Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. september 2017 22:00 Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. Í skýrslu KPMG kemur fram að bein og óbein störf gætu orðið rúmlega 400 þegar eldið hefur náð hámarki. Tæplega fimm hundruð manns mættu á borgarafund sveitarfélaga á Vestfjörðum sem haldinn var á Ísafirði í dag. Rætt var um raforku- og samgöngumál á svæðinu og áform um laxeldi í Ísafjarðardjúpi.Undir lok fundarins var samhljóða samþykkt ályktun þar sem settar voru fram þrjár kröfur. Ein þeirra var að ráðist verði strax í vegagerð um Teigskóg og ýtt var á að sett yrðu á sérlög um framkvæmdina. Pétur Markan, formaður fjórðungssambands Vestfirðinga, segir að vel hafi verið tekið í kröfurnar. „Ég heyrði ekki á öðru en að stjórnmálamenn séu sammála þessum þremur ályktunum, þessari kröfugerð okkar. Við vorum líka svolítið að þjófstarta kosningabaráttunni og berum von um það að núna muni kosningabaráttan snúast um Vestfirði," segir Pétur. Fundargestir kröfðust þess einnig að laxeldi yrði áfram heimilað í Djúpinu og að stjórnvöld myndu fyrir árslok setja ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár gegn erfðablöndun.Á fundinum var kynnt ný skýrsla KPMG um hagræn áhrif fiskeldis á svæðinu en þar kemur fram að bein og óbein störf í tengslum við laxeldis gætu orðið rúmlega 400. Þá er einnig áætlað að laxeldið geti haft áhrif til fjölgunar íbúa um 900 manns í sveitafélögunum við Djúpið. Fjórir ráðherrar sátu fyrir svörum á fundinum; forsætisráðherra, sveitastjórnar- og samgönguráðherra, iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra. Voru þeir allir spurðir hvort þeir sæu fyrir sér laxeldi í Djúpinu og svöruðu þeir allir játandi. Pétur segir skýrsluna sýna að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum. „Stóru tíðindin eru að þær tölur sem við erum búin að halda fram um íbúaþróun og verðmætasköpun í kringum þessa atvinnugrein eru búnar að fá heilbrigðisvottotð. Nú erum við með vísindalega nálgun á þetta og þetta er satt og rétt. Nú getum við haldið áfram að tala um þessi mál í þessari stærðargráðu sem þetta verður," segir Pétur. Teigsskógur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. Í skýrslu KPMG kemur fram að bein og óbein störf gætu orðið rúmlega 400 þegar eldið hefur náð hámarki. Tæplega fimm hundruð manns mættu á borgarafund sveitarfélaga á Vestfjörðum sem haldinn var á Ísafirði í dag. Rætt var um raforku- og samgöngumál á svæðinu og áform um laxeldi í Ísafjarðardjúpi.Undir lok fundarins var samhljóða samþykkt ályktun þar sem settar voru fram þrjár kröfur. Ein þeirra var að ráðist verði strax í vegagerð um Teigskóg og ýtt var á að sett yrðu á sérlög um framkvæmdina. Pétur Markan, formaður fjórðungssambands Vestfirðinga, segir að vel hafi verið tekið í kröfurnar. „Ég heyrði ekki á öðru en að stjórnmálamenn séu sammála þessum þremur ályktunum, þessari kröfugerð okkar. Við vorum líka svolítið að þjófstarta kosningabaráttunni og berum von um það að núna muni kosningabaráttan snúast um Vestfirði," segir Pétur. Fundargestir kröfðust þess einnig að laxeldi yrði áfram heimilað í Djúpinu og að stjórnvöld myndu fyrir árslok setja ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár gegn erfðablöndun.Á fundinum var kynnt ný skýrsla KPMG um hagræn áhrif fiskeldis á svæðinu en þar kemur fram að bein og óbein störf í tengslum við laxeldis gætu orðið rúmlega 400. Þá er einnig áætlað að laxeldið geti haft áhrif til fjölgunar íbúa um 900 manns í sveitafélögunum við Djúpið. Fjórir ráðherrar sátu fyrir svörum á fundinum; forsætisráðherra, sveitastjórnar- og samgönguráðherra, iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra. Voru þeir allir spurðir hvort þeir sæu fyrir sér laxeldi í Djúpinu og svöruðu þeir allir játandi. Pétur segir skýrsluna sýna að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum. „Stóru tíðindin eru að þær tölur sem við erum búin að halda fram um íbúaþróun og verðmætasköpun í kringum þessa atvinnugrein eru búnar að fá heilbrigðisvottotð. Nú erum við með vísindalega nálgun á þetta og þetta er satt og rétt. Nú getum við haldið áfram að tala um þessi mál í þessari stærðargráðu sem þetta verður," segir Pétur.
Teigsskógur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira