Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. september 2017 22:00 Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. Í skýrslu KPMG kemur fram að bein og óbein störf gætu orðið rúmlega 400 þegar eldið hefur náð hámarki. Tæplega fimm hundruð manns mættu á borgarafund sveitarfélaga á Vestfjörðum sem haldinn var á Ísafirði í dag. Rætt var um raforku- og samgöngumál á svæðinu og áform um laxeldi í Ísafjarðardjúpi.Undir lok fundarins var samhljóða samþykkt ályktun þar sem settar voru fram þrjár kröfur. Ein þeirra var að ráðist verði strax í vegagerð um Teigskóg og ýtt var á að sett yrðu á sérlög um framkvæmdina. Pétur Markan, formaður fjórðungssambands Vestfirðinga, segir að vel hafi verið tekið í kröfurnar. „Ég heyrði ekki á öðru en að stjórnmálamenn séu sammála þessum þremur ályktunum, þessari kröfugerð okkar. Við vorum líka svolítið að þjófstarta kosningabaráttunni og berum von um það að núna muni kosningabaráttan snúast um Vestfirði," segir Pétur. Fundargestir kröfðust þess einnig að laxeldi yrði áfram heimilað í Djúpinu og að stjórnvöld myndu fyrir árslok setja ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár gegn erfðablöndun.Á fundinum var kynnt ný skýrsla KPMG um hagræn áhrif fiskeldis á svæðinu en þar kemur fram að bein og óbein störf í tengslum við laxeldis gætu orðið rúmlega 400. Þá er einnig áætlað að laxeldið geti haft áhrif til fjölgunar íbúa um 900 manns í sveitafélögunum við Djúpið. Fjórir ráðherrar sátu fyrir svörum á fundinum; forsætisráðherra, sveitastjórnar- og samgönguráðherra, iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra. Voru þeir allir spurðir hvort þeir sæu fyrir sér laxeldi í Djúpinu og svöruðu þeir allir játandi. Pétur segir skýrsluna sýna að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum. „Stóru tíðindin eru að þær tölur sem við erum búin að halda fram um íbúaþróun og verðmætasköpun í kringum þessa atvinnugrein eru búnar að fá heilbrigðisvottotð. Nú erum við með vísindalega nálgun á þetta og þetta er satt og rétt. Nú getum við haldið áfram að tala um þessi mál í þessari stærðargráðu sem þetta verður," segir Pétur. Teigsskógur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. Í skýrslu KPMG kemur fram að bein og óbein störf gætu orðið rúmlega 400 þegar eldið hefur náð hámarki. Tæplega fimm hundruð manns mættu á borgarafund sveitarfélaga á Vestfjörðum sem haldinn var á Ísafirði í dag. Rætt var um raforku- og samgöngumál á svæðinu og áform um laxeldi í Ísafjarðardjúpi.Undir lok fundarins var samhljóða samþykkt ályktun þar sem settar voru fram þrjár kröfur. Ein þeirra var að ráðist verði strax í vegagerð um Teigskóg og ýtt var á að sett yrðu á sérlög um framkvæmdina. Pétur Markan, formaður fjórðungssambands Vestfirðinga, segir að vel hafi verið tekið í kröfurnar. „Ég heyrði ekki á öðru en að stjórnmálamenn séu sammála þessum þremur ályktunum, þessari kröfugerð okkar. Við vorum líka svolítið að þjófstarta kosningabaráttunni og berum von um það að núna muni kosningabaráttan snúast um Vestfirði," segir Pétur. Fundargestir kröfðust þess einnig að laxeldi yrði áfram heimilað í Djúpinu og að stjórnvöld myndu fyrir árslok setja ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár gegn erfðablöndun.Á fundinum var kynnt ný skýrsla KPMG um hagræn áhrif fiskeldis á svæðinu en þar kemur fram að bein og óbein störf í tengslum við laxeldis gætu orðið rúmlega 400. Þá er einnig áætlað að laxeldið geti haft áhrif til fjölgunar íbúa um 900 manns í sveitafélögunum við Djúpið. Fjórir ráðherrar sátu fyrir svörum á fundinum; forsætisráðherra, sveitastjórnar- og samgönguráðherra, iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra. Voru þeir allir spurðir hvort þeir sæu fyrir sér laxeldi í Djúpinu og svöruðu þeir allir játandi. Pétur segir skýrsluna sýna að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum. „Stóru tíðindin eru að þær tölur sem við erum búin að halda fram um íbúaþróun og verðmætasköpun í kringum þessa atvinnugrein eru búnar að fá heilbrigðisvottotð. Nú erum við með vísindalega nálgun á þetta og þetta er satt og rétt. Nú getum við haldið áfram að tala um þessi mál í þessari stærðargráðu sem þetta verður," segir Pétur.
Teigsskógur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira