Alvarlegt ástand fyrir austan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2017 08:33 Á meðal þess sem hefur skemmst í vatnavöxtunum er göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum. jón kjartansson Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðausturlandi, segir að ekki þurfi að fara í grafgötur með það að ástandið fyrir austan sé alvarlegt vegna gríðarlegra vatnavaxta og flóða sem fylgt hafa mikilli úrkomu þar í gær og í nótt. Ekki stytti upp í nótt á svæðinu og enn rignir. Þá er þjóðvegur 1 á vegakafla milli Hoffellsár og Flateyjar á Mýrum enn lokaður. Landhelgisgæslan mun í dag fljúga yfir svæðið og kanna ástand vega og brúa. Þá funda viðbragðsaðilar klukkan níu. „Hér er bara rok og rigning og svipuð staða og gærkvöldi. Það er jákvæð veðurspá fyrir daginn í dag en svo á að byrja að rigna aftur á morgun,“ segir Friðrik í samtali við Vísi sem staddur er á Höfn. Sjá einnig:Áfram mun rigna á Austurland Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. Friðrik segir að allt hafi þetta verið erlendir ferðamenn sem fundin var gisting annars staðar svo enginn dvaldi í hjálparstöðvunum í dag. Þá eru fimm bæir innlyksa á milli Árbæjar og Hóls á Mýrum en Friðrik segir að ekki væsi um fólk þar. „Það eru ferðamenn á einum bænum sem verður reynt að losa um í dag,“ segir hann. Aðspurður segir hann lítið vitað um tjón á vegum og brúm þar sem enginn hafi komist inn á svæðið. Þess vegna sé þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út svo hægt sé að fljúga yfir og kanna og meta aðstæður. „Það þarf ekkert að fara í grafgötur með að þetta er alvarlegt ástand.“ Þar sem þjóðvegur 1 er lokaður var vegurinn rofinn á þremur stöðum svo hleypa mætti vatni niður fyrir veg sem brotið hafði sér leið í gegnum varnargarða Hólmsár og fundið sér leið fimm kílómetra austur með þjóðveginum. Veður Tengdar fréttir Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. 27. september 2017 23:04 Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegt að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðausturlandi, segir að ekki þurfi að fara í grafgötur með það að ástandið fyrir austan sé alvarlegt vegna gríðarlegra vatnavaxta og flóða sem fylgt hafa mikilli úrkomu þar í gær og í nótt. Ekki stytti upp í nótt á svæðinu og enn rignir. Þá er þjóðvegur 1 á vegakafla milli Hoffellsár og Flateyjar á Mýrum enn lokaður. Landhelgisgæslan mun í dag fljúga yfir svæðið og kanna ástand vega og brúa. Þá funda viðbragðsaðilar klukkan níu. „Hér er bara rok og rigning og svipuð staða og gærkvöldi. Það er jákvæð veðurspá fyrir daginn í dag en svo á að byrja að rigna aftur á morgun,“ segir Friðrik í samtali við Vísi sem staddur er á Höfn. Sjá einnig:Áfram mun rigna á Austurland Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. Friðrik segir að allt hafi þetta verið erlendir ferðamenn sem fundin var gisting annars staðar svo enginn dvaldi í hjálparstöðvunum í dag. Þá eru fimm bæir innlyksa á milli Árbæjar og Hóls á Mýrum en Friðrik segir að ekki væsi um fólk þar. „Það eru ferðamenn á einum bænum sem verður reynt að losa um í dag,“ segir hann. Aðspurður segir hann lítið vitað um tjón á vegum og brúm þar sem enginn hafi komist inn á svæðið. Þess vegna sé þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út svo hægt sé að fljúga yfir og kanna og meta aðstæður. „Það þarf ekkert að fara í grafgötur með að þetta er alvarlegt ástand.“ Þar sem þjóðvegur 1 er lokaður var vegurinn rofinn á þremur stöðum svo hleypa mætti vatni niður fyrir veg sem brotið hafði sér leið í gegnum varnargarða Hólmsár og fundið sér leið fimm kílómetra austur með þjóðveginum.
Veður Tengdar fréttir Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. 27. september 2017 23:04 Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegt að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. 27. september 2017 23:04
Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30