Sóttvarnalæknir mælir með að lyf gegn HIV smiti verði gert aðgengilegra Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2017 19:30 Sóttvarnalæknir leggur til að lyf sem getur komið í veg fyrir HIV smit verði gert aðgengilegra fyrir almenning en nú er. Lyfið virkar þó ekki ekki á aðra kynsjúkdóma eins og sárasótt og lekanda en mikil fjölgun hefur verið í smiti á þeim sjúkdómum að undanförnu en sárasótt getur valdið skaða á fósti í móðurkviði. Lyfið sem um ræðir heitir Truvada, stundum kallað Prep, og er notað af samkynhneigðum karlmönnum víða um heim til að koma í veg fyrir HIV smit. Eins og er er lyfið S-merkt sem þýðir að það er aðeins gefið á sjúkrahúsum á Íslandi. En sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðuneytið að þar verði breyting á. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greinir frá því á fréttasíðinnu GayIceland að í umsögn Landlæknisembættisins til heilbrigisráðuneytisins sé lagt til að Truvada, eða Prep eins og lyfið er stundum kallað, verði gert aðgengilegt með lyfseðli. Haraldur Briem leysir Þórólf af þessa dagana og segir lyfið einnig eitt þriggja meginlyfja í blöndu sem HIV jákvæðir fá til að halda sjúkdómnum niðri.Stöð 2/GrafíkHvernig þarf fólk að taka þetta lyf þannig að að sé fyrirbyggjandi? „Rannsóknir sem gerðar hafa verið á lyfinu miða við, að þeir sem ekki eru smitaðir, taki eina töflu daglega til að koma í veg fyrir smit. Síðan hafa menn velt fyrir sér hvort menn geti tekið eina töflu rétt fyrir einhvern atburð sem gæti verið yfirvofandi. En það eru ekki eins góðar upplýsingarnar um hvort lyfið virki þannig,“ segir Haraldur. Rannsóknir sýni hins vegar ótvírætt fram á að lyfið dragi mjög verulega úr líkum á að fólk smitist af HIV. Harladur segir smokkinn aftur á móti enn bestu vörnina, ekki bara gegn HIV heldur öðrum alvarlegum sjúkdómum sem smitist með samförum. Eins og sést á ljósgrænu línunni á meðfylgjandi línuriti var mikil fjölgun í HIV smiti á síðasta ári og á rauðu línunni sést að tilfelum er aftur að fjölga það sem af er þessu ári. Það hefur líka átt sér stað mikil fjölgun fólks með sárasótt en ljósgræna línan á viðeigandi línuriti sýnir fjöldann í fyrra og sú rauða fjölda tilfella fram í ágúst á þessu ári en í dag hafa 35 einstaklingar smitast af sárasótt það sem af er ári og lekandi er líka í sókn.Stöð 2/GrafíkSárasóttin er að greinast í vaxandi mæli á Íslandi? „Já hún er það. Þetta er heljarinnar aukning og jafnvel á þessu ári. Þetta er vandamál og þetta er því miður sérstaklega vandamál hjá karlmönnum sem eiga mök við aðra karlmenn,“ segir Haraldur. Sem bendir til að dregið hafi úr notkun smokksins hjá samkynhneigðum. En þótt hægt sé að vinna á sárasótt með peneselíni getur meðferð verið löng og erfið og konur þurfa líka að gæta að sér. „En hún getur verið svolítið dulin og hún getur valdið miklum vandræðum hjá þeim sem eru sýktir. Sérstalega hjá konum sem eru barnshafandi. Þá er fóstrið í mikilli hættu að smitast,“ segir Haraldur. Ef sjúkdómurinn greinist ekki snemma geti hann valdið skaða á hjarta, æðakerfi og miðtaugakerfi og þá geti tekið tíma að vinna á honum. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Sóttvarnalæknir leggur til að lyf sem getur komið í veg fyrir HIV smit verði gert aðgengilegra fyrir almenning en nú er. Lyfið virkar þó ekki ekki á aðra kynsjúkdóma eins og sárasótt og lekanda en mikil fjölgun hefur verið í smiti á þeim sjúkdómum að undanförnu en sárasótt getur valdið skaða á fósti í móðurkviði. Lyfið sem um ræðir heitir Truvada, stundum kallað Prep, og er notað af samkynhneigðum karlmönnum víða um heim til að koma í veg fyrir HIV smit. Eins og er er lyfið S-merkt sem þýðir að það er aðeins gefið á sjúkrahúsum á Íslandi. En sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðuneytið að þar verði breyting á. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greinir frá því á fréttasíðinnu GayIceland að í umsögn Landlæknisembættisins til heilbrigisráðuneytisins sé lagt til að Truvada, eða Prep eins og lyfið er stundum kallað, verði gert aðgengilegt með lyfseðli. Haraldur Briem leysir Þórólf af þessa dagana og segir lyfið einnig eitt þriggja meginlyfja í blöndu sem HIV jákvæðir fá til að halda sjúkdómnum niðri.Stöð 2/GrafíkHvernig þarf fólk að taka þetta lyf þannig að að sé fyrirbyggjandi? „Rannsóknir sem gerðar hafa verið á lyfinu miða við, að þeir sem ekki eru smitaðir, taki eina töflu daglega til að koma í veg fyrir smit. Síðan hafa menn velt fyrir sér hvort menn geti tekið eina töflu rétt fyrir einhvern atburð sem gæti verið yfirvofandi. En það eru ekki eins góðar upplýsingarnar um hvort lyfið virki þannig,“ segir Haraldur. Rannsóknir sýni hins vegar ótvírætt fram á að lyfið dragi mjög verulega úr líkum á að fólk smitist af HIV. Harladur segir smokkinn aftur á móti enn bestu vörnina, ekki bara gegn HIV heldur öðrum alvarlegum sjúkdómum sem smitist með samförum. Eins og sést á ljósgrænu línunni á meðfylgjandi línuriti var mikil fjölgun í HIV smiti á síðasta ári og á rauðu línunni sést að tilfelum er aftur að fjölga það sem af er þessu ári. Það hefur líka átt sér stað mikil fjölgun fólks með sárasótt en ljósgræna línan á viðeigandi línuriti sýnir fjöldann í fyrra og sú rauða fjölda tilfella fram í ágúst á þessu ári en í dag hafa 35 einstaklingar smitast af sárasótt það sem af er ári og lekandi er líka í sókn.Stöð 2/GrafíkSárasóttin er að greinast í vaxandi mæli á Íslandi? „Já hún er það. Þetta er heljarinnar aukning og jafnvel á þessu ári. Þetta er vandamál og þetta er því miður sérstaklega vandamál hjá karlmönnum sem eiga mök við aðra karlmenn,“ segir Haraldur. Sem bendir til að dregið hafi úr notkun smokksins hjá samkynhneigðum. En þótt hægt sé að vinna á sárasótt með peneselíni getur meðferð verið löng og erfið og konur þurfa líka að gæta að sér. „En hún getur verið svolítið dulin og hún getur valdið miklum vandræðum hjá þeim sem eru sýktir. Sérstalega hjá konum sem eru barnshafandi. Þá er fóstrið í mikilli hættu að smitast,“ segir Haraldur. Ef sjúkdómurinn greinist ekki snemma geti hann valdið skaða á hjarta, æðakerfi og miðtaugakerfi og þá geti tekið tíma að vinna á honum.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira