Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2017 19:02 Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. Nýr flokkur Sigumdar Davíðs hefur fengið nafnið Miðflokkurinn. All stór hópur af fólki sem verið hefur virkt innan Framsóknarlfokksins undanfarin ár og áratugi jafnvel, hefur verið að segja sig úr flokknum á undanförnum dögum og vikum og gengið til liðs við Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formann flokksins. Þetta hlýtur að vera mikil blóðtaka fyrir Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir alltaf eftirsjá í fólki sem hann hafi jafnvel unnið með í mörg ár og hafi sumt gengt trúnaðarstörfum. „Sem betur fer er líka fólk sem gengur í flokkinn. Fólk sem gekk úr flokknum í apríl og maí 2016. Líka nýtt fólk sem er að ganga til liðs við flokkinn. Þannig að það er á báða bóga,“ segir Sigurður Ingi. Upplýst var í dag að flokkur Sigmundar Davíðs mun heita MIðflokkurinn sem er algengt nafn á systurflokkum Framsóknarflokksins á Norðurlöndunum. Samkvæmt nýrri könnun MMR sem skoða má á Vísi fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Verður þá ekki hörð samkeppni mili þessra tveggja flokka? „Jú ég á von á því nema þessi flokkur taki upp einhver önnur málefni en Sigmundur Davíð hefur staðið fyrir hingað til. Því klofningurin hefur ekki snúist um málefni. Þessi mismunandi afstaða hefur fyrst og fremst snúist um persónur,“ segir Sigurður Ingi. Formannsskipti á Flokksþingi í byrjun október í fyrra eigi sér skýringar. „Það sem gerðist í apríl (2016) með Wintrismálið og Panama skjölin þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, þá missti fyrrverandi formaður og forsætisráðherra traust þjóðarinnar og fólksins í flokknum,“ segir Sigurður Ingi. Hann telji Framsóknarflokkinn eiga ágæta möguleika í kosningunum í næsta mánuði. „Við erum með sterka málefnastöðu. Við erum traustur flokkur sem fólk veit að fylgir stöðugleiki. Fólk veit líka að stjórnmálamennirnir sem bjóða sig fram fyrir Framsóknarflokkinn eru ábyrgir. Ég held að kosningarnar eftir mánuð snúist að einhverju leyti um þetta.“ Ef hann telji rétt að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að öðlast traust á ný geti það verið rétt fyrir hann. Vonandi varpi deilur um menn ekki skugga á málefnin í kosningabaráttunni. „Stjórnmál eiga að snúast um málefni. Síðan augljóslega þarf eitthvert fólk að fylgja þeim eftir og það fólk þarf að hafa traust almennings,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. Nýr flokkur Sigumdar Davíðs hefur fengið nafnið Miðflokkurinn. All stór hópur af fólki sem verið hefur virkt innan Framsóknarlfokksins undanfarin ár og áratugi jafnvel, hefur verið að segja sig úr flokknum á undanförnum dögum og vikum og gengið til liðs við Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formann flokksins. Þetta hlýtur að vera mikil blóðtaka fyrir Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir alltaf eftirsjá í fólki sem hann hafi jafnvel unnið með í mörg ár og hafi sumt gengt trúnaðarstörfum. „Sem betur fer er líka fólk sem gengur í flokkinn. Fólk sem gekk úr flokknum í apríl og maí 2016. Líka nýtt fólk sem er að ganga til liðs við flokkinn. Þannig að það er á báða bóga,“ segir Sigurður Ingi. Upplýst var í dag að flokkur Sigmundar Davíðs mun heita MIðflokkurinn sem er algengt nafn á systurflokkum Framsóknarflokksins á Norðurlöndunum. Samkvæmt nýrri könnun MMR sem skoða má á Vísi fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Verður þá ekki hörð samkeppni mili þessra tveggja flokka? „Jú ég á von á því nema þessi flokkur taki upp einhver önnur málefni en Sigmundur Davíð hefur staðið fyrir hingað til. Því klofningurin hefur ekki snúist um málefni. Þessi mismunandi afstaða hefur fyrst og fremst snúist um persónur,“ segir Sigurður Ingi. Formannsskipti á Flokksþingi í byrjun október í fyrra eigi sér skýringar. „Það sem gerðist í apríl (2016) með Wintrismálið og Panama skjölin þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, þá missti fyrrverandi formaður og forsætisráðherra traust þjóðarinnar og fólksins í flokknum,“ segir Sigurður Ingi. Hann telji Framsóknarflokkinn eiga ágæta möguleika í kosningunum í næsta mánuði. „Við erum með sterka málefnastöðu. Við erum traustur flokkur sem fólk veit að fylgir stöðugleiki. Fólk veit líka að stjórnmálamennirnir sem bjóða sig fram fyrir Framsóknarflokkinn eru ábyrgir. Ég held að kosningarnar eftir mánuð snúist að einhverju leyti um þetta.“ Ef hann telji rétt að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að öðlast traust á ný geti það verið rétt fyrir hann. Vonandi varpi deilur um menn ekki skugga á málefnin í kosningabaráttunni. „Stjórnmál eiga að snúast um málefni. Síðan augljóslega þarf eitthvert fólk að fylgja þeim eftir og það fólk þarf að hafa traust almennings,“ segir formaður Framsóknarflokksins.
Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira