Búa í garðinum hjá velviljuðu fólki Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2017 20:00 Í ágúst sögðum við frá Kjartani Theódórssyni sem bjó á tjaldsvæðinu í Hafnarfirði en hann hefur ekki ráð á leiguhúsnæði. Hann hafði áhyggjur af því hvert hann færi þegar tjaldsvæðinu yrði lokað en velviljað fólk í Hafnarfirði leyfði honum og konunni hans að tjalda í garðinum sínum. Það er orðið frekar napurt úti en inni í tjaldinu er hlýtt. Hjónin hafa hitablásara í tjaldinu og sjónvarp en þau fá aðgang að rafmagni og salernisaðstöðu hjá húseigendum. „Eins og staðan er í dag þá lítur allt út fyrir að við verðum hér í vetur. Það hefur ekkert gerst í mínum málum og maður hefur reynt að fá einhverja aðstoð en það hefur ekkert breyst," segir Kjartan. Kjartan fór á götuna eftir að hann fékk hjartaáfall fyrir nokkrum mánuðum og missti tekjurnar. „Ég hef farið til læknis og hann hefur séð að heilsunni hefur hrakað. Þetta hefur tekið toll af mér - ég hef verið mjög veikur síðustu tíu daga en það er erfitt að hugsa vel um sig þegar maður er í tjaldi.“ Eina lausnin sem þeim hjónum er bent á er Gistiskýlið og Konukot. Kjartan segir það ekki lausn fyrir fjölskyldufólk en þau vilja búa barni sínu heimili. „Við eigum eina 10 ára stelpu, sem er stjúpdóttir mín og ég hef alið upp frá þriggja ára aldri. Hún er nú hjá föður sínum sem tók hana að sér. Meðal annars til að hjálpa okkur í þessari stöðu, að þurfa ekki að vera með barnið með okkur hér í tjaldi.“ Kjartan segist vera í baráttuham og fer fyrir hópi fólks sem ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann segir að fundað verði á næstu dögum og fólk sé reitt. „Við erum aðallega að einbeita okkur að fólkinu sem blæðir í þessu landi, það eru öryrkjar, ellilífeyrisþegar, fólk með langveik börn og fólk á götunni. Fólk með vímuefna- og áfengisvanda. Þetta er fólk sem mér finnst stjórnvöld ekki vera að skipta sér af, sem mér finnst skipta máli svo landið okkar geti verið gott með hamingjusömu fólki," segir Kjartan. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Í ágúst sögðum við frá Kjartani Theódórssyni sem bjó á tjaldsvæðinu í Hafnarfirði en hann hefur ekki ráð á leiguhúsnæði. Hann hafði áhyggjur af því hvert hann færi þegar tjaldsvæðinu yrði lokað en velviljað fólk í Hafnarfirði leyfði honum og konunni hans að tjalda í garðinum sínum. Það er orðið frekar napurt úti en inni í tjaldinu er hlýtt. Hjónin hafa hitablásara í tjaldinu og sjónvarp en þau fá aðgang að rafmagni og salernisaðstöðu hjá húseigendum. „Eins og staðan er í dag þá lítur allt út fyrir að við verðum hér í vetur. Það hefur ekkert gerst í mínum málum og maður hefur reynt að fá einhverja aðstoð en það hefur ekkert breyst," segir Kjartan. Kjartan fór á götuna eftir að hann fékk hjartaáfall fyrir nokkrum mánuðum og missti tekjurnar. „Ég hef farið til læknis og hann hefur séð að heilsunni hefur hrakað. Þetta hefur tekið toll af mér - ég hef verið mjög veikur síðustu tíu daga en það er erfitt að hugsa vel um sig þegar maður er í tjaldi.“ Eina lausnin sem þeim hjónum er bent á er Gistiskýlið og Konukot. Kjartan segir það ekki lausn fyrir fjölskyldufólk en þau vilja búa barni sínu heimili. „Við eigum eina 10 ára stelpu, sem er stjúpdóttir mín og ég hef alið upp frá þriggja ára aldri. Hún er nú hjá föður sínum sem tók hana að sér. Meðal annars til að hjálpa okkur í þessari stöðu, að þurfa ekki að vera með barnið með okkur hér í tjaldi.“ Kjartan segist vera í baráttuham og fer fyrir hópi fólks sem ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann segir að fundað verði á næstu dögum og fólk sé reitt. „Við erum aðallega að einbeita okkur að fólkinu sem blæðir í þessu landi, það eru öryrkjar, ellilífeyrisþegar, fólk með langveik börn og fólk á götunni. Fólk með vímuefna- og áfengisvanda. Þetta er fólk sem mér finnst stjórnvöld ekki vera að skipta sér af, sem mér finnst skipta máli svo landið okkar geti verið gott með hamingjusömu fólki," segir Kjartan.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira