Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2017 16:30 Það er allt á floti í Fljótsdal. Mynd/Landsbjörg „Mér fannst ótrúlegt hvað þetta hækkar mikið miðað við hvað þetta er vítt og opið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands eftir að hafa skoðað loftmyndir af Fljótsdal. Þar hafa bændur og björgunarsveitir staðið í ströngu við að bjarga kindum eftir að Jökulsá í Fljótsdal flæddi yfir bakka sína. Talið er að tugir kinda hafi drepist og á túnum á Valþjófsstaðanesi liggur klofhátt vatn yfir túnunum að stórum hluta. Gríðarleg úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum undanfarna daga og segjast íbúar þar aldrei hafa séð aðra eins úrkomu og þá sem gengið hefur yfir austanvert landið undanfarin sólarhring.Sjá einnig:Aldrei séð svona úrhelliVarað hefur verið við vatnavöxtum á þessu svæði undanfarna daga en Óli Þór segir að vatnavextirnir á Fljótsdalshéraði hafi samt sem áður komið á óvart.Björgunarsveitarmenn sigldu um á bát til þess að bjarga því sem bjarga varð.Mynd/Landsbjörg„Maður átti von á vatnavöxtum við Suðausturströndina og á sunnanverðum Austfjörðum en það var bara nægilega hvasst til að draga þessa úrkomu líka yfir fjöllin þannig að þetta fór inn á vatnasvið ánna sem renna inn á Fljótsdalshérað,“ segir Óli Þór.Finnska hæðin veldur usla Á vef Veðurstofunnar má sjá að rennsli í Jökulsá í Fljótsdal hefur nærri þrefaldast á örfáum klukkutímum við Valþjófsstaðanes. Þá hefur vatnshæð hækkað um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga.Sjá einnig: Ágætt að láta loka sig inni annað slagiðÓli Þór telur þó líklegt að vatnsstaðan á túnunum fari lækkandi í nótt og á morgun en ekki sé hægt að segja til um hversu hratt það gerist. Það muni fara eftir því hvenær hætti að rigna á vatnasviðum ánna á Fljótsdalshéraði.Eins og sjá má er gríðarleg úrkoma á austanverðu landinu.Mynd/VeðurstofanÞá þyki veðurfræðingum einnig óvenjulegt hversu staðbundin úrkoman er. Líkt og sjá má á kortinu hér fyrir ofan er gríðarleg úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi en lítil sem engin annars staðar. „Það er þessi gríðarstóra hæð yfir Finnlandi sem heldur þessu þarna í járngreipum, hún situr bara föst þarna á sama stað,“ segir Óli Þór sem telur þó líklegt að draga muni úr úrkomunni á morgun. „Um miðjan dag á morgun fara þessi skil nokkuð hratt austur og þá verður hlé.“Að neðan má sjá myndasyrpu sem Ingi Ragnarsson, sem rekur ferðaþjónustu á Bragðavöllum í Hamarsfirði ásamt bróður sínum Eiði, tók af Hamarsá og umhverfi í dag. Veður Tengdar fréttir Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Bóndinn í Hamarsseli: Ágætt að láta loka sig inni annað slagið Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. 27. september 2017 15:39 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Mér fannst ótrúlegt hvað þetta hækkar mikið miðað við hvað þetta er vítt og opið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands eftir að hafa skoðað loftmyndir af Fljótsdal. Þar hafa bændur og björgunarsveitir staðið í ströngu við að bjarga kindum eftir að Jökulsá í Fljótsdal flæddi yfir bakka sína. Talið er að tugir kinda hafi drepist og á túnum á Valþjófsstaðanesi liggur klofhátt vatn yfir túnunum að stórum hluta. Gríðarleg úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum undanfarna daga og segjast íbúar þar aldrei hafa séð aðra eins úrkomu og þá sem gengið hefur yfir austanvert landið undanfarin sólarhring.Sjá einnig:Aldrei séð svona úrhelliVarað hefur verið við vatnavöxtum á þessu svæði undanfarna daga en Óli Þór segir að vatnavextirnir á Fljótsdalshéraði hafi samt sem áður komið á óvart.Björgunarsveitarmenn sigldu um á bát til þess að bjarga því sem bjarga varð.Mynd/Landsbjörg„Maður átti von á vatnavöxtum við Suðausturströndina og á sunnanverðum Austfjörðum en það var bara nægilega hvasst til að draga þessa úrkomu líka yfir fjöllin þannig að þetta fór inn á vatnasvið ánna sem renna inn á Fljótsdalshérað,“ segir Óli Þór.Finnska hæðin veldur usla Á vef Veðurstofunnar má sjá að rennsli í Jökulsá í Fljótsdal hefur nærri þrefaldast á örfáum klukkutímum við Valþjófsstaðanes. Þá hefur vatnshæð hækkað um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga.Sjá einnig: Ágætt að láta loka sig inni annað slagiðÓli Þór telur þó líklegt að vatnsstaðan á túnunum fari lækkandi í nótt og á morgun en ekki sé hægt að segja til um hversu hratt það gerist. Það muni fara eftir því hvenær hætti að rigna á vatnasviðum ánna á Fljótsdalshéraði.Eins og sjá má er gríðarleg úrkoma á austanverðu landinu.Mynd/VeðurstofanÞá þyki veðurfræðingum einnig óvenjulegt hversu staðbundin úrkoman er. Líkt og sjá má á kortinu hér fyrir ofan er gríðarleg úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi en lítil sem engin annars staðar. „Það er þessi gríðarstóra hæð yfir Finnlandi sem heldur þessu þarna í járngreipum, hún situr bara föst þarna á sama stað,“ segir Óli Þór sem telur þó líklegt að draga muni úr úrkomunni á morgun. „Um miðjan dag á morgun fara þessi skil nokkuð hratt austur og þá verður hlé.“Að neðan má sjá myndasyrpu sem Ingi Ragnarsson, sem rekur ferðaþjónustu á Bragðavöllum í Hamarsfirði ásamt bróður sínum Eiði, tók af Hamarsá og umhverfi í dag.
Veður Tengdar fréttir Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Bóndinn í Hamarsseli: Ágætt að láta loka sig inni annað slagið Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. 27. september 2017 15:39 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30
Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45
Bóndinn í Hamarsseli: Ágætt að láta loka sig inni annað slagið Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. 27. september 2017 15:39