Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. september 2017 23:04 Svona leit göngubrúin út í dag. Hólmsá í foráttuvexti. Jón Kjartansson Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. „Hún er ekki falleg. Hún er ónýt,” sagði Jón Kjartansson, gröfumaður á Háhóli í Hornafirði, í samtali við fréttastofuna í kvöld, en hann fór um svæðið í dag. Göngubrúin yfir Hólmsá áður en hún féll, Fláajökull í baksýn.Vatnajökulsþjóðgarður.Svo vill til að fjallað var um göngubrúna í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hún er milli Fláajökuls og Heinabergsjökuls og var henni ætlað að greiða leið göngufólks að skriðjöklunum á Mýrum.Brúin hékk enn í öðrum stöplinum um miðjan dag.Jón Kjartansson„Þegar ég var þarna um tvö-þrjúleytið í dag þá var norðurstöpullinn fallinn. Ég held að það séu 90 prósent líkur á því að hún sé endanlega fallinn núna. Þetta er ekkert venjulegt vatn,” sagði Jón. Hann tók meðfylgjandi myndir af brúarleifunum í dag.Hér sést annar brúarstöpullinn.Mynd/Jón Kjartansson.Hann kveðst aldrei hafa séð Hólmsá í jafnmiklum ham og núna. Hún hafi síðast gert usla árið 2002. „En það var ekkert miðað við það sem er að gerast núna. Þetta er alveg fáránlegt. Menn verða að byggja stærri brú næst, miðað við allt þetta vatn.” „Þessi brú er lítið miðað við allt annað sem gengur á,” sagði Sigurlaug Gissurardóttir, bóndi á Brunnhóli, í kvöld. Hún segir Hólmsá í gríðarlegum ham. Hún hafi brotið sér leið í gegnum hringveginn við Hellisholt. Menn hafi þá ákveðið að rjúfa að minnsta kosti þrjú skörð í veginn til að þjóðvegurinn eyðilegðist ekki allur. Hér að neðan má sjá myndband sem Jón Kjartansson tók við Hólmsá í dag. Veður Tengdar fréttir Við erum miður okkar að hafa misst brúna "Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn. 28. september 2017 09:26 Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. „Hún er ekki falleg. Hún er ónýt,” sagði Jón Kjartansson, gröfumaður á Háhóli í Hornafirði, í samtali við fréttastofuna í kvöld, en hann fór um svæðið í dag. Göngubrúin yfir Hólmsá áður en hún féll, Fláajökull í baksýn.Vatnajökulsþjóðgarður.Svo vill til að fjallað var um göngubrúna í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hún er milli Fláajökuls og Heinabergsjökuls og var henni ætlað að greiða leið göngufólks að skriðjöklunum á Mýrum.Brúin hékk enn í öðrum stöplinum um miðjan dag.Jón Kjartansson„Þegar ég var þarna um tvö-þrjúleytið í dag þá var norðurstöpullinn fallinn. Ég held að það séu 90 prósent líkur á því að hún sé endanlega fallinn núna. Þetta er ekkert venjulegt vatn,” sagði Jón. Hann tók meðfylgjandi myndir af brúarleifunum í dag.Hér sést annar brúarstöpullinn.Mynd/Jón Kjartansson.Hann kveðst aldrei hafa séð Hólmsá í jafnmiklum ham og núna. Hún hafi síðast gert usla árið 2002. „En það var ekkert miðað við það sem er að gerast núna. Þetta er alveg fáránlegt. Menn verða að byggja stærri brú næst, miðað við allt þetta vatn.” „Þessi brú er lítið miðað við allt annað sem gengur á,” sagði Sigurlaug Gissurardóttir, bóndi á Brunnhóli, í kvöld. Hún segir Hólmsá í gríðarlegum ham. Hún hafi brotið sér leið í gegnum hringveginn við Hellisholt. Menn hafi þá ákveðið að rjúfa að minnsta kosti þrjú skörð í veginn til að þjóðvegurinn eyðilegðist ekki allur. Hér að neðan má sjá myndband sem Jón Kjartansson tók við Hólmsá í dag.
Veður Tengdar fréttir Við erum miður okkar að hafa misst brúna "Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn. 28. september 2017 09:26 Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Við erum miður okkar að hafa misst brúna "Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn. 28. september 2017 09:26
Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04