Forsætisráðherra um flóðasvæðin: „Gríðarlega miklar hamfarir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 16:08 Hreggviður Símonarson stýrimaður tók þessa mynd úr TF-GNA fyrr í dag af brúnni yfir Steinavötn. hreggviður símonarson/landhelgisgæslan Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. Bjarni segir ljóst að gríðarlegar hamfarir hafi orðið í vatnavöxtunum síðustu daga. „Það er tvennt sem stendur upp úr þegar maður fer hérna yfir. Það er annars vegar að mjög ánægjulegt er að sjá hvað allir hafa tekið höndum saman og eru með samstillar aðgerðir við að vinna á þessum brýnustu viðfangsefnum. Hins vegar verð ég að segja að þessi flóð ná yfir stærra landsvæði en ég hafði gert mér grein fyrir áður en ég kom hingað austur. Þetta eru gríðarlega miklar hamfarir hérna,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann bendir til að mynda á að eftir að varnargarðar brustu þá hafi margir kílómetrar af þjóðvegi 1 farið undir vatnselginn. Því hafi þurft að rjúfa veginn til að hleypa vatninu framhjá. „Þá hefur flætt hérna mikið yfir tún og girðingar og það á eftir að koma í ljós hvernig hefur farið með ræktarlönd. Það hefur þurft að bjarga skepnum og svo framvegis þannig að þetta er mikið ástand.“Tímapressa á mjólkurbúi á Mýrum Bjarni segir að flogið hafi verið yfir Steinavötn þar sem brúin hefur sigið mjög mikið og er farin vinna af stað við að byggja bráðabirgðabrú. Þá var einnig farið að Selbakka á Mýrum þar sem rekið er stórt mjólkurbú en það er algjörlega innlyksa. „Selbakki er þannig í sveit settur að vestan megin hefur brúin brotnað og austan megin er vegurinn rofinn. Þeir eru í tímapressu og þurfa að koma mjólkinni frá sér ekki seinna en á sunnudag,“ segir Bjarni. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir alveg ljóst að það verði truflanir á vegasamgöngum á Suðausturlandi í einhvern tíma. Þjóðvegur 1 hefur farið í sundur á þremur stöðum austan Hólmsár og eru lokanir enn í gildi þar sem og við Steinavötn í Suðursveit þar sem lokað er fyrir alla umferð yfir brúna. Ljóst að truflanir verða á vegasamgöngum í töluverðan tíma „Það er verið að vinna að úrbótum. Bæði er Vegagerðin komin með mikinn mannskap og tækjum á svæðið til að laga veginn og svo er undirbúningur á fullu við að gera bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur svo flogið með sérfræðinga Vegagerðarinnar um svæðið til að koma á merkingum og búnaði og hefur líka farið með vörur á bæi þannig að þeir sem eru alveg innilokaðir fái það sem þeir þurfa,“ segir Víðir. Björgunarsveitir hafa einnig farið um svæðið í dag og kannað vegi sem eru á kafi og hvort hægt sé að keyra þá upp á það ef koma þarf neyðarþjónustu inn á svæðin. „Þannig að það er allt á fullu við að reyna að draga úr áhrifum þessara atburða, en það er alveg ljóst að þarna verða truflanir á vegasamgöngum í töluverðan tíma.“ Veður Tengdar fréttir Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36 Brúin lokuð fyrir akandi og gangandi umferð Lögreglan hefur birt tilkynningu um lokanir og umferðartakmarkanir vegna vatnsflóða á Suðurlandi. 29. september 2017 12:42 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. Bjarni segir ljóst að gríðarlegar hamfarir hafi orðið í vatnavöxtunum síðustu daga. „Það er tvennt sem stendur upp úr þegar maður fer hérna yfir. Það er annars vegar að mjög ánægjulegt er að sjá hvað allir hafa tekið höndum saman og eru með samstillar aðgerðir við að vinna á þessum brýnustu viðfangsefnum. Hins vegar verð ég að segja að þessi flóð ná yfir stærra landsvæði en ég hafði gert mér grein fyrir áður en ég kom hingað austur. Þetta eru gríðarlega miklar hamfarir hérna,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann bendir til að mynda á að eftir að varnargarðar brustu þá hafi margir kílómetrar af þjóðvegi 1 farið undir vatnselginn. Því hafi þurft að rjúfa veginn til að hleypa vatninu framhjá. „Þá hefur flætt hérna mikið yfir tún og girðingar og það á eftir að koma í ljós hvernig hefur farið með ræktarlönd. Það hefur þurft að bjarga skepnum og svo framvegis þannig að þetta er mikið ástand.“Tímapressa á mjólkurbúi á Mýrum Bjarni segir að flogið hafi verið yfir Steinavötn þar sem brúin hefur sigið mjög mikið og er farin vinna af stað við að byggja bráðabirgðabrú. Þá var einnig farið að Selbakka á Mýrum þar sem rekið er stórt mjólkurbú en það er algjörlega innlyksa. „Selbakki er þannig í sveit settur að vestan megin hefur brúin brotnað og austan megin er vegurinn rofinn. Þeir eru í tímapressu og þurfa að koma mjólkinni frá sér ekki seinna en á sunnudag,“ segir Bjarni. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir alveg ljóst að það verði truflanir á vegasamgöngum á Suðausturlandi í einhvern tíma. Þjóðvegur 1 hefur farið í sundur á þremur stöðum austan Hólmsár og eru lokanir enn í gildi þar sem og við Steinavötn í Suðursveit þar sem lokað er fyrir alla umferð yfir brúna. Ljóst að truflanir verða á vegasamgöngum í töluverðan tíma „Það er verið að vinna að úrbótum. Bæði er Vegagerðin komin með mikinn mannskap og tækjum á svæðið til að laga veginn og svo er undirbúningur á fullu við að gera bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur svo flogið með sérfræðinga Vegagerðarinnar um svæðið til að koma á merkingum og búnaði og hefur líka farið með vörur á bæi þannig að þeir sem eru alveg innilokaðir fái það sem þeir þurfa,“ segir Víðir. Björgunarsveitir hafa einnig farið um svæðið í dag og kannað vegi sem eru á kafi og hvort hægt sé að keyra þá upp á það ef koma þarf neyðarþjónustu inn á svæðin. „Þannig að það er allt á fullu við að reyna að draga úr áhrifum þessara atburða, en það er alveg ljóst að þarna verða truflanir á vegasamgöngum í töluverðan tíma.“
Veður Tengdar fréttir Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36 Brúin lokuð fyrir akandi og gangandi umferð Lögreglan hefur birt tilkynningu um lokanir og umferðartakmarkanir vegna vatnsflóða á Suðurlandi. 29. september 2017 12:42 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36
Brúin lokuð fyrir akandi og gangandi umferð Lögreglan hefur birt tilkynningu um lokanir og umferðartakmarkanir vegna vatnsflóða á Suðurlandi. 29. september 2017 12:42