Í lokuðu bakherbergi Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. september 2017 07:00 Það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi og það eru kosningar fram undan. Mörg góð mál eru komin í bið vegna stöðunnar og þar er af ýmsu að taka. Ég gæti notað plássið í að kynna ýmis mikilvæg mál sem ég hafði persónulega á prjónunum eða flokkurinn minn, Viðreisn. Mál á borð við skilgreiningu á nauðgun út frá samþykki, rannsókn á aðdraganda að útgáfu á starfsleyfi til kísilverksmiðju í Helguvík, þingsályktun um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni meiriháttar opinberra fjárfestinga, umræðu um sjálfstæði fjölmiðla o.fl. En ég ætla að ræða um þverpólitísk mál sem snerta framtíð og velferð ákveðins hóps fólks. Fólks sem á annað og betra skilið af okkur stjórnmálamönnum en að verða einhver afgangsstærð í hita leiksins. Þar á ég í fyrsta lagi við mál sem varðar mikilvæga og margsamþykkta þjónustubót fyrir fatlað fólk. Svokallaða notendastýrða persónubundna aðstoð (NPA) sem skiptir sköpum fyrir það fólk sem nýtur slíkrar þjónustu. Annað mál varðar breytingar á útlendingalögum til að bæta stöðu flóttabarna á Íslandi. Undanfarið hafa þingmenn, þvert á flokka, lagt mikla vinnu í að koma þessum tveimur málum í höfn. En nú eru blikur á lofti. Síðustu daga hafa formenn allra flokka á þingi fundað nær daglega bak við luktar dyr til að freista þess að ná samkomulagi um tiltekin mál sem brýnt er að afgreiða fyrir kosningar. Þeirra á meðal eru breytingar á hegningarlögum hvað varðar margumrædda uppreist æru. Þetta er eins og alþjóð veit löngu tímabært. Ég set hins vegar spurningamerki við að tíma formannanna sé best varið, dag eftir dag, í að ræða niðurstöðu þar sem er í takt við það sem allir flokkar vilja. Umræðan virðist hafa tekið full langan tíma á kostnað einstaklinga sem eiga ekki að þurfa að bíða eftir því að nýtt þing verði kosið með úrlausn sinna mála. Og fyrir Mary og Haniye verður það einfaldlega of seint. Ef formenn flokkanna ná ekki að afgreiða þetta þá þarf að útskýra tæpitungulaust hvað veldur. Það þarf að opna bakherbergið og lofta út.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi og það eru kosningar fram undan. Mörg góð mál eru komin í bið vegna stöðunnar og þar er af ýmsu að taka. Ég gæti notað plássið í að kynna ýmis mikilvæg mál sem ég hafði persónulega á prjónunum eða flokkurinn minn, Viðreisn. Mál á borð við skilgreiningu á nauðgun út frá samþykki, rannsókn á aðdraganda að útgáfu á starfsleyfi til kísilverksmiðju í Helguvík, þingsályktun um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni meiriháttar opinberra fjárfestinga, umræðu um sjálfstæði fjölmiðla o.fl. En ég ætla að ræða um þverpólitísk mál sem snerta framtíð og velferð ákveðins hóps fólks. Fólks sem á annað og betra skilið af okkur stjórnmálamönnum en að verða einhver afgangsstærð í hita leiksins. Þar á ég í fyrsta lagi við mál sem varðar mikilvæga og margsamþykkta þjónustubót fyrir fatlað fólk. Svokallaða notendastýrða persónubundna aðstoð (NPA) sem skiptir sköpum fyrir það fólk sem nýtur slíkrar þjónustu. Annað mál varðar breytingar á útlendingalögum til að bæta stöðu flóttabarna á Íslandi. Undanfarið hafa þingmenn, þvert á flokka, lagt mikla vinnu í að koma þessum tveimur málum í höfn. En nú eru blikur á lofti. Síðustu daga hafa formenn allra flokka á þingi fundað nær daglega bak við luktar dyr til að freista þess að ná samkomulagi um tiltekin mál sem brýnt er að afgreiða fyrir kosningar. Þeirra á meðal eru breytingar á hegningarlögum hvað varðar margumrædda uppreist æru. Þetta er eins og alþjóð veit löngu tímabært. Ég set hins vegar spurningamerki við að tíma formannanna sé best varið, dag eftir dag, í að ræða niðurstöðu þar sem er í takt við það sem allir flokkar vilja. Umræðan virðist hafa tekið full langan tíma á kostnað einstaklinga sem eiga ekki að þurfa að bíða eftir því að nýtt þing verði kosið með úrlausn sinna mála. Og fyrir Mary og Haniye verður það einfaldlega of seint. Ef formenn flokkanna ná ekki að afgreiða þetta þá þarf að útskýra tæpitungulaust hvað veldur. Það þarf að opna bakherbergið og lofta út.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar