Lofar að vinna öfgamenn aftur á sitt band Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2017 08:00 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vann varnarsigur. vísir/afp Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU/CSU), lofaði í gær að vinna kjósendur þjóðernishyggjuflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) aftur á sitt band. Útlit er fyrir að kjósendur Kristilegra demókrata hafi margir hverjir flykkst til AfD. Þótt Kristilegir demókratar hafi fengið langflest atkvæði í þýsku kosningunum um helgina töpuðu þeir 8,5 prósentum atkvæða miðað við kosningarnar árið 2013. AfD fékk hins vegar 7,9 prósentustigum fleiri atkvæði. Fengu Kristilegir demókratar þannig sína verstu kosningu í nærri sjö áratugi. AfD eru augljósir sigurvegarar kosninganna. Einungis einn annar flokkur, Frjálslyndir demókratar (FDP), bætti við sig meira en einu prósentustigi. Bætti FDP við sig alls 5,9 prósentustigum en flokkurinn náði ekki inn á þing í síðustu kosningum eftir að hafa verið í ríkisstjórn með CDU/CSU. Þrátt fyrir velgengni AfD lýsti Frauke Petry, annar formanna flokksins, því yfir á stuttum blaðamannafundi í gær að hún hygðist ekki taka sæti á þingi fyrir AfD. Hún myndi frekar verða óháður þingmaður. Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. Um er að ræða samsteypustjórn FDP, Græningja, og Kristilegra demókrata sem hefðu saman 393 af 630 þingsætum. Slíkt stjórnarmynstur hefur verið kallað Jamaíkustjórn. Vísar það þess að einkennislitir flokkanna eru þeir sömu og eru í jamaíska fánanum. Aldrei hefur reynt á samstarf þessara flokka á þýska sambandsþinginu en flokkarnir starfa saman í þingi Slésvíkur-Holtsetalands. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU/CSU), lofaði í gær að vinna kjósendur þjóðernishyggjuflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) aftur á sitt band. Útlit er fyrir að kjósendur Kristilegra demókrata hafi margir hverjir flykkst til AfD. Þótt Kristilegir demókratar hafi fengið langflest atkvæði í þýsku kosningunum um helgina töpuðu þeir 8,5 prósentum atkvæða miðað við kosningarnar árið 2013. AfD fékk hins vegar 7,9 prósentustigum fleiri atkvæði. Fengu Kristilegir demókratar þannig sína verstu kosningu í nærri sjö áratugi. AfD eru augljósir sigurvegarar kosninganna. Einungis einn annar flokkur, Frjálslyndir demókratar (FDP), bætti við sig meira en einu prósentustigi. Bætti FDP við sig alls 5,9 prósentustigum en flokkurinn náði ekki inn á þing í síðustu kosningum eftir að hafa verið í ríkisstjórn með CDU/CSU. Þrátt fyrir velgengni AfD lýsti Frauke Petry, annar formanna flokksins, því yfir á stuttum blaðamannafundi í gær að hún hygðist ekki taka sæti á þingi fyrir AfD. Hún myndi frekar verða óháður þingmaður. Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. Um er að ræða samsteypustjórn FDP, Græningja, og Kristilegra demókrata sem hefðu saman 393 af 630 þingsætum. Slíkt stjórnarmynstur hefur verið kallað Jamaíkustjórn. Vísar það þess að einkennislitir flokkanna eru þeir sömu og eru í jamaíska fánanum. Aldrei hefur reynt á samstarf þessara flokka á þýska sambandsþinginu en flokkarnir starfa saman í þingi Slésvíkur-Holtsetalands.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira