Íslenskt skyr í útrás til Asíu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. september 2017 20:00 MS tapaði í sumar einkaréttinum á skyri í Finnlandi og hafði áður tapað sömu réttindum í Svíþjóð. Forstjóri MS segir fyrirtækið búið að sætta sig við niðurstöðuna og leggur áherslu á sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki. Í sumar féllst finnskur dómstóll á kröfu sænska mjólkurframleiðandans Arla um að fella úr gildi einkarétt Mjólkursamsölunnar á orðinu skyr. Sænska einkaleyfastofan hefur áður komist að sömu niðurstöðu en skyrið er þó enn skráð vörumerki MS í Noregi. Forstjóri MS segir stjórnendum fyrirtækisins hafa fyrir nokkru orðið það ljóst að finna þyrfti nýtt vörumerki, sem er Ísey skyr. „Það var náttúrulega ágætt meðan var að njóta þessarar verndar í Finnlandi fyrir orðmerkið skyr en við höfum alveg gert okkur grein fyrir því að það væri erfiðleikum bundið núna þegar við erum að fara land úr landi," segir Ari Edwald, forstjóri MS. Það hefur lengi andað köldu milli Arla og MS vegna skyrsölu í Evrópu. Arla hefur tekið upp auglýsingar hér á landi og gengu stjórnendur svo langt að segja starfsemina vera á Höfn á Íslandi. MS svaraði þá fyrir þetta með eigin auglýsingu. Ari segir MS hafa samið við Arla um að málarekstri sé lokið í Finnlandi og telur markaðssetningu þeirra ekki hafa stefnt sérstöðu íslenska skyrsins í hættu. „Við höfum ekki gert athugasemdir við þá nema bara þegar þeir fara rangt með. Eins og á heimasíðu sinni um að þeir væru á Íslandi. Þá höfum við svona skrifað inn á það. En annars höfum við ekki verið að elta ólar við það," segir Ari. MS hefur verið í örri útrás en í fyrra seldi fyrirtækið um þrettán þúsund tonn af skyri á erlendri grundu samanborið við þrjú þúsund tonn á Íslandi. Þar sem MS hefur lokið þessari baráttu er áframhaldandi sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki framundan. Til stendur að skrifa undir samninga í Japan eftir tvær vikur. „Við erum að skoða núna Benelux löndin; Lúxemborg, Holland, Belgíu, Frakkland og förum fljótlega af stað á Ítalíu. Og það er bara vinna í gangi víða, líkt og í Rússlandi og Kína. Síðan eru samningar mjög langt komnir í Japan," segir Ari. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
MS tapaði í sumar einkaréttinum á skyri í Finnlandi og hafði áður tapað sömu réttindum í Svíþjóð. Forstjóri MS segir fyrirtækið búið að sætta sig við niðurstöðuna og leggur áherslu á sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki. Í sumar féllst finnskur dómstóll á kröfu sænska mjólkurframleiðandans Arla um að fella úr gildi einkarétt Mjólkursamsölunnar á orðinu skyr. Sænska einkaleyfastofan hefur áður komist að sömu niðurstöðu en skyrið er þó enn skráð vörumerki MS í Noregi. Forstjóri MS segir stjórnendum fyrirtækisins hafa fyrir nokkru orðið það ljóst að finna þyrfti nýtt vörumerki, sem er Ísey skyr. „Það var náttúrulega ágætt meðan var að njóta þessarar verndar í Finnlandi fyrir orðmerkið skyr en við höfum alveg gert okkur grein fyrir því að það væri erfiðleikum bundið núna þegar við erum að fara land úr landi," segir Ari Edwald, forstjóri MS. Það hefur lengi andað köldu milli Arla og MS vegna skyrsölu í Evrópu. Arla hefur tekið upp auglýsingar hér á landi og gengu stjórnendur svo langt að segja starfsemina vera á Höfn á Íslandi. MS svaraði þá fyrir þetta með eigin auglýsingu. Ari segir MS hafa samið við Arla um að málarekstri sé lokið í Finnlandi og telur markaðssetningu þeirra ekki hafa stefnt sérstöðu íslenska skyrsins í hættu. „Við höfum ekki gert athugasemdir við þá nema bara þegar þeir fara rangt með. Eins og á heimasíðu sinni um að þeir væru á Íslandi. Þá höfum við svona skrifað inn á það. En annars höfum við ekki verið að elta ólar við það," segir Ari. MS hefur verið í örri útrás en í fyrra seldi fyrirtækið um þrettán þúsund tonn af skyri á erlendri grundu samanborið við þrjú þúsund tonn á Íslandi. Þar sem MS hefur lokið þessari baráttu er áframhaldandi sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki framundan. Til stendur að skrifa undir samninga í Japan eftir tvær vikur. „Við erum að skoða núna Benelux löndin; Lúxemborg, Holland, Belgíu, Frakkland og förum fljótlega af stað á Ítalíu. Og það er bara vinna í gangi víða, líkt og í Rússlandi og Kína. Síðan eru samningar mjög langt komnir í Japan," segir Ari.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira