Hafði alltaf dugað þar til núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2017 06:00 Guðjón Baldvinsson er með 12 mörk í 18 leikjum vísir/eyþór Mýtan um að þurfa að vera með tíu marka mann til að verða meistari er löngu dauð og nú er ekki lengur öruggt að verða meistari þótt þú sért með þrjá tíu marka menn innanborðs. Hilmar Árni Halldórsson varð á sunnudaginn þriðji leikmaður Stjörnunnar til að skora tíu mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Stjarnan varð þar með fyrsta liðið í átta ár og það fjórða í sögunni með þrjá tíu marka leikmenn. Þetta markaskor þeirra Hilmars Árna Halldórssonar, Guðjóns Baldvinssonar og Hólmbert Arons Friðjónssonar er þó ekki að skila Stjörnumönnunum titlinum. Stjarnan er tólf stigum á eftir nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals þegar ein umferð er eftir af mótinu. Það hefur aldrei gerst áður að lið með þrjá tíu marka menn hafi ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn og tvö af hinum þremur liðunum unnu meira að segja tvöfalt það sumar.Hólmbert Aron Friðjónsson hefur skorað 11 mörk í 19 leikjumVísirFyrsta liðið sem var með þrjá tíu marka menn var Valsliðið sumarið 1976 en því náði Hlíðarendaliðið í aðeins 16 leikjum. Liðið átti þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar þetta sumar, Ingi Björn Albertsson skoraði mest eða 16 mörk en liðsfélagar hans Hermann Gunnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson komu næstir með 11 mörk hvor. Við þurftum að bíða í sautján ár þar til annað lið náði þessu en þrír Skagamenn skoruðu saman 46 af 62 mörkum ÍA-liðsins sumarið 1993. Þórður Guðjónsson jafnaði markametið með því að skora 19 mörk, Haraldur Ingólfsson skoraði 14 mörk og Mihajlo Bibercic var með með 13 mörk. Þriðja liðið var síðan FH-liðið frá 2009 en það var annað tímabilið eftir að fjölgað var í tólf lið í deildinni. Atli Viðar Björnsson skoraði þá 14 mörk, Atli Guðnason var með 11 mörk og Matthías Vilhjálmsson skoraði 10 mörk auk þess að leggja upp önnur ellefu fyrir félaga sína. Atli Guðnason komst síðastur í hópinn í 21. og næstsíðustu umferð en hann skorað þrjú marka sinna í síðustu tveimur umferðunum.Hilmar Árni Halldórsson heufr skorað 10 mörk í 21 leikGuðjón Baldvinsson og Hólmbert Aron Friðjónsson komust báðir í tíu mörkin í 19. umferð og Hilmar Árni bættist síðan í hópinn í fyrradag. Það stefnir nú í það að þriðja árið í röð eigi Íslandsmeistaraliðið ekki tíu marka mann. FH-ingar áttu ekki tíu marka mann tvö síðustu ár því Steven Lennon skoraði 9 mörk 2015 og Atli Viðar Björnsson var markahæstur með 7 mörk í fyrra. Markahæstu leikmenn Íslandsmeistaraliðs Vals í ár eru þeir Guðjón Pétur Lýðsson og Sigurður Egill Lárusson sem báðir hafa skorað 7 mörk. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Laxdal bræður áfram hjá Stjörnunni Bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna og eru nú bundnir félaginu til 2020. 25. september 2017 17:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-2 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Valsmenn unnu sigur í Garðabænum, en Stjarnan er þrátt fyrir það örugg í Evrópusæti þar sem KR mistókst að vinna Fjölni. 24. september 2017 16:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Mýtan um að þurfa að vera með tíu marka mann til að verða meistari er löngu dauð og nú er ekki lengur öruggt að verða meistari þótt þú sért með þrjá tíu marka menn innanborðs. Hilmar Árni Halldórsson varð á sunnudaginn þriðji leikmaður Stjörnunnar til að skora tíu mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Stjarnan varð þar með fyrsta liðið í átta ár og það fjórða í sögunni með þrjá tíu marka leikmenn. Þetta markaskor þeirra Hilmars Árna Halldórssonar, Guðjóns Baldvinssonar og Hólmbert Arons Friðjónssonar er þó ekki að skila Stjörnumönnunum titlinum. Stjarnan er tólf stigum á eftir nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals þegar ein umferð er eftir af mótinu. Það hefur aldrei gerst áður að lið með þrjá tíu marka menn hafi ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn og tvö af hinum þremur liðunum unnu meira að segja tvöfalt það sumar.Hólmbert Aron Friðjónsson hefur skorað 11 mörk í 19 leikjumVísirFyrsta liðið sem var með þrjá tíu marka menn var Valsliðið sumarið 1976 en því náði Hlíðarendaliðið í aðeins 16 leikjum. Liðið átti þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar þetta sumar, Ingi Björn Albertsson skoraði mest eða 16 mörk en liðsfélagar hans Hermann Gunnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson komu næstir með 11 mörk hvor. Við þurftum að bíða í sautján ár þar til annað lið náði þessu en þrír Skagamenn skoruðu saman 46 af 62 mörkum ÍA-liðsins sumarið 1993. Þórður Guðjónsson jafnaði markametið með því að skora 19 mörk, Haraldur Ingólfsson skoraði 14 mörk og Mihajlo Bibercic var með með 13 mörk. Þriðja liðið var síðan FH-liðið frá 2009 en það var annað tímabilið eftir að fjölgað var í tólf lið í deildinni. Atli Viðar Björnsson skoraði þá 14 mörk, Atli Guðnason var með 11 mörk og Matthías Vilhjálmsson skoraði 10 mörk auk þess að leggja upp önnur ellefu fyrir félaga sína. Atli Guðnason komst síðastur í hópinn í 21. og næstsíðustu umferð en hann skorað þrjú marka sinna í síðustu tveimur umferðunum.Hilmar Árni Halldórsson heufr skorað 10 mörk í 21 leikGuðjón Baldvinsson og Hólmbert Aron Friðjónsson komust báðir í tíu mörkin í 19. umferð og Hilmar Árni bættist síðan í hópinn í fyrradag. Það stefnir nú í það að þriðja árið í röð eigi Íslandsmeistaraliðið ekki tíu marka mann. FH-ingar áttu ekki tíu marka mann tvö síðustu ár því Steven Lennon skoraði 9 mörk 2015 og Atli Viðar Björnsson var markahæstur með 7 mörk í fyrra. Markahæstu leikmenn Íslandsmeistaraliðs Vals í ár eru þeir Guðjón Pétur Lýðsson og Sigurður Egill Lárusson sem báðir hafa skorað 7 mörk.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Laxdal bræður áfram hjá Stjörnunni Bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna og eru nú bundnir félaginu til 2020. 25. september 2017 17:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-2 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Valsmenn unnu sigur í Garðabænum, en Stjarnan er þrátt fyrir það örugg í Evrópusæti þar sem KR mistókst að vinna Fjölni. 24. september 2017 16:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Laxdal bræður áfram hjá Stjörnunni Bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna og eru nú bundnir félaginu til 2020. 25. september 2017 17:27
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-2 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Valsmenn unnu sigur í Garðabænum, en Stjarnan er þrátt fyrir það örugg í Evrópusæti þar sem KR mistókst að vinna Fjölni. 24. september 2017 16:30