Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. september 2017 14:33 Ákvörðun Sigmundar kom Sigurði Inga ekki á óvart. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við flokkinn sé dapurleg en að hún komi honum ekki á óvart. Hann segir margt hafa bent til þess undanfarin misseri að Sigmundur Davíð væri óánægður með stöðu sína innan flokksins. „Það er auðvitað dapurlegt þegar fyrrverandi forystumaður úr Framsóknarflokknum gengur úr honum. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu.Kemur þetta þér á óvart? „Kannski ekki fullkomlega á óvart, óvænt að það gerist við þessar aðstæður en auðvitað hef ég tekið eftir, bæði yfirlýsingum hans og þeirri staðreynd að það var stofnað sérstakt félag í vor fyrir þá sem töldu sig ekki hafa vettvang innan Framsóknarflokksins sem ég hef reyndar aldrei skilið en það var kannski vísbending um það sem koma skyldi síðar.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Þar vísar Sigurður í Framfarafélagið svokallaða sem Sigmundur Davíð stofnaði til í vor. Í opnu bréfi sem Sigmundur skrifaði til flokksmanna Framsóknar í dag segir hann að félaginu hafi verið ætlað að „halda utan um þann hóp Framsóknarmanna sem vildi sjá framhald á því hvernig við unnum hlutina á árunum 2009-2016 en einnig fyrir fólk sem stendur utan flokksins en vill sjá framfarir á sömu forsendum.“ Í bréfinu rifjar Sigmundur upp Panamaskjölin og segir að eftir að hart hafi verið sótt að honum síðastliðið vor hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Hann segist hafa samið við Sigurð Inga Jóhannsson, sem þá var varaformaður flokksins, um að taka við forsætisráðuneytinu og segist hafa tekið af honum loforð um að hann færi ekki gegn sér í formannskosningu flokksins síðasta haust. Hann segir að alls hafi sex sinnum verið gerð tilraun til að fella hann sem formann og það hafi loks tekist síðasta haust. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við flokkinn sé dapurleg en að hún komi honum ekki á óvart. Hann segir margt hafa bent til þess undanfarin misseri að Sigmundur Davíð væri óánægður með stöðu sína innan flokksins. „Það er auðvitað dapurlegt þegar fyrrverandi forystumaður úr Framsóknarflokknum gengur úr honum. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu.Kemur þetta þér á óvart? „Kannski ekki fullkomlega á óvart, óvænt að það gerist við þessar aðstæður en auðvitað hef ég tekið eftir, bæði yfirlýsingum hans og þeirri staðreynd að það var stofnað sérstakt félag í vor fyrir þá sem töldu sig ekki hafa vettvang innan Framsóknarflokksins sem ég hef reyndar aldrei skilið en það var kannski vísbending um það sem koma skyldi síðar.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Þar vísar Sigurður í Framfarafélagið svokallaða sem Sigmundur Davíð stofnaði til í vor. Í opnu bréfi sem Sigmundur skrifaði til flokksmanna Framsóknar í dag segir hann að félaginu hafi verið ætlað að „halda utan um þann hóp Framsóknarmanna sem vildi sjá framhald á því hvernig við unnum hlutina á árunum 2009-2016 en einnig fyrir fólk sem stendur utan flokksins en vill sjá framfarir á sömu forsendum.“ Í bréfinu rifjar Sigmundur upp Panamaskjölin og segir að eftir að hart hafi verið sótt að honum síðastliðið vor hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Hann segist hafa samið við Sigurð Inga Jóhannsson, sem þá var varaformaður flokksins, um að taka við forsætisráðuneytinu og segist hafa tekið af honum loforð um að hann færi ekki gegn sér í formannskosningu flokksins síðasta haust. Hann segir að alls hafi sex sinnum verið gerð tilraun til að fella hann sem formann og það hafi loks tekist síðasta haust.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56
Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52