Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. september 2017 18:53 Fundur formanna með forseta stóð yfir í um þrjá klukkutíma. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sat fundinn í stað Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns. Vísir/Ernir Samkomulag hefur náðst milli þingflokka um lok þingstarfa og vonast er til að þingstarfi verði lokið á morgun. Formenn flokkanna luku fundi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, nú rétt fyrir klukkan hálf sjö en fundurinn hófst klukkan 15:15. Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. Þeir flokkar sem styðja samkomulagið en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af því eru Samfylkingin og Píratar. „Fimm flokkar hafa sammælst um með hvaða hætti við ljúkum þinginu. Það liggur fyrir hvaða mál verða sett á dagskrá. Tveir flokkar styðja málin sem sett verða fyrir en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af samkomulaginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. „Komumst ekki nær sameiginlegri niðurstöðu en þetta í þetta skiptið.“Vilja leggja fram breytingar á stjórnarskránniBirgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að flokkurinn hafi ekki viljað skrifað undir samkomulagið vegna stjórnarskrármálsins. „Okkur tókst ekki að ná neinu samkomulagi um stjórnarskrána. Við höfum lagt fram tillögu að breytingarákvæði sem þýðir að skjóta þurfi til þjóðar ef samkomulag náist um stjórnarskrána. Við viljum áskilja okkur þann rétt að leggja það fram í þinginu á morgun,“ segir Birgitta í samtali við fréttastofu. „Við höfum lagt ofuráherslu á að við björgum þessum börnum sem nú eru í vandræðum og þegar við sáum að það er hægt að tryggja það með þrýstingi að breytt verði útlendingalögum sem tryggi þessum börnum og nokkrum öðrum skjól,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, en flokkurinn ákvað einnig að standa utan samkomulagsins. „við getum ekki látið stilla okkur upp við vegg og látið okkur með því neita að taka þátt í nauðsynlegan breytingum að stjórnarskránni. Við fögnum málum á dagskrá en við viljum áskilja okkur rétt til að leggja fram breytingar á stjórnarskránni,“ segir hann.Lögum um uppreist æru breyttMálin sem samkomulag hefur náðst um eru fimm talsins. Fyrst ber að nefna frumvarp dómsmálaráðherra um að ákvæði um uppreist æru verði felld úr almennum hegningarlögum. „Þá fari hér í gegn og verði samþykkt og gert að lögum frumvarp um bráðabirgðaákvæði í kosningalögum vegna kosningaréttar manna sem búa erlendis. Þetta er tæknilegt mál sem þarf að klára út af kosningunum,“ segir Unnur Brá. „Þá fer á dagskrá og verði afgreitt frumvarp um breytingar á útlendingalögum. Það er flutt af þeim formönnum sem það styðja, það eru ekki allir flokkar á því. Það verði afgreitt fyrir þingfrestun og gert að lögum. Það verður flutt og afgreidd tillaga um frestun þingfunda, það verður kosið í endurupptökunefnd og fullveldisnefnd. Þar er bara verið að skipta út fólki sem hafði dottið út, það er formsatriði. Síðan mun velferðarnefnd ræða þessi NPA frumvörp sem eru tvö og fjalli um yfirlýsingu sem formennirnir ætla að undirrita varðandi hvaða vinna þurfi að eiga sér stað þannig að málin fáist afgreidd fyrir áramót ef nýtt alþingi kýs að gera það. Þannig að málið sé tilbúið til afgreiðslu ef nýtt þing kýs að gera það.“ Kosningar 2017 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli þingflokka um lok þingstarfa og vonast er til að þingstarfi verði lokið á morgun. Formenn flokkanna luku fundi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, nú rétt fyrir klukkan hálf sjö en fundurinn hófst klukkan 15:15. Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. Þeir flokkar sem styðja samkomulagið en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af því eru Samfylkingin og Píratar. „Fimm flokkar hafa sammælst um með hvaða hætti við ljúkum þinginu. Það liggur fyrir hvaða mál verða sett á dagskrá. Tveir flokkar styðja málin sem sett verða fyrir en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af samkomulaginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. „Komumst ekki nær sameiginlegri niðurstöðu en þetta í þetta skiptið.“Vilja leggja fram breytingar á stjórnarskránniBirgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að flokkurinn hafi ekki viljað skrifað undir samkomulagið vegna stjórnarskrármálsins. „Okkur tókst ekki að ná neinu samkomulagi um stjórnarskrána. Við höfum lagt fram tillögu að breytingarákvæði sem þýðir að skjóta þurfi til þjóðar ef samkomulag náist um stjórnarskrána. Við viljum áskilja okkur þann rétt að leggja það fram í þinginu á morgun,“ segir Birgitta í samtali við fréttastofu. „Við höfum lagt ofuráherslu á að við björgum þessum börnum sem nú eru í vandræðum og þegar við sáum að það er hægt að tryggja það með þrýstingi að breytt verði útlendingalögum sem tryggi þessum börnum og nokkrum öðrum skjól,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, en flokkurinn ákvað einnig að standa utan samkomulagsins. „við getum ekki látið stilla okkur upp við vegg og látið okkur með því neita að taka þátt í nauðsynlegan breytingum að stjórnarskránni. Við fögnum málum á dagskrá en við viljum áskilja okkur rétt til að leggja fram breytingar á stjórnarskránni,“ segir hann.Lögum um uppreist æru breyttMálin sem samkomulag hefur náðst um eru fimm talsins. Fyrst ber að nefna frumvarp dómsmálaráðherra um að ákvæði um uppreist æru verði felld úr almennum hegningarlögum. „Þá fari hér í gegn og verði samþykkt og gert að lögum frumvarp um bráðabirgðaákvæði í kosningalögum vegna kosningaréttar manna sem búa erlendis. Þetta er tæknilegt mál sem þarf að klára út af kosningunum,“ segir Unnur Brá. „Þá fer á dagskrá og verði afgreitt frumvarp um breytingar á útlendingalögum. Það er flutt af þeim formönnum sem það styðja, það eru ekki allir flokkar á því. Það verði afgreitt fyrir þingfrestun og gert að lögum. Það verður flutt og afgreidd tillaga um frestun þingfunda, það verður kosið í endurupptökunefnd og fullveldisnefnd. Þar er bara verið að skipta út fólki sem hafði dottið út, það er formsatriði. Síðan mun velferðarnefnd ræða þessi NPA frumvörp sem eru tvö og fjalli um yfirlýsingu sem formennirnir ætla að undirrita varðandi hvaða vinna þurfi að eiga sér stað þannig að málin fáist afgreidd fyrir áramót ef nýtt alþingi kýs að gera það. Þannig að málið sé tilbúið til afgreiðslu ef nýtt þing kýs að gera það.“
Kosningar 2017 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira