Trump kynnir sér eyðilegginguna á Púertó Ríkó í skugga gagnrýni í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 16:36 Fólk sækir sér vatn í laug sem myndaðist eftir aurskriðu nærri Corozal, vestur af San Juan. Stór hluti landsmanna er án nauðsynja eins og rafmagns og vatns. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að heimsækja Púertó Ríkó í næstu viku til að sjá með eigin augum eyðilegginguna sem fellibylurinn María hefur valdið þar. Ráðamenn á eyjunni vara við aðsteðjandi mannúðarástandi. Allir rafmagnsnotendur eyjunnar eru enn án rafmagns og fjarskiptakerfi liggja að miklu leyti niðri þrátt fyrir að tæplega vika sé liðin frá því að María gekk yfir eyjuna sem fjórða stigs fellibylur. Fátt bendir til að rafmagn komist aftur á í bráð, að sögn CNN-fréttastofunnar. Matvæli og lyf eru einnig að verða af skornum skammti, ekki síst í byggðum inn til lands sem hafa einangrast vegna skemmda á vegum. Sjúkrahús hafa þurft að keyra á dísilvararafstöðvum en eldsneytisskortur er einnig yfirvofandi. Þá eru margir án drykkjavatns. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og landsmenn teljast bandarískir þegnar þótt þeir hafi ekki kosningarétt í bandarískum kosningum.Gagnrýnd fyrir sein viðbrögð Almannavarnir Bandaríkjanna hafa sent tíu þúsund starfsmenn til eyjunnar ásamt neyðargögnum. Skemmdir sem hafa orðið á innviðum eins og höfnum og flugvöllum hafa hins vegar tafið hjálparstarf. Ríkisstjórinn Ricardo Castelló hefur óskað eftir frekari aðstoð frá alríkisstjórn Bandaríkjanna og það fljótt.Miklar skemmdir hafa orðið á samgönguinnviðum Púertó Ríkó. Dreifbýlissvæði hafa einangrast af þeim sökum og ekki hjálpar til að fjarskiptakerfi liggja að miklu leyti niðri sömuleiðis.Vísir/AFPTrump sagði í dag að hann ætli sér að heimsækja eyjuna þriðjudaginn 3. október. Dagskrá hans leyfi honum ekki að fara fyrr og þá vilji hann ekki trufla neyðarstarf, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Forsetinn og alríkisstjórnin hafa verið gagnrýnd fyrir að taka ástandið á Púertó Ríkó ekki eins föstum tökum og í Texas og Flórída þegar fellibyljirnir Harvey og Irma gengu þar yfir.Taki fólk fram yfir skuldirEkki síst vakti það armæðu þegar Trump tísti loksins um ástandið í gær eftir að hafa þagað þunnu hljóði um það og kosið frekar að beina kröftum sínum að því að efna til illdeilna um mótmæli ruðningsmanna. Trump talaði í tístunum um miklar skuldir Púertó Ríkó og að á þeim þyrfti að taka. Púertó Ríkó lenti í greiðsluþroti fyrr á þessu ári. Stjórnvöld þar óskuðu eftir fjögurra vikna framlengingu á fresti sem þau höfðu til að standast skilmála um greiðsluþrotið. Skuldir Púertó Ríkó nema 72 milljörðum dollara, samkvæmt frétt Reuters. Sú ákvörðun Trump að blanda fjármálum Púertó Ríkó saman við neyðarástandið þar féll ekki í frjóan jarðveg hjá Carmen Yulin Cruz, borgarstjóra höfuðborgarinnar San Juan. Hún lýsti ástandinu á eyjunni sem mannúðarástandi við CNN í dag. „Maður setur ekki skuldir ofar fólki, maður setur fólk ofar skuldum,“ sagði Yulin. Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfi Púertó Ríkó í lamasessi eftir Maríu Alvarlegt mannúðarástand er í uppsiglingu á Púertó Ríkó. Skortur á eldsneyti ágerir rafmagnsleysi sem gæti varað í mánuði. 25. september 2017 14:36 María nær landi Puerto Rico Þúsundir íbúa halda til í neyðarskýlum en búist er við miklum skemmdum. 20. september 2017 12:02 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að heimsækja Púertó Ríkó í næstu viku til að sjá með eigin augum eyðilegginguna sem fellibylurinn María hefur valdið þar. Ráðamenn á eyjunni vara við aðsteðjandi mannúðarástandi. Allir rafmagnsnotendur eyjunnar eru enn án rafmagns og fjarskiptakerfi liggja að miklu leyti niðri þrátt fyrir að tæplega vika sé liðin frá því að María gekk yfir eyjuna sem fjórða stigs fellibylur. Fátt bendir til að rafmagn komist aftur á í bráð, að sögn CNN-fréttastofunnar. Matvæli og lyf eru einnig að verða af skornum skammti, ekki síst í byggðum inn til lands sem hafa einangrast vegna skemmda á vegum. Sjúkrahús hafa þurft að keyra á dísilvararafstöðvum en eldsneytisskortur er einnig yfirvofandi. Þá eru margir án drykkjavatns. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og landsmenn teljast bandarískir þegnar þótt þeir hafi ekki kosningarétt í bandarískum kosningum.Gagnrýnd fyrir sein viðbrögð Almannavarnir Bandaríkjanna hafa sent tíu þúsund starfsmenn til eyjunnar ásamt neyðargögnum. Skemmdir sem hafa orðið á innviðum eins og höfnum og flugvöllum hafa hins vegar tafið hjálparstarf. Ríkisstjórinn Ricardo Castelló hefur óskað eftir frekari aðstoð frá alríkisstjórn Bandaríkjanna og það fljótt.Miklar skemmdir hafa orðið á samgönguinnviðum Púertó Ríkó. Dreifbýlissvæði hafa einangrast af þeim sökum og ekki hjálpar til að fjarskiptakerfi liggja að miklu leyti niðri sömuleiðis.Vísir/AFPTrump sagði í dag að hann ætli sér að heimsækja eyjuna þriðjudaginn 3. október. Dagskrá hans leyfi honum ekki að fara fyrr og þá vilji hann ekki trufla neyðarstarf, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Forsetinn og alríkisstjórnin hafa verið gagnrýnd fyrir að taka ástandið á Púertó Ríkó ekki eins föstum tökum og í Texas og Flórída þegar fellibyljirnir Harvey og Irma gengu þar yfir.Taki fólk fram yfir skuldirEkki síst vakti það armæðu þegar Trump tísti loksins um ástandið í gær eftir að hafa þagað þunnu hljóði um það og kosið frekar að beina kröftum sínum að því að efna til illdeilna um mótmæli ruðningsmanna. Trump talaði í tístunum um miklar skuldir Púertó Ríkó og að á þeim þyrfti að taka. Púertó Ríkó lenti í greiðsluþroti fyrr á þessu ári. Stjórnvöld þar óskuðu eftir fjögurra vikna framlengingu á fresti sem þau höfðu til að standast skilmála um greiðsluþrotið. Skuldir Púertó Ríkó nema 72 milljörðum dollara, samkvæmt frétt Reuters. Sú ákvörðun Trump að blanda fjármálum Púertó Ríkó saman við neyðarástandið þar féll ekki í frjóan jarðveg hjá Carmen Yulin Cruz, borgarstjóra höfuðborgarinnar San Juan. Hún lýsti ástandinu á eyjunni sem mannúðarástandi við CNN í dag. „Maður setur ekki skuldir ofar fólki, maður setur fólk ofar skuldum,“ sagði Yulin.
Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfi Púertó Ríkó í lamasessi eftir Maríu Alvarlegt mannúðarástand er í uppsiglingu á Púertó Ríkó. Skortur á eldsneyti ágerir rafmagnsleysi sem gæti varað í mánuði. 25. september 2017 14:36 María nær landi Puerto Rico Þúsundir íbúa halda til í neyðarskýlum en búist er við miklum skemmdum. 20. september 2017 12:02 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Heilbrigðiskerfi Púertó Ríkó í lamasessi eftir Maríu Alvarlegt mannúðarástand er í uppsiglingu á Púertó Ríkó. Skortur á eldsneyti ágerir rafmagnsleysi sem gæti varað í mánuði. 25. september 2017 14:36
María nær landi Puerto Rico Þúsundir íbúa halda til í neyðarskýlum en búist er við miklum skemmdum. 20. september 2017 12:02