Innlent

Gunnar Bragi segist hafa áhyggjur af vinnubrögðum innan Framsóknarflokksins

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Stefán
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra segir það sorglegt fyrir flokkinn að Sigmundur Davíð hafi ákveðið að segja skilið við hann. Hann segist sjálfur hafa áhyggjur af vinnubrögðum innan flokksins.

„Það er sorglegt fyrir Framsóknarflokkinn að Sigmundur Davíð sé farinn. Ég er að hefja baráttu fyrir því að leiða lista Framsóknarmanna i norðvesturkjördæmi og funda með stuðningsmönnum mánum a næstu dögum,“ segir Gunnar Bragi í skriflegu svari við fréttastofu.

„Ég hef hins vegar áhyggjur af því hvert Framsóknarflokkurinn er kominn er varðar vinnubrögð og stjórnunarhætti.“

Hann segir tvennt vera í stöðunni.

„Að sætta sig ekki við það og fara eða að sætta sig ekki við það og breyta því.“

Óttast ekki mótframboðið

Sigmundur Davíð nefndi Gunnar Braga sérstaklega í opnu bréfi sem hann ritaði til flokksmanna Framsóknar í dag. Þar sagði hann að vegið væri að Gunnari Braga sem leiddi lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í síðustu kosningum, en Ásmundur Einar Daðason hefur lýst því yfir að hann sækist eftir oddvitasæti í kjördæminu. Gunnar Bragi segist þó ekki hræðast mótframboðið.



„Það hafa allir rétt á því og ég hræðist það ekki neitt. Íbúar í Norðvestur kjördæmi þekkja ágætlega muninn á mér og Ásmundi Einarssyni þannig að það er allt í góðu,“ sagði Gunnar Bragi við ákvörðun Ásmundar Einars í gær.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×