Lífeyrissjóðir gegn fólkinu Sævar Þór Jónsson skrifar 12. september 2017 14:38 Það fer ekki framhjá neinum sem fylgst hefur með umræðunni í þjóðfélaginu um hið svokallaða efnahagshruni að lífeyrissjóðirnir voru hafðir af leiksopum og var spilað með fjármuni almennings eins og í spilavíti. Fáir ef einhverjir voru látnir taka ábyrgð á því sukki. Enn virðist sem fé almennings leki úr hirslum lífeyrissjóðanna í vasa fárra ef marka má nýjustu fréttir sem tengist sorgarsögu United Silicon. Þó er önnur saga ósögð en það er saga þeirra fjölmörgu fjölskyldna og einstaklinga sem fóru illa út úr hruninu og voru svo óheppnir að skulda lífeyrissjóðunum. Meginþorri þessa fólks hafði sér það eitt til sakar unnið að fjárfesta í heimili, þaki yfir höfuðið fyri sig og sína. Uppgjör hrunsmála er ekki lokið þótt margir virðast halda það. Enn þann dag í dag er fólk að leita til mín vegna skuldavanda sem rekja má beint til hrunsins. Mörg þessara mála snúa að því að fólk hefur ekki fengið þau úrræði sem voru á boðstólum eða ekki hefur verið rétt úr málum þeirra unnið eða hnökrar verið á málsmeðferðinni. Ég hef t.d. unnið fyrir fjölskyldu sem missti heimili sitt á uppboði fyrri part árs 2016 til lífeyrissjóðs. Í framhaldinu var farið í viðræður við lífeyrissjóðinn um að umbjóðandinn myndi kaupa fasteignina til baka. Fasteignin var metin af viðurkenndum fagaðilum og kom í ljós að ástand hennar var lélegt auk þess sem þrjár tegundir myglusvepps fundust og var ástandið alvarlegt. Þrátt fyrir þetta vildi sjóðurinn ekki viðurkenna matið og kenndi umbjóðanda mínum um ástand eignarinnar. Í framhaldinu var farið í þá vinnu að fjölskyldan fengi að leigja eignina af sjóðnum sem var og samþykkt með herkjum. Þá kom að því að sjóðurinn vildi bera fjölskylduna út úr eigninni og fór í aðför. Í kjölfarið var farið í samningaviðræður við sjóðinn sem miðuðu að því að fjölskyldan fengi að kaupa eignina á markaðsverði óháð því hversu slæmt ástand hennar var. Viðbrögð sjóðsins voru þau að sjóðurinn væri að vinna eftir verklagsreglum sem kvæðu á um að fólk þyrfti fyrst að flytja út úr eignunum og gætu svo í framhaldinu gert kauptilboð í eignina í almennu söluferli. Sem sagt, sjóðurinn vildi selja en ekki leyfi fjölskyldunni að kaupa heimili sitt til baka á hærra verði sjóðurinn gæti nokkurn tíma fengið á almennum markaði. Hvað veldur? Slík harka væri betur heimfærð á eftirlit með fjárfestingum sjóðanna og endurheimtur í sjóði fjárglæframanna. Það er alveg ljóst að það eru engin rök fyrir umræddri nálgun sjóðsins sérstaklega þegar það kemur því að selja eignir sem boðnar hafa verið upp og viðkomandi gerðarþoli er tilbúinn og hefur getu til að kaupa eignina til baka á uppsettu markaðsverði. Á þessu tapa allir, lífeyrissjóðurinn fær minna fyrir eignina og fjölskylda missir heimili sitt til margra ára. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum sem fylgst hefur með umræðunni í þjóðfélaginu um hið svokallaða efnahagshruni að lífeyrissjóðirnir voru hafðir af leiksopum og var spilað með fjármuni almennings eins og í spilavíti. Fáir ef einhverjir voru látnir taka ábyrgð á því sukki. Enn virðist sem fé almennings leki úr hirslum lífeyrissjóðanna í vasa fárra ef marka má nýjustu fréttir sem tengist sorgarsögu United Silicon. Þó er önnur saga ósögð en það er saga þeirra fjölmörgu fjölskyldna og einstaklinga sem fóru illa út úr hruninu og voru svo óheppnir að skulda lífeyrissjóðunum. Meginþorri þessa fólks hafði sér það eitt til sakar unnið að fjárfesta í heimili, þaki yfir höfuðið fyri sig og sína. Uppgjör hrunsmála er ekki lokið þótt margir virðast halda það. Enn þann dag í dag er fólk að leita til mín vegna skuldavanda sem rekja má beint til hrunsins. Mörg þessara mála snúa að því að fólk hefur ekki fengið þau úrræði sem voru á boðstólum eða ekki hefur verið rétt úr málum þeirra unnið eða hnökrar verið á málsmeðferðinni. Ég hef t.d. unnið fyrir fjölskyldu sem missti heimili sitt á uppboði fyrri part árs 2016 til lífeyrissjóðs. Í framhaldinu var farið í viðræður við lífeyrissjóðinn um að umbjóðandinn myndi kaupa fasteignina til baka. Fasteignin var metin af viðurkenndum fagaðilum og kom í ljós að ástand hennar var lélegt auk þess sem þrjár tegundir myglusvepps fundust og var ástandið alvarlegt. Þrátt fyrir þetta vildi sjóðurinn ekki viðurkenna matið og kenndi umbjóðanda mínum um ástand eignarinnar. Í framhaldinu var farið í þá vinnu að fjölskyldan fengi að leigja eignina af sjóðnum sem var og samþykkt með herkjum. Þá kom að því að sjóðurinn vildi bera fjölskylduna út úr eigninni og fór í aðför. Í kjölfarið var farið í samningaviðræður við sjóðinn sem miðuðu að því að fjölskyldan fengi að kaupa eignina á markaðsverði óháð því hversu slæmt ástand hennar var. Viðbrögð sjóðsins voru þau að sjóðurinn væri að vinna eftir verklagsreglum sem kvæðu á um að fólk þyrfti fyrst að flytja út úr eignunum og gætu svo í framhaldinu gert kauptilboð í eignina í almennu söluferli. Sem sagt, sjóðurinn vildi selja en ekki leyfi fjölskyldunni að kaupa heimili sitt til baka á hærra verði sjóðurinn gæti nokkurn tíma fengið á almennum markaði. Hvað veldur? Slík harka væri betur heimfærð á eftirlit með fjárfestingum sjóðanna og endurheimtur í sjóði fjárglæframanna. Það er alveg ljóst að það eru engin rök fyrir umræddri nálgun sjóðsins sérstaklega þegar það kemur því að selja eignir sem boðnar hafa verið upp og viðkomandi gerðarþoli er tilbúinn og hefur getu til að kaupa eignina til baka á uppsettu markaðsverði. Á þessu tapa allir, lífeyrissjóðurinn fær minna fyrir eignina og fjölskylda missir heimili sitt til margra ára. Sævar Þór Jónsson, lögmaður
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun