lítil velta sé á millibankamarkaði með gjaldeyri. „Hér er velta á millibankamarkaði um helmingur af utanríkisviðskiptum en í öðrum samanburðarlöndum eru viðskipti á gjaldeyrismarkaði margfalt meiri en utanríkisviðskipti. Þetta þýðir að hér geta tiltölulega litlar fjármagnshreyfingar haft mikil áhrif á gengið þannig að það sveiflist um allt að þrjú til fjögur prósent á einum degi. Slíkar sveiflur eru mjög óheppilegar og skapa mikla óvissu.“ Friðrik Már segir það stinga í augun hve mikið Íslendingar fjárfesta hér á landi og lítið erlendis og eins hve lítið sé um erlendar fjárfestingar hér á landi. „Það væri mjög æskilegt, ekki einungis til þess að efla gjaldeyrismarkaðinn og draga úr sveiflum á honum, heldur einnig til þess að ná fram betri áhættudreifingu fyrir þjóðarbúið, að það næðist betra jafnvægi þarna á milli. Til lengri tíma litið væri ákjósanlegt að aflétta öllum höftum, einnig á innflæði fjármagns, og styrkja þannig tengsl markaðarins hér við erlenda markaði.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Á aðeins fáeinum mánuðum hefur krónan farið frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu, að sögn Friðriks Más Baldurssonar, prófessors í hagfræði og efnahagsráðgjafa GAMMA. Hann segir að líta þurfi til gjaldmiðla þróunarríkja til þess að finna viðlíka sveiflur og hafa verið á gengi krónunnar eftir að losað var um fjármagnshöftin í mars síðastliðnum. Æskilegra væri ef gjaldeyrismarkaðurinn færðist hraðar í átt að eðlilegra ástandi. Friðrik Már fjallaði um gengisþróun krónunnar á málstofu sem GAMMA stóð fyrir í Tjarnarbíó síðdegis í gær. Hann segir í samtali við Markaðinn að það hafi ekki átt að koma á óvart að flökt krónunnar ykist við afnám hafta. „Þegar opnað var fyrir fjármagnsviðskipti fóru þau að verða ráðandi í skammtímasveiflum á genginu. Gjaldeyrismarkaðir eru almennt mun kvikari en vöru- og þjónustumarkaðir. Þó svo að við séum með viðskiptaafgang sem styður við gengið skiptir það ekki máli til skemmri tíma því fjármagnshreyfingar virðast hafa meiri áhrif á gengissveiflurnar heldur en gjaldeyrisinnflæði sem stafar af vöru- og þjónustuviðskiptum,“ segir hann. Hann bendir meðal annars á að sveiflur á gengi krónunnar hafi undanfarið verið þrisvar til fjórum sinnum meiri en til dæmis á gengi sænsku krónunnar. Sveiflurnar komi ekki á óvart í ljósi þess hve lítil velta sé á millibankamarkaði með gjaldeyri. „Hér er velta á millibankamarkaði um helmingur af utanríkisviðskiptum en í öðrum samanburðarlöndum eru viðskipti á gjaldeyrismarkaði margfalt meiri en utanríkisviðskipti. Þetta þýðir að hér geta tiltölulega litlar fjármagnshreyfingar haft mikil áhrif á gengið þannig að það sveiflist um allt að þrjú til fjögur prósent á einum degi. Slíkar sveiflur eru mjög óheppilegar og skapa mikla óvissu.“ Friðrik Már segir það stinga í augun hve mikið Íslendingar fjárfesta hér á landi og lítið erlendis og eins hve lítið sé um erlendar fjárfestingar hér á landi. „Það væri mjög æskilegt, ekki einungis til þess að efla gjaldeyrismarkaðinn og draga úr sveiflum á honum, heldur einnig til þess að ná fram betri áhættudreifingu fyrir þjóðarbúið, að það næðist betra jafnvægi þarna á milli. Til lengri tíma litið væri ákjósanlegt að aflétta öllum höftum, einnig á innflæði fjármagns, og styrkja þannig tengsl markaðarins hér við erlenda markaði.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira