Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Sveinn Arnarsson skrifar 27. september 2017 06:00 Gífurleg uppbygging hefur orðið á sunnanverðum Vestfjörðum vegna laxeldis. vísir/egill aðalsteinsson Botndýralíf í Patreksfirði hefur tekið miklum breytingum vegna uppsafnaðs lífræns úrgangs frá laxeldi við Hlaðseyri. Sýnatökur síðastliðinn vetur benda til mikillar uppsöfnunar lífræns úrgangs sem berst síðan með straumum inn fjörðinn. Brennisteinsfnykur var af þeim setlögum sem rannsökuð voru. Um 3.500 tonn voru í kvíunum þegar mest var. Arnarlax ætlar að færa kvíarnar annað. Arnarlax óskaði eftir botnsýnatöku við Hlaðseyri í Patreksfirði á síðasta ári og vann Náttúrustofa Vestfjarða rannsóknina. Fyrirtækið var að reyna að fá alþjóðlega ASC-vottun sem er vottun fyrir ábyrgt og sjálfbært fiskeldi í sjó. Fyrirtækið stóðst ekki kröfur staðalsins. Svæðið sem kannað var samanstóð af tíu kvíum, samtals rúmum fimm hundruð metrum í þvermál. Í niðurstöðum sýnatökunnar segir að dreifing lífræns úrgangs hafi ekki verið jöfn umhverfis kvíarnar og að brennisteinslykt hafi verið af setlögum sem tekin voru upp úr sjó. Brennisteinslykt gefur til kynna uppsöfnun lífræns úrgangs við kvíarnar og umhverfis þær. Einnig kemur fram að straumur virtist flytja lífrænan úrgang inn fjörðinn í stað þess að ýta honum út fjörðinn. Ef áfram heldur sem horfir mun lífrænn úrgangur safnast saman innar í Patreksfirði og valda frekari mengun þar. Einnig kom fram mikil einsleitni í botndýraflóru við sumar kvíar og innst í firðinum. „Þegar botndýrasamfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fiskeldissvæðinu,“ segir í skýrslunni. „Þetta staðfestir niðurstöður hvíldarsýnatöku sem bentu til að svæðið hefði ekki fengið nógan tíma til að jafna sig eftir síðasta eldistímabil.“ Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, segir það á hreinu að Arnarlax muni ekki setja út fisk aftur á þessum stað. Kvíarnar verði færðar. „Við erum búin að slátra úr kvíunum og munum svo setja kvíarnar annað. Þessi staðsetning uppfyllir ekki þau skilyrði sem við setjum umhverfinu okkar,“ segir Kristian. Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Botndýralíf í Patreksfirði hefur tekið miklum breytingum vegna uppsafnaðs lífræns úrgangs frá laxeldi við Hlaðseyri. Sýnatökur síðastliðinn vetur benda til mikillar uppsöfnunar lífræns úrgangs sem berst síðan með straumum inn fjörðinn. Brennisteinsfnykur var af þeim setlögum sem rannsökuð voru. Um 3.500 tonn voru í kvíunum þegar mest var. Arnarlax ætlar að færa kvíarnar annað. Arnarlax óskaði eftir botnsýnatöku við Hlaðseyri í Patreksfirði á síðasta ári og vann Náttúrustofa Vestfjarða rannsóknina. Fyrirtækið var að reyna að fá alþjóðlega ASC-vottun sem er vottun fyrir ábyrgt og sjálfbært fiskeldi í sjó. Fyrirtækið stóðst ekki kröfur staðalsins. Svæðið sem kannað var samanstóð af tíu kvíum, samtals rúmum fimm hundruð metrum í þvermál. Í niðurstöðum sýnatökunnar segir að dreifing lífræns úrgangs hafi ekki verið jöfn umhverfis kvíarnar og að brennisteinslykt hafi verið af setlögum sem tekin voru upp úr sjó. Brennisteinslykt gefur til kynna uppsöfnun lífræns úrgangs við kvíarnar og umhverfis þær. Einnig kemur fram að straumur virtist flytja lífrænan úrgang inn fjörðinn í stað þess að ýta honum út fjörðinn. Ef áfram heldur sem horfir mun lífrænn úrgangur safnast saman innar í Patreksfirði og valda frekari mengun þar. Einnig kom fram mikil einsleitni í botndýraflóru við sumar kvíar og innst í firðinum. „Þegar botndýrasamfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fiskeldissvæðinu,“ segir í skýrslunni. „Þetta staðfestir niðurstöður hvíldarsýnatöku sem bentu til að svæðið hefði ekki fengið nógan tíma til að jafna sig eftir síðasta eldistímabil.“ Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, segir það á hreinu að Arnarlax muni ekki setja út fisk aftur á þessum stað. Kvíarnar verði færðar. „Við erum búin að slátra úr kvíunum og munum svo setja kvíarnar annað. Þessi staðsetning uppfyllir ekki þau skilyrði sem við setjum umhverfinu okkar,“ segir Kristian.
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira