Með Sigmundi Davíð færist fókusinn á botnbaráttuna Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2017 15:46 Pólitíska sprengja helgarinnar er sú að Sigmundur Davíð hefur bókað sig í hlaupið og var þar margt um manninn fyrir. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er stjórnmálamaður þeirrar gerðar sem gefur látið alla umræðu í landinu hverfast um sig,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor en Vísir náði í hann þar sem hann var staddur á flugvelli í Zurich, á leið heim. Vísir fór yfir stöðuna fyrir þessar kosningar með fulltingi Eiríks fyrir helgi. En, lengi er von á einum. Nýtt framboð Sigmundar Davíðs breytir myndinni, þó það skekki hana kannski ekki. Því eins og ný rannsókn leiðir í ljós þá færa kjósendur sig ekki svo mjög á milli blokka, frekar að þeir færi sig á milli íbúða í þeirri blokk sem það hefur þegar staðsett sig í.Kraðak á hægri vængnum Eiríkur segir þetta stórmerkilegt. Nú sé kraðakið enn meira hægra megin, meðal þeirra sem skilgreina má sem þjóðernislegt íhald. „Sigmundur Davíð er öflugur stjórnmálamaður sem getur hæglega velgt Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins verulega undir uggum,“ segir Eiríkur. Hann segir að mengið sé orðið flókið. „Þetta færir allan fókus hjá okkur á botnbaráttuna.“Eiríkur telur hæpið að níu flokkar muni eiga fulltrúa á þingi eftir komandi kosningar, sem þýðir einfaldlega það að kosningabaráttan verður enn harðari en þó mátti vænta.visir/eyþórEiríkur segir það afar ólíklegt að 9 flokkar nái mönnum inná þing. „Það vantar uppbótarsæti til þess að það megi heita raunhæft. Þetta er eiginlega farin að verða einskonar útsláttarkeppni.“Örvænting ávísun á hörku og popúlisma Botnbarátta og útsláttarkeppni. Það þýðir einfaldlega örvænting. Eiríkur segir líklegt að um ávísun á harðari kosningabaráttu sé að ræða. Og er þá nokkuð sagt, því áður en Sigmundur Davíð kom fram á sjónarsviðið í gær með sitt framboð þá stefndi í óvæginn slag. „Þetta er náttúrlega uppskrift að slíku. Baráttan um athyglina verður ægihörð.“ Og hugsanlega verður þetta einnig til þess að menn beiti óprúttnari meðölum sem hafa gefist vel til skemmri tíma litið, svo sem með að höfða með skýrari hætti en verið hefur til útlendingaandúðar. En, Eiríkur hefur greint að þar liggi hugsanlega 12 prósent, sem er sneið sem vart er til skiptanna. Eiríkur metur það svo að Sigmundur Davíð eigi alveg möguleika á að komast manni eða mönnum að á þing, en það verður erfitt og lífhættulegt fyrir aðra. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Kjósendur halda sig frekar innan hægri og vinstri blokkanna en flakka síður á milli Frumniðurstöður úr Íslensku kosningarannsókninni sem gerð var í fyrra benda til þess að þegar íslenskir kjósendur gera upp hug sinn fyrir kosningar þá virðast þeir fyrst og fremst velja á milli flokka innan hægri blokkarinnar eða vinstri blokkarinnar í íslenskum stjórnmálum frekar en að flakka á milli blokka. 25. september 2017 15:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er stjórnmálamaður þeirrar gerðar sem gefur látið alla umræðu í landinu hverfast um sig,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor en Vísir náði í hann þar sem hann var staddur á flugvelli í Zurich, á leið heim. Vísir fór yfir stöðuna fyrir þessar kosningar með fulltingi Eiríks fyrir helgi. En, lengi er von á einum. Nýtt framboð Sigmundar Davíðs breytir myndinni, þó það skekki hana kannski ekki. Því eins og ný rannsókn leiðir í ljós þá færa kjósendur sig ekki svo mjög á milli blokka, frekar að þeir færi sig á milli íbúða í þeirri blokk sem það hefur þegar staðsett sig í.Kraðak á hægri vængnum Eiríkur segir þetta stórmerkilegt. Nú sé kraðakið enn meira hægra megin, meðal þeirra sem skilgreina má sem þjóðernislegt íhald. „Sigmundur Davíð er öflugur stjórnmálamaður sem getur hæglega velgt Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins verulega undir uggum,“ segir Eiríkur. Hann segir að mengið sé orðið flókið. „Þetta færir allan fókus hjá okkur á botnbaráttuna.“Eiríkur telur hæpið að níu flokkar muni eiga fulltrúa á þingi eftir komandi kosningar, sem þýðir einfaldlega það að kosningabaráttan verður enn harðari en þó mátti vænta.visir/eyþórEiríkur segir það afar ólíklegt að 9 flokkar nái mönnum inná þing. „Það vantar uppbótarsæti til þess að það megi heita raunhæft. Þetta er eiginlega farin að verða einskonar útsláttarkeppni.“Örvænting ávísun á hörku og popúlisma Botnbarátta og útsláttarkeppni. Það þýðir einfaldlega örvænting. Eiríkur segir líklegt að um ávísun á harðari kosningabaráttu sé að ræða. Og er þá nokkuð sagt, því áður en Sigmundur Davíð kom fram á sjónarsviðið í gær með sitt framboð þá stefndi í óvæginn slag. „Þetta er náttúrlega uppskrift að slíku. Baráttan um athyglina verður ægihörð.“ Og hugsanlega verður þetta einnig til þess að menn beiti óprúttnari meðölum sem hafa gefist vel til skemmri tíma litið, svo sem með að höfða með skýrari hætti en verið hefur til útlendingaandúðar. En, Eiríkur hefur greint að þar liggi hugsanlega 12 prósent, sem er sneið sem vart er til skiptanna. Eiríkur metur það svo að Sigmundur Davíð eigi alveg möguleika á að komast manni eða mönnum að á þing, en það verður erfitt og lífhættulegt fyrir aðra.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Kjósendur halda sig frekar innan hægri og vinstri blokkanna en flakka síður á milli Frumniðurstöður úr Íslensku kosningarannsókninni sem gerð var í fyrra benda til þess að þegar íslenskir kjósendur gera upp hug sinn fyrir kosningar þá virðast þeir fyrst og fremst velja á milli flokka innan hægri blokkarinnar eða vinstri blokkarinnar í íslenskum stjórnmálum frekar en að flakka á milli blokka. 25. september 2017 15:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00
Kjósendur halda sig frekar innan hægri og vinstri blokkanna en flakka síður á milli Frumniðurstöður úr Íslensku kosningarannsókninni sem gerð var í fyrra benda til þess að þegar íslenskir kjósendur gera upp hug sinn fyrir kosningar þá virðast þeir fyrst og fremst velja á milli flokka innan hægri blokkarinnar eða vinstri blokkarinnar í íslenskum stjórnmálum frekar en að flakka á milli blokka. 25. september 2017 15:00