Segir stöðugt verið að henda út óæskilegu fólki og kveikja elda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2017 19:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að helsta markmið ráðandi afla innan Framsóknar hafi verið að koma sér frá. Vísir/Auðunn Níelsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra Íslands og þingmaður Framsóknarflokksins sagði að sér hugnaðist ekki að vera í flokki sem hefði það eitt að markmiði að bola sér í burtu. Þetta segir Sigmundur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er búið að eiga sér töluverðan aðdraganda,“ segir Sigmundur um ákvörðun sína að segja skilið við Framsóknarflokkinn. „Ég og fleiri flokksmenn sem eru kannski ekki í náðinni hjá þeim hópi sem hefur endurheimt völd í flokknum höfum verið að vonast til þess að það myndi rætast úr hlutunum. Bíða og vona og sjá. En þess í stað er stöðugt verið að henda út óæskilegu fólki, kveikja elda og viðhalda þessu ástandi og svo sjáum við nú að þegar upp koma þessar kosningar og það er bara staðfest að það er mikilvægasta markmið af öllu hjá þessum hópi að koma mér frá. Mikilvægara heldur en að ná árangri í kosningum.“Sigmundur Davíð segir að ákvörðun sína um að yfirgefa Framsóknarflokkinn hafi átt sér töluverðan aðdraganda.Visir.is/Auðunn NíelssonÞegar hann er spurður hvaða fólk innan Framsóknarflokksins hafi viljað hann í burtu segir Sigmundur: „Þetta er að miklu leyti sá hópur sem var ráðandi í flokknum árið 2007, stundum kallað flokkseigendafélag og greinilega lítur á þetta sem sitt megin markmið og þegar aðstæðurnar eru orðnar svona þá auðvitað spyr maður sig til hvers er barist? Hvers vegna á maður stöðugt að vera að biðja stuðningsmenn sína að koma með sér í baráttu til að fá að starfa með fólki sem hefur það að sínu æðsta markmiði að losna við mann.“ Fréttamaður spurði Sigmund út í ummæli Þórunnar Egilsdóttur sem í dag velti fyrir sér hvort hann þyrði hreinlega ekki að taka slaginn um oddvitasætið í Norðaustur kjördæmi. Þá líkti Sigmundur sjálfum sér við hinn margverðlaunaða spretthlaupara Usain Bolt: „Ég gæti örugglega skorað á Usain Bolt að keppa við mig í spretthlaupi hérna í göngugötunni og þegar hann mætti ekki sagt að hann hefði ekki þorað. Þetta náttúrulega skýrir sig eiginlega sjálft. Þetta er sami þingmaður og fyrir ári síðan lét telja sér trú um að væri með geysilega sterka stöðu í kjördæminu og ég væri með vonlausa stöðu. Þegar talið var upp úr kjörkössunum fékk hún 13 prósent og ég hef ekki ástæðu til þess að ætla að það hafi orðið mikil breyting á því síðan þá. Þetta er kannski til marks um dómgreind fólks sem telur ástæðu til þess að fara í kosningar, aðrar kosningarnar í röð, með flokkinn í upplausnar-og stríðsástandi.Sigmundur segist ekki vera, með ákvörðun sinni, að ganga inn í annan flokk heldur stofna sinn eigin.Vísir/ValliÞegar hann er spurður hvort hann hyggist ganga til liðs við nýstofnaðan Samvinnuflokk Björns Inga Hrafnssonar segist hann ekki vera að „ganga í neinn flokk.“ Hann ætli sér að stofna nýja hreyfingu með fólki sem hefur sömu sýn og hann. Spurður hvort Björn Ingi Hrafnsson verði í þessum flokki svarar Sigmundur: „Ég get hugsað mér að vinna með hverjum sem er til í að vinna hlutina á sama hátt og ég. Það er fjöldi fólks, ólíkir hópar, sem hefur verið að skora á mig, hvetja mig til þess að fara í þetta. Jafnvel að skipuleggja. Svoleiðis að ég vona bara að sem flestir þeirra taki þátt í þessu.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39 Þórunn sækist eftir sæti Sigmundar Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hún hafi ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 22. september 2017 13:30 Gunnar Bragi segist hafa áhyggjur af vinnubrögðum innan Framsóknarflokksins Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra segir það sorglegt fyrir flokkinn að Sigmundur Davíð hafi ákveðið að segja skilið við hann. 24. september 2017 15:25 „Það er spurning hvort hann hafi ekki þorað að taka slaginn“ Þórunn Egilsdóttir bregst við tíðindum dagsins. 24. september 2017 17:19 Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra Íslands og þingmaður Framsóknarflokksins sagði að sér hugnaðist ekki að vera í flokki sem hefði það eitt að markmiði að bola sér í burtu. Þetta segir Sigmundur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er búið að eiga sér töluverðan aðdraganda,“ segir Sigmundur um ákvörðun sína að segja skilið við Framsóknarflokkinn. „Ég og fleiri flokksmenn sem eru kannski ekki í náðinni hjá þeim hópi sem hefur endurheimt völd í flokknum höfum verið að vonast til þess að það myndi rætast úr hlutunum. Bíða og vona og sjá. En þess í stað er stöðugt verið að henda út óæskilegu fólki, kveikja elda og viðhalda þessu ástandi og svo sjáum við nú að þegar upp koma þessar kosningar og það er bara staðfest að það er mikilvægasta markmið af öllu hjá þessum hópi að koma mér frá. Mikilvægara heldur en að ná árangri í kosningum.“Sigmundur Davíð segir að ákvörðun sína um að yfirgefa Framsóknarflokkinn hafi átt sér töluverðan aðdraganda.Visir.is/Auðunn NíelssonÞegar hann er spurður hvaða fólk innan Framsóknarflokksins hafi viljað hann í burtu segir Sigmundur: „Þetta er að miklu leyti sá hópur sem var ráðandi í flokknum árið 2007, stundum kallað flokkseigendafélag og greinilega lítur á þetta sem sitt megin markmið og þegar aðstæðurnar eru orðnar svona þá auðvitað spyr maður sig til hvers er barist? Hvers vegna á maður stöðugt að vera að biðja stuðningsmenn sína að koma með sér í baráttu til að fá að starfa með fólki sem hefur það að sínu æðsta markmiði að losna við mann.“ Fréttamaður spurði Sigmund út í ummæli Þórunnar Egilsdóttur sem í dag velti fyrir sér hvort hann þyrði hreinlega ekki að taka slaginn um oddvitasætið í Norðaustur kjördæmi. Þá líkti Sigmundur sjálfum sér við hinn margverðlaunaða spretthlaupara Usain Bolt: „Ég gæti örugglega skorað á Usain Bolt að keppa við mig í spretthlaupi hérna í göngugötunni og þegar hann mætti ekki sagt að hann hefði ekki þorað. Þetta náttúrulega skýrir sig eiginlega sjálft. Þetta er sami þingmaður og fyrir ári síðan lét telja sér trú um að væri með geysilega sterka stöðu í kjördæminu og ég væri með vonlausa stöðu. Þegar talið var upp úr kjörkössunum fékk hún 13 prósent og ég hef ekki ástæðu til þess að ætla að það hafi orðið mikil breyting á því síðan þá. Þetta er kannski til marks um dómgreind fólks sem telur ástæðu til þess að fara í kosningar, aðrar kosningarnar í röð, með flokkinn í upplausnar-og stríðsástandi.Sigmundur segist ekki vera, með ákvörðun sinni, að ganga inn í annan flokk heldur stofna sinn eigin.Vísir/ValliÞegar hann er spurður hvort hann hyggist ganga til liðs við nýstofnaðan Samvinnuflokk Björns Inga Hrafnssonar segist hann ekki vera að „ganga í neinn flokk.“ Hann ætli sér að stofna nýja hreyfingu með fólki sem hefur sömu sýn og hann. Spurður hvort Björn Ingi Hrafnsson verði í þessum flokki svarar Sigmundur: „Ég get hugsað mér að vinna með hverjum sem er til í að vinna hlutina á sama hátt og ég. Það er fjöldi fólks, ólíkir hópar, sem hefur verið að skora á mig, hvetja mig til þess að fara í þetta. Jafnvel að skipuleggja. Svoleiðis að ég vona bara að sem flestir þeirra taki þátt í þessu.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39 Þórunn sækist eftir sæti Sigmundar Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hún hafi ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 22. september 2017 13:30 Gunnar Bragi segist hafa áhyggjur af vinnubrögðum innan Framsóknarflokksins Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra segir það sorglegt fyrir flokkinn að Sigmundur Davíð hafi ákveðið að segja skilið við hann. 24. september 2017 15:25 „Það er spurning hvort hann hafi ekki þorað að taka slaginn“ Þórunn Egilsdóttir bregst við tíðindum dagsins. 24. september 2017 17:19 Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56
Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39
Þórunn sækist eftir sæti Sigmundar Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hún hafi ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 22. september 2017 13:30
Gunnar Bragi segist hafa áhyggjur af vinnubrögðum innan Framsóknarflokksins Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra segir það sorglegt fyrir flokkinn að Sigmundur Davíð hafi ákveðið að segja skilið við hann. 24. september 2017 15:25
„Það er spurning hvort hann hafi ekki þorað að taka slaginn“ Þórunn Egilsdóttir bregst við tíðindum dagsins. 24. september 2017 17:19
Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33