Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. september 2017 11:56 Tekist var á flokksþingi Framsóknarflokksins á síðasta ári. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra hefur ákveðið að segja skilið við flokkinn og vinnur nú að stofnun nýs flokks fyrir komandi kosningar. Frá þessu greinir Sigmundur í opnu bréfi til Framsóknarmanna á vefsíðu sinni. Hann segir vinnubrögð flokksins vera honum þvert um geð og að alls hafi í hans formannstíð verið gerðar sex tilraun til að fella hann af formannsstól. Í bréfi sínu segir Sigmundur að hann hafi fyrir tæpum níu árum ákveðið að hefja þátttöku í stjórnmálum eftir að hafa kynnst fólki sem starfaði í Framsóknarflokknum. „Þar kynntist ég heiðarlegu og einlægu hugsjónafólki sem var reiðubúið að leggja á sig vinnu og færa fórnir til að bæta líf samborgaranna. Sú mynd sem ég hafði haft af stjórnmálaflokkum breyttist. Þótt ég hefði alltaf verið Framsóknarmaður óttaðist ég að flokkar stjórnuðust af öðru en einlægum hugsjónum þar til ég var kynntur fyrir einstaklega góðu Framsóknarfólki um allt land,“ skrifar Sigmundur.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því þegar Sigmundur var kjörinn formaður flokksins, eftir að mótframbjóðandi hans, Höskuldur Þórhallsson, hafði verið kjörinn formaður fyrir mistök. „Aðdáun mín á Framsóknarflokknum og fólkinu sem hann skipaði gekk svo langt að ég fór að líta svo á að samasemmerki væri milli þess að vera Framsóknarmaður og vera traustur og góður einstaklingur (þótt aldrei hafi ég talið að aðrir en Framsóknarmenn væru það ekki).“Segir Sigurð Inga hafa svikið loforð Hann rifjar upp Panamaskjölin og segir að eftir að hart hafi verið sótt að honum síðastliðið vor hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Hann segist hafa samið við Sigurð Inga Jóhannsson þáverandi varaformann flokksins um að taka við forsætisráðuneytinu og segist hafa tekið af honum loforð um að hann færi ekki gegn sér í formannskosningu flokksins síðasta haust. Hann segir að alls hafi sex sinnum verið gerð tilraun til að fella hann sem formann og það hafi loks tekist síðasta haust.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson.Vísir/Anton Brink„Á 100 ára afmæli Framsóknarflokksins ákvað hópur fólks að steypa flokknum í stríð og fórna endurreisn flokksins, árangrinum sem við höfðum náð og gildum sem hinn aldargamli flokkur var byggður á. Á afmæli Framsóknarflokksins fékk Sjálfstæðisflokkurinn kosningasigur að gjöf og Framsókn tók á sig mesta tap frá upphafi. Þeir sem þetta gerðu, gerðu það með opin augun, eins og einn ræðumaður á flokksþinginu orðaði það, og beittu til þess aðferðum sem ekki hafði hvarflað að mér að yrði nokkurn tímann beitt í Framsóknarflokknum, “ skrifar hann. Sigmundur segist hafa eytt sumarfríinu í að undirbúa starf Framfarafélagsins sem var hugsað til að halda utan um þann hóp Framsóknarmanna sem vildi sjá framhald á því flokkurinn starfaði á árunum 2009-2016 en einnig fyrir fólk sem stæði utan flokksins. „Þegar skyndilega var svo boðað til kosninga breyttust fyrri áætlanir og ljóst varð að nauðsynlegt væri að einhenda sér í kosningaundirbúning. Hópur flokksmanna leit hins vegar á kosningarnar sem enn eitt tækifærið til að ljúka því verki sem lagt var upp með á síðasta flokksþingi.“Þórunn Egilsdóttir vildi oddvitasæti Sigmundar í norðausturkjördæmi sem reynist nú galopið.Vísir/VilhelmHann segir að hafist hafi verið handa við að hrekja oddvita í tveimur sterkustu kjördæmum flokksins, norðaustur- og norðvesturkjördæmi og á þar við um sjálfan sig og Gunnar Braga Sveinsson. Þórunn Egilsdóttir hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti Framsóknar í norðausturkjördæmi og Ásmundur Einar Daðason vill oddvitasætið í norðvesturkjördæmi þar sem Gunnar Bragi Sveinsson var oddviti í síðustu kosningum. Hann segist standa frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að sætta sig við vinnubrögð sem séu honum mótfallinn og hins vegar að vinna að myndun nýs stjórnmálaafls.Ásmundur Einar Daðason vill oddvitasæti Gunnars Braga í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Pjetur„Hann er sá að vinna að myndun nýs stjórnmálaafls með fólki sem er reiðubúið að starfa á sömu forsendum og við leituðumst við að gera frá 2009 til 2016. Bjóða upp á valkost sem svarar kalli tímans og bregst við upplausnarástandi stjórnmálanna með skynsemishyggju og réttlæti að leiðarljósi. Vinna með traustu og heiðarlegu fólki að því að mynda flokk sem hefur þolgæði og kraft til að standa vörð um það sem er sanngjarnt og rétt, líka þegar það er erfitt. Flokk sem getur veitt stöðugleika og staðið vörð um hefðbundin grunngildi en er um leið flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Flokk sem leitar til þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma.“ Að lokum segir Sigmundur að hann hefði viljað geta greint flokksmönnum Framsóknar frá ákvörðun sinni áður en hann gerði hana opinbera en ekki gæfist tími í það. Aukakjördæmisráð Framsóknar fer fram í norðausturkjördæmi í dag og voru margir að búast við hörðum slag milli Sigmundar og Þórunnar. „Ég geri mér grein fyrir að einhverjir kunna að vera þeirrar skoðunar að ég hefði ekki átt að tjá mig eins opinskátt og raun ber vitni um innanmein Framsóknarflokksins. Vonandi virða þeir hinir sömu það þó við mig að ég varð að skýra hvers vegna ég tók þá ákvörðun sem ég hef nú tekið og líti jafnframt til þess að ég hef látið vera að nefna flest það sem viðkvæmast getur talist í atburðarás síðustu missera í flokknum.“Bréf Sigmundar Davíðs í heild sinniKæru félagar og vinir Fyrir tæpum níu árum ákvað ég að hefja þátttöku í stjórnmálum eftir að hafa kynnst fólki sem starfaði í Framsóknarflokknum. Þar kynntist ég heiðarlegu og einlægu hugsjónafólki sem var reiðubúið að leggja á sig vinnu og færa fórnir til að bæta líf samborgaranna. Sú mynd sem ég hafði haft af stjórnmálaflokkum breyttist. Þótt ég hefði alltaf verið Framsóknarmaður óttaðist ég að flokkar stjórnuðust af öðru en einlægum hugsjónum þar til ég var kynntur fyrir einstaklega góðu Framsóknarfólki um allt land. Eftir að ég ákvað að hefja þátttöku í stjórnmálum varð Framsóknarflokkurinn eins og önnur fjölskylda mín. Líklega hef ég varið meiri tíma með þeirri fjölskyldu undanfarin ár en með fjölskyldunni sem ég átti fyrir. Það alskemmtilegasta í stjórnmálastarfinu hefur verið að vinna með fólkinu sem myndar flokkinn. Ekkert hefur mér þótt skemmtilegra en að mæta á góða fundi Framsóknarfólks, hvort sem þeir eru fjölmennir og líflegir eða fámennari og fullmannaðir einstaklega góðu og heilsteyptu fólki. Samskiptin við félaga mína í flokknum hafa veitt mér gleði og kraft til að takast á við þau stóru verkefni sem við höfum staðið frammi fyrir á undanförnum árum. Þótt oft hafi verið hart að mér sótt skilaði samstaða flokksmanna endurteknum sigrum í stórum málum. Það var til dæmis hin öfluga samheldni á flokksþinginu 2015, þar sem ég tilkynnti um gríðarstórar aðgerðir við uppgjör slitabúa bankanna, sem hjálpaði okkur að hafa betur í þeim slag. Aðdáun mín á Framsóknarflokknum og fólkinu sem hann skipaði gekk svo langt að ég fór að líta svo á að samasemmerki væri milli þess að vera Framsóknarmaður og vera traustur og góður einstaklingur (þótt aldrei hafi ég talið að aðrir en Framsóknarmenn væru það ekki). Sú mynd hrundi á síðasta ári. En um leið fór mér þó að þykja enn vænna en áður um þá vini mína í flokknum sem reyndust mér stoð og stytta í mótlæti. Eftir að hart var að mér sótt síðast liðið vor, harðar en nokkur íslenskur stjórnmálamaður hefur kynnst í seinni tíð, ákvað ég að stíga til hliðar á meðan rykið væri að setjast og mál að skýrast. Það gerði ég í von um að geta veitt ríkisstjórninni vinnufrið til að klára þau gríðarstóru og mikilvægu mál sem við vorum að vinna að en höfðum ekki lokið. Í því skyni samdi ég við varaformann flokksins um að hann tæki við forsætisráðuneytinu á meðan. Ég bað hann aðeins um tvennt. Annars vegar að ég fengi að fylgjast með gangi mála. Hins vegar að hann stæði við það sem hann hafði marglofað mér, að eigin frumkvæði, og myndi ekki nýta þá stöðu sem honum yrði veitt til að fara gegn mér. Síðara atriðið nefndi ég þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar varaformannsins um að ég skyldi aldrei efast um tryggð hans. Hvað sem á gengi mætti ég treysta því. Ég rifjaði þetta upp fyrir honum vegna þess að með tillögunni var ég að treysta honum fyrir fjöreggi mínu. Eftir þetta eftirlét ég ríkisstjórninni sviðið og dró mig í hlé um sinn.Heimkoman Þegar ég sneri aftur í byrjun sumars upplifði ég gjörbreyttar aðstæður í samfélaginu. Ég hafði aldrei á pólitískum ferli mínum fundið eins mikla velvild frá eins mörgu fólki og það sem mætti mér eftir heimkomuna. Það eina sem komst nálægt því var mikil hvatning frá almenningi síðustu dagana fyrir kosningarnar 2013 en það var þó tiltölulega léttvægt í samanburði. Þegar við héldum miðstjórnarfund í byrjun júní höfðu hundruð Íslendinga sett sig í samband við mig eða tekið mig tali á förnum vegi til að ræða málin og hvetja mig til dáða. Meira að segja pólitískir andstæðingar okkar áttuðu sig á þessu og sáu að vopnin hefðu snúist í höndum þeirra. Við gátum því haldið áfram vinnu við hin gríðarstóru mál okkar og nýtt meðbyrinn til að bæta í sóknina. Það var við þessar aðstæður sem okkar eigin félagar, fólk sem ég hafði treyst og verið tilbúinn til að aðstoða með hvaða hætti sem ég gat, sáu tækifæri í því að taka upp það versta af því sem frá andstæðingum okkar hafði komið. Óþverrinn sem andstæðingar Framsóknarflokksins höfðu kastað í átt að mér og fjölskyldu minni hafði legið óhreyfður dágóða stund þegar okkar eigin félagar tóku hann upp og köstuðu að okkur hjónum. Þessir félagar okkar köstuðu ekki lengra en aðrir andstæðingar en þeir stóðu okkur nær. Sumum þeirra höfðum við hleypt alveg upp að okkur. Eftir að hafa staðið af okkur það sem á undan gekk særði þetta mig og fjölskyldu mína mun dýpra sári en nokkur átök við pólitíska andstæðinga höfðu gert. Sama hvaða nöfnum þeir nefndu sig og hvaða aðferðum þeir höfðu beitt. Á 100 ára afmæli Framsóknarflokksins ákvað hópur fólks að steypa flokknum í stríð og fórna endurreisn flokksins, árangrinum sem við höfðum náð og gildum sem hinn aldargamli flokkur var byggður á. Á afmæli Framsóknarflokksins fékk Sjálfstæðisflokkurinn kosningasigur að gjöf og Framsókn tók á sig mesta tap frá upphafi. Þeir sem þetta gerðu, gerðu það með opin augun, eins og einn ræðumaður á flokksþinginu orðaði það, og beittu til þess aðferðum sem ekki hafði hvarflað að mér að yrði nokkurn tímann beitt í Framsóknarflokknum. Í meira en ár hef ég haldið aftur af mér að tjá mig um það sem á gekk þótt stuðningsmenn í flokknum hafi margítrekað spurt mig út í þá atburðarás. Ég hef þá jafnan sagt að ég myndi segja frá því þegar aðstæður leyfðu. Nú er aftur komið að kosningum og mér finnst ekki viðeigandi að lýsa öllu því sem gerðist í aðdraganda flokksþingsins og eftir það í bréfi sem birtist opinberlega. Ég er þó reiðubúinn að svara spurningum flokksmanna í persónulegum samskiptum. Samhengisins vegna verður þó ekki hjá því komist að nefna nokkra atburði í aðdraganda þeirrar stöðu sem blasir við okkur nú. Ég læt hins vegarvera að greina frá þeim hlutum sem hægt er að sleppa.Sex tilraunir til að fella formann Eins og flestir Framsóknarmenn þekkja er hópur innan flokksins sem hefur átt erfitt með að sætta sig við að ég leiddi flokkinn. Mótbárur þeirra fjöruðu þó að miklu leyti út árið 2011, en aðeins um tíma. Fyrir kosningar 2013 var hart sótt að mér í kjördæminu. Markmiðið var að fella mig sem oddvita flokksins og þar með formann. Í þá baráttu fór gríðarleg orka og tími. Niðurstaðan varð þó sú að hátt í tveir þriðju hlutar kjósenda studdu mig. Nú er enn á ný sótt að mér í kjördæminu. Á síðasta ári gerði sami hópur og lætur til sín taka nú fimm tilraunir til að hrekja mig úr formannsstóli. Það gerðist eftir að ég hafði treyst varaformanninum fyrir fjöreggi mínu og flokksins um stund. Fyrsta tilraunin fólst í því að reyna að „loka mig úti“ og grafa undan mér innan flokks í þeirri trú að andstæðingar mínir og flokksins myndu svo klára verkið. Þar var beitt aðferðum sem ég ætla að bíða með að greina frá en ég leitaði þá allra leiða til að ná sátt við varaformanninn þáverandi. Það tókst loks á fundi með honum, Gunnari Braga Sveinssyni sem þá var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra. Við hétum trúnaði um fundinn og bundumst fastmælum um hvernig við myndum vinna saman að því að hefja sókn fyrir flokkinn. Síðar kom í ljós að varaformaðurinn þáverandi var ekki fyrr farinn af fundinum en hann var búinn að hafa samband við hóp fólks, þar með talið nokkra þingmenn flokksins, meðal annars í mínu kjördæmi, og fela þeim að dreifa fjarstæðukenndri sögu af fundinum. Markmiðið var að eyðileggja sáttina í fæðingu. Í þeirri sögu var ekki aðeins ég skotmarkið heldur Lilja líka. Næst var gerð tilraun til að fá þingflokkinn til að koma mér frá. Boðað var til þingflokksfundar í skyndi þar sem til stóð að fá þingflokkinn til að samþykkja hreint dæmalausa ályktun. Ályktun sem hefði ekki dugað til að losna við mig en hefði rústað stöðu flokksins. Tveir af höfundum þeirrar tillögu bjóða sig nú fram gegn oddvitum flokksins í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum. Ekki tókst ætlunarverkið og dregið var í land að sinni. Fjölmiðlum hafði þó verið gert viðvart svo þeir gætu verið viðstaddir áformaða aftöku og fundurinn varð stór liður í að viðhalda viðvarandi fréttaflutningi af innanbúðarátökum í Framsóknarflokknum. Þeim fréttaflutningi viðhéldu félagar okkar með ýmsum leiðum alveg fram að flokksþingi. Næst átti að láta til skarar skríða á miðstjórnarfundi á Akureyri í september. Þar hélt varaformaður flokksins og starfandi forsætisráðherra einkar undarlega ræðu þar sem hann sagði upp úr þurru að hann myndi ekki áfram gegna stöðu varaformanns ef formaðurinn viki ekki. Hann hafði ekki veitt mér neinar vísbendingar í þessa veru fyrir fundinn og raunar komið sér hjá því að funda með mér allt frá því að ég hleypti honum í Stjórnarráðið. Uppreisnin rann þó út í sandinn enda var vilji meirihluta fundarmanna skýr. Varaformaðurinn hvarf svo á braut, án þess að gefa formanninum færi á að ræða við sig og leita skýringa, dögum og vikum saman. Því næst var gerð tilraun til að fella mig í mínu eigin kjördæmi. Hvorki fleiri né færri en þrír þingmenn flokksins létu sannfæra sig um að þeir ættu að bjóða sig fram gegn mér í fyrsta sæti. Þetta var mér tilkynnt um leið og framboðsfrestur var að renna út. Einn frambjóðendanna (sá hinn sami og hafði verið liðtækastur við að dreifa sögunni um fundinn) reyndi að útskýra fyrir mér með einkar undarlegri röksemdafærslu að þetta væri allt fyrir mig gert enda styddi viðkomandi mig í raun. Skömmu fyrir kjörið útskýrði þó sú sem um ræddi í viðtali að hún fyndi fyrir miklum stuðningi og væri bjartsýn á sigur. Niðurstaðan varð sú að ég hlaut tæplega þrjá fjórðu hluta atkvæða. Umtalsvert meiri stuðning en þegar aðeins einn þingmaður hafði boðið sig fram gegn mér þremur árum áður. Mér þótti undarlegt að sjá hversu hissa mótframbjóðendurnir voru þegar niðurstöður voru kynntar. En síðar kom í ljós að þeim hafði verið talin trú um að ég hefði misst allan stuðning í kjördæminu og að íburðarmikil leikflétta myndi ganga upp. Útskýrt hafði verið fyrir fjórða þingmanni flokksins í kjördæminu að hún myndi rúlla þessu upp. Að því búnu myndi ég eflaust hætta og menn gætu skipt næstu sætum á milli sín eins og ráðgert hafði verið. Eftir afgerandi niðurstöðu á kjördæmisþingi taldi ég að menn hlytu að sætta sig við að tilraunirnar til að koma mér frá teldust fullreyndar að sinni og leitast við að snúa bökum saman til að ná árangri í kosningum. Sú varð þó ekki raunin. Kraftarnir voru settir í að virkja ákvæði laga flokksins (sem aldrei hafði verið notað) sem leyfði kjördæmisþingum að boða til flokksþings. Í hverju skrefi voru svo fjölmiðlar fóðraðir á fréttum um vandræðagang Framsóknarmanna. Aðrir flokkar höfðu hins vegar hafið kosningabaráttu (ríkisstjórnin hafði gefist upp og boðað til kosninga fyrir lok kjörtímabilsins). Það tókst að knýja á um flokksþing og þar með fimmtu tilraunina á tiltölulega skömmum tíma til að fella formanninn. Mér var gert ókleift að verjast og fá fram vilja meirihluta flokksmanna. Það var gert með því að lofa mér að ekki stæði til að fara gegn mér en tilkynna svo um að ekki yrði staðið við það loforð um leið og frestir til að skrá sig á flokksþingið voru útrunnir. Við tóku aðferðir sem eiga ekkert skylt við lýðræði. Að hluta til var beitt hreinum svikum. Listum yfir fulltrúa var skipt út (meðal annars var fjölda fulltrúa sem kosnir höfðu verið inn á þingið fyrir Reykjavík hent út). Það sama átti við víða annars staðar. Fólki sem var hent út af listum fékk að heyra hinar fjölskrúðugustu skýringar á því hvers vegna það hefði verið gert. Þannig fékk kona sem studdi mig og átti seturétt á þinginu að vita að hún hefði verið strikuð út vegna þess að hún ætti svo mörg börn að menn hefðu ekki gert ráð fyrir að hún ætti heimangengt. Ýmiss konar atriði voru sett á svið og sögum dreift. Því var meira að segja haldið fram að ég hefði látið klippa á netútsendingu frá ræðu varaformannsins. Þarna sameinuðust ólíkir hópar með ólíka hagsmuni um það markmið að koma formanni flokksins frá sama hvað það kostaði. Fyrri dagar flokksþingsins gengu reyndar vel en þegar kom að því að kjósa dúkkuðu upp helstu liðsmenn hópsins sem réði flokknum tíu árum áður. Fólk sem hafði ekki sést í flokksstarfi árum saman. Fólk sem var ósátt við að ég hefði ekki lotið vilja þeirra sem töldu sig geta lagt línuna fyrir flokkinn eða notið þjónustu hans. Allt varð þetta hreint ótrúlegur sirkus og það tókst eins og til var sáð að sprengja Framsóknarflokkinn í loft upp á 100 ára afmæli hans. Lagðar voru fram kærur vegna þess hvernig staðið var að flokksþinginu en þeim var eytt og hafa eftir því sem ég kemst næst aldrei fengið formlega afgreiðslu. Eftir flokksþingið og fram á þennan dag hafa engir tilburðir verið sýndir til að ná flokknum saman. Þvert á móti. Reynt er að skipta óæskilegu fólki út hvar sem því verður við komið og efnt til ófriðar hvenær sem tækifæri gefst.Síðustu misseri og staðan nú Ég varði sumarfríinu í að skrifa bók um sögu íslenskra stjórnmála síðast liðin 10 ár og framtíðarhorfur en einnig í að undirbúa starf Framfarafélagsins. Félagið var hugsað til að halda utan um þann hóp Framsóknarmanna sem vildi sjá framhald á því hvernig við unnum hlutina á árunum 2009-2016 en einnig fyrir fólk sem stendur utan flokksins en vill sjá framfarir á sömu forsendum. Þegar skyndilega var svo boðað til kosninga breyttust fyrri áætlanir og ljóst varð að nauðsynlegt væri að einhenda sér í kosningaundirbúning. Hópur flokksmanna leit hins vegar á kosningarnar sem enn eitt tækifærið til að ljúka því verki sem lagt var upp með á síðasta flokksþingi. Þá þegar var hafist handa við að hrekja í burtu oddvitana í tveimur sterkustu kjördæmum flokksins, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Ljóst er að undirmál höfðu haldið áfram með hefðbundnum aðferðum en þegar tilkynnt var um kosningar var allt sett á fullt og unnið eftir sömu aðferðum og í aðdraganda flokksþingsins. Atlagan að Gunnari Braga Sveinssyni er þegar langt komin, skipulögð og framkvæmd af þeim sem sáu um atburðarásina á flokksþinginu. Nú býður annar þingmaður flokksins í mínu kjördæmi sig fram gegn mér. Fyrir ári tilkynnti sami þingmaður að hún fyndi fyrir mjög miklum stuðningi og hvatningu um að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Þegar upp var staðið hlaut hún 13% atkvæða í 1. sæti en ég tæplega 75%, töluvert meira en þegar að mér var sótt 2013, eins og ég gat um að ofan. Nú býður sami þingmaður sig fram aftur. Sem fyrr hvattur til dáða af þingmönnum flokksins í Suðurkjördæmi og öðrum úr hópnum sem staðið hafa að fyrri atlögum. Öllu skynsömu fólki má vera ljóst hversu vitlaust það er að endurtaka leikinn frá því í fyrra og eyða þeim skamma tíma sem er fram að kosningum í tilraun til að hrekja burtu þá sem ekki dansa eftir pípu hópsins sem endurheimti fyrri völd í flokknum fyrir ári. Það er þó ljóst að umræddur hópur telur það þess virði að fórna öðrum kosningum og gæfu og gengi flokksins til að ná þessu markmiði. Hjá þessu fólki er markmiðið um að koma mér í burtu æðra markmiðinu um að skila árangri fyrir flokkinn. Ég stend því frammi fyrir tveimur valkostum.Valkostirnir Annar er sá að sætta mig við að enn eina ferðina hafi lög og reglur flokksins verið brotnar til að ná markmiðum afmarkaðs hóps. Verja svo næstu tveimur vikum í að berjast enn á ný fyrir sætinu sem ég varði síðast fyrir einu ári með yfirburðastuðningi. Verjast þannig sjöundu tilraun sama hóps til að koma mér frá. Næstu tvær vikur fara þá í innbyrðisbaráttu þar sem ég þyrfti að biðja stuðningsmenn mína að sjá af vinnu, tíma og tekjum til að aðstoða mig. Þegar það er afstaðið, tæpum þremur vikum fyrir alþingiskosningar gæti flokkurinn loks farið að huga að því að taka þátt í kosningabaráttunni, síðastur flokka. Þar myndi hann mæta laskaður til leiks, verandi búinn að verja helmingnum af aðdraganda kosninganna í innbyrðisátök. Þá tæki við barátta fyrir stefnu sem ég hef ekki trú á, með fólki sem er nýbúið að stinga mig í bakið. Samtímis þyrfti ég að verjast annarri tilraun innanflokksmanna til að fella mig með útstrikunum. Að loknum kosningum tæki ég svo sæti í 5 til 6 manna þingflokki sem útlit er fyrir að yrði eingöngu skipaður fólki sem lítur á það sem æðsta markmið sitt að koma mér frá (flokkurinn fengi varla þingmann í Reykjavík). Þar gæti ég fylgst með endurtekinni atburðarás frá því fyrir ári síðan þar sem flokkurinn byðist til að þjóna í hvaða ríkisstjórn sem vildi hafa hann og þæði alls ekki meira en tvö ráðuneyti. Eftir það yrði ég farþegi í stjórnarmeirihluta sem byggði á útdeilingu embætta fremur en málefnum flokksins og myndi horfa upp á áframhaldandi upplausn í stjórnmálum á Íslandi. Með þessu gengi ég gegn öllu sem lá til grundvallar ákvörðun minni um að hefja þátttöku í stjórnmálum. Ég velti því líka fyrir mér hvort ég geti með góðri samvisku lagt þetta á fjölskyldu mína, vini og stuðningsmenn í flokknum. Eftir að hafa á undanförnum dögum séð að hópurinn sem nú ræður för innan flokksins er reiðubúinn til að fórna öðrum kosningum og gæfu og gengi flokksins til að losna við mig og aðra sem ekki eru þeim að skapi hef ég því ákveðið að velja hinn kostinn. Hann er sá að vinna að myndun nýs stjórnmálaafls með fólki sem er reiðubúið að starfa á sömu forsendum og við leituðumst við að gera frá 2009 til 2016. Bjóða upp á valkost sem svarar kalli tímans og bregst við upplausnarástandi stjórnmálanna með skynsemishyggju og réttlæti að leiðarljósi. Vinna með traustu og heiðarlegu fólki að því að mynda flokk sem hefur þolgæði og kraft til að standa vörð um það sem er sanngjarnt og rétt, líka þegar það er erfitt. Flokk sem getur veitt stöðugleika og staðið vörð um hefðbundin grunngildi en er um leið flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Flokk sem leitar til þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Þannig er hægt að mynda hreyfingu sem fylgir þeirri róttæku rökhyggju sem Framsóknarflokkurinn stóð fyrir á undanförnum árum og var að mínu mati stofnaður um. Umbótahreyfingu sem hefur burði og kjark til að takast á við vald kerfisins. Slíkt afl mun geta haldið áfram þeirri vinnu sem við vorum langt komin með árið 2016. Haldið áfram því starfi sem skilaði sér í hraðasta efnahagslega viðsnúningi nokkurrar þjóðar í seinni tíð og skila ávinningnum til þeirra sem eiga hann með réttu, almennings á Íslandi. Fjárfesta skynsamlega í framtíðinni, ráðast í umbætur á fjármálakerfinu, hrinda af stað áformaðri stórsókn í byggðamálum, koma til móts við þá hópa sem hallar á í samfélaginu. Loks vona ég að við getum leyft okkur að hafa gaman af vinnunni, laus undan biðinni eftir næstu tilraun til að fella okkur innan frá.Að lokum Helst hefði ég viljað geta greint félögum mínum í flokknum frá þessari ákvörðun persónulega áður en ég gerði hana opinbera. Því miður gefst ekki tími til þess því þegar niðurstaða lá fyrir taldi ég rétt að láta vita sem fyrst svo flestir þeirra sem áformað höfðu að mæta á kjördæmisþing síðar í dag gætu metið hvað þeir vildu gera. Í kjördæminu er stór hópur sem hefur reynst mér einstaklega vel og mér þykir ákaflega vænt um. Ég vil ekki að það fólk mæti til kjördæmisþing án þess að vita af niðurstöðu minni. Ég vænti þess að stjórn kjördæmissambandsins haldi sig við tillögu um að halda tvöfalt kjördæmisþing til að sýna að sú tillaga, sem gengur að vísu gegn lögum flokksins, hafi raunverulega snúist um lýðræðislegt val. Þannig gefst frambærilegu fólki kostur á að bjóða sig fram í hið lausa oddvitasæti. Ég geri mér grein fyrir að einhverjir kunna að vera þeirrar skoðunar að ég hefði ekki átt að tjá mig eins opinskátt og raun ber vitni um innanmein Framsóknarflokksins. Vonandi virða þeir hinir sömu það þó við mig að ég varð að skýra hvers vegna ég tók þá ákvörðun sem ég hef nú tekið og líti jafnframt til þess að ég hef látið vera að nefna flest það sem viðkvæmast getur talist í atburðarás síðustu missera í flokknum. Að endingu tel ég rétt að árétta að þótt þetta hafi verið erfiðir tímar fyrir okkur gefst nú tækifæri til að endurvekja þann anda og þá sýn sem skilaði okkur og samfélaginu einstökum árangri. Það er mikið gleði- og tilhlökkunarefni. Erfiðast verður líklega að finna nafn á hreyfinguna. Ég hvet þá sem vilja taka þátt í því starfinu á einhvern hátt, Framsóknarmenn og aðra, til að senda tölvupóst á frambod2017@gmail.comStjórnmál á Ísland og víðar eru að taka stakkaskiptum og á sama tíma stendur landið frammi fyrir meiri tækifærum en nokkru sinni áður. Ég vona að sem flestir séu tilbúnir til að taka þátt í að nýta þessi sögulegu tækifæri. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Höskuldur skorar Sigmund Davíð á hólm Höskuldur Þórhallsson vonast til að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra gefi kost á sér til formennsku á komandi flokksþingi. 31. ágúst 2016 14:18 Þórunn sækist eftir sæti Sigmundar Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hún hafi ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 22. september 2017 13:30 Sigmundur Davíð ætlar aftur í framboð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar ekki að tjá sig um framgöngu og ákvarðanir forsætisráðherra og dómsmálaráðherra í málum varðandi uppreist æru, fyrr en búið væri að fara yfir þau mál. 15. september 2017 23:45 Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15 Björn Ingi stofnar Samvinnuflokkinn en segist ekki á leið í framboð Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er skráður rétthafi nýs léns, samvinnuflokkurinn.is, en ganga má úr skugga um eignarhald síðunnar í lénaskrá ISNIC. 23. september 2017 14:18 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra hefur ákveðið að segja skilið við flokkinn og vinnur nú að stofnun nýs flokks fyrir komandi kosningar. Frá þessu greinir Sigmundur í opnu bréfi til Framsóknarmanna á vefsíðu sinni. Hann segir vinnubrögð flokksins vera honum þvert um geð og að alls hafi í hans formannstíð verið gerðar sex tilraun til að fella hann af formannsstól. Í bréfi sínu segir Sigmundur að hann hafi fyrir tæpum níu árum ákveðið að hefja þátttöku í stjórnmálum eftir að hafa kynnst fólki sem starfaði í Framsóknarflokknum. „Þar kynntist ég heiðarlegu og einlægu hugsjónafólki sem var reiðubúið að leggja á sig vinnu og færa fórnir til að bæta líf samborgaranna. Sú mynd sem ég hafði haft af stjórnmálaflokkum breyttist. Þótt ég hefði alltaf verið Framsóknarmaður óttaðist ég að flokkar stjórnuðust af öðru en einlægum hugsjónum þar til ég var kynntur fyrir einstaklega góðu Framsóknarfólki um allt land,“ skrifar Sigmundur.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því þegar Sigmundur var kjörinn formaður flokksins, eftir að mótframbjóðandi hans, Höskuldur Þórhallsson, hafði verið kjörinn formaður fyrir mistök. „Aðdáun mín á Framsóknarflokknum og fólkinu sem hann skipaði gekk svo langt að ég fór að líta svo á að samasemmerki væri milli þess að vera Framsóknarmaður og vera traustur og góður einstaklingur (þótt aldrei hafi ég talið að aðrir en Framsóknarmenn væru það ekki).“Segir Sigurð Inga hafa svikið loforð Hann rifjar upp Panamaskjölin og segir að eftir að hart hafi verið sótt að honum síðastliðið vor hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Hann segist hafa samið við Sigurð Inga Jóhannsson þáverandi varaformann flokksins um að taka við forsætisráðuneytinu og segist hafa tekið af honum loforð um að hann færi ekki gegn sér í formannskosningu flokksins síðasta haust. Hann segir að alls hafi sex sinnum verið gerð tilraun til að fella hann sem formann og það hafi loks tekist síðasta haust.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson.Vísir/Anton Brink„Á 100 ára afmæli Framsóknarflokksins ákvað hópur fólks að steypa flokknum í stríð og fórna endurreisn flokksins, árangrinum sem við höfðum náð og gildum sem hinn aldargamli flokkur var byggður á. Á afmæli Framsóknarflokksins fékk Sjálfstæðisflokkurinn kosningasigur að gjöf og Framsókn tók á sig mesta tap frá upphafi. Þeir sem þetta gerðu, gerðu það með opin augun, eins og einn ræðumaður á flokksþinginu orðaði það, og beittu til þess aðferðum sem ekki hafði hvarflað að mér að yrði nokkurn tímann beitt í Framsóknarflokknum, “ skrifar hann. Sigmundur segist hafa eytt sumarfríinu í að undirbúa starf Framfarafélagsins sem var hugsað til að halda utan um þann hóp Framsóknarmanna sem vildi sjá framhald á því flokkurinn starfaði á árunum 2009-2016 en einnig fyrir fólk sem stæði utan flokksins. „Þegar skyndilega var svo boðað til kosninga breyttust fyrri áætlanir og ljóst varð að nauðsynlegt væri að einhenda sér í kosningaundirbúning. Hópur flokksmanna leit hins vegar á kosningarnar sem enn eitt tækifærið til að ljúka því verki sem lagt var upp með á síðasta flokksþingi.“Þórunn Egilsdóttir vildi oddvitasæti Sigmundar í norðausturkjördæmi sem reynist nú galopið.Vísir/VilhelmHann segir að hafist hafi verið handa við að hrekja oddvita í tveimur sterkustu kjördæmum flokksins, norðaustur- og norðvesturkjördæmi og á þar við um sjálfan sig og Gunnar Braga Sveinsson. Þórunn Egilsdóttir hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti Framsóknar í norðausturkjördæmi og Ásmundur Einar Daðason vill oddvitasætið í norðvesturkjördæmi þar sem Gunnar Bragi Sveinsson var oddviti í síðustu kosningum. Hann segist standa frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að sætta sig við vinnubrögð sem séu honum mótfallinn og hins vegar að vinna að myndun nýs stjórnmálaafls.Ásmundur Einar Daðason vill oddvitasæti Gunnars Braga í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Pjetur„Hann er sá að vinna að myndun nýs stjórnmálaafls með fólki sem er reiðubúið að starfa á sömu forsendum og við leituðumst við að gera frá 2009 til 2016. Bjóða upp á valkost sem svarar kalli tímans og bregst við upplausnarástandi stjórnmálanna með skynsemishyggju og réttlæti að leiðarljósi. Vinna með traustu og heiðarlegu fólki að því að mynda flokk sem hefur þolgæði og kraft til að standa vörð um það sem er sanngjarnt og rétt, líka þegar það er erfitt. Flokk sem getur veitt stöðugleika og staðið vörð um hefðbundin grunngildi en er um leið flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Flokk sem leitar til þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma.“ Að lokum segir Sigmundur að hann hefði viljað geta greint flokksmönnum Framsóknar frá ákvörðun sinni áður en hann gerði hana opinbera en ekki gæfist tími í það. Aukakjördæmisráð Framsóknar fer fram í norðausturkjördæmi í dag og voru margir að búast við hörðum slag milli Sigmundar og Þórunnar. „Ég geri mér grein fyrir að einhverjir kunna að vera þeirrar skoðunar að ég hefði ekki átt að tjá mig eins opinskátt og raun ber vitni um innanmein Framsóknarflokksins. Vonandi virða þeir hinir sömu það þó við mig að ég varð að skýra hvers vegna ég tók þá ákvörðun sem ég hef nú tekið og líti jafnframt til þess að ég hef látið vera að nefna flest það sem viðkvæmast getur talist í atburðarás síðustu missera í flokknum.“Bréf Sigmundar Davíðs í heild sinniKæru félagar og vinir Fyrir tæpum níu árum ákvað ég að hefja þátttöku í stjórnmálum eftir að hafa kynnst fólki sem starfaði í Framsóknarflokknum. Þar kynntist ég heiðarlegu og einlægu hugsjónafólki sem var reiðubúið að leggja á sig vinnu og færa fórnir til að bæta líf samborgaranna. Sú mynd sem ég hafði haft af stjórnmálaflokkum breyttist. Þótt ég hefði alltaf verið Framsóknarmaður óttaðist ég að flokkar stjórnuðust af öðru en einlægum hugsjónum þar til ég var kynntur fyrir einstaklega góðu Framsóknarfólki um allt land. Eftir að ég ákvað að hefja þátttöku í stjórnmálum varð Framsóknarflokkurinn eins og önnur fjölskylda mín. Líklega hef ég varið meiri tíma með þeirri fjölskyldu undanfarin ár en með fjölskyldunni sem ég átti fyrir. Það alskemmtilegasta í stjórnmálastarfinu hefur verið að vinna með fólkinu sem myndar flokkinn. Ekkert hefur mér þótt skemmtilegra en að mæta á góða fundi Framsóknarfólks, hvort sem þeir eru fjölmennir og líflegir eða fámennari og fullmannaðir einstaklega góðu og heilsteyptu fólki. Samskiptin við félaga mína í flokknum hafa veitt mér gleði og kraft til að takast á við þau stóru verkefni sem við höfum staðið frammi fyrir á undanförnum árum. Þótt oft hafi verið hart að mér sótt skilaði samstaða flokksmanna endurteknum sigrum í stórum málum. Það var til dæmis hin öfluga samheldni á flokksþinginu 2015, þar sem ég tilkynnti um gríðarstórar aðgerðir við uppgjör slitabúa bankanna, sem hjálpaði okkur að hafa betur í þeim slag. Aðdáun mín á Framsóknarflokknum og fólkinu sem hann skipaði gekk svo langt að ég fór að líta svo á að samasemmerki væri milli þess að vera Framsóknarmaður og vera traustur og góður einstaklingur (þótt aldrei hafi ég talið að aðrir en Framsóknarmenn væru það ekki). Sú mynd hrundi á síðasta ári. En um leið fór mér þó að þykja enn vænna en áður um þá vini mína í flokknum sem reyndust mér stoð og stytta í mótlæti. Eftir að hart var að mér sótt síðast liðið vor, harðar en nokkur íslenskur stjórnmálamaður hefur kynnst í seinni tíð, ákvað ég að stíga til hliðar á meðan rykið væri að setjast og mál að skýrast. Það gerði ég í von um að geta veitt ríkisstjórninni vinnufrið til að klára þau gríðarstóru og mikilvægu mál sem við vorum að vinna að en höfðum ekki lokið. Í því skyni samdi ég við varaformann flokksins um að hann tæki við forsætisráðuneytinu á meðan. Ég bað hann aðeins um tvennt. Annars vegar að ég fengi að fylgjast með gangi mála. Hins vegar að hann stæði við það sem hann hafði marglofað mér, að eigin frumkvæði, og myndi ekki nýta þá stöðu sem honum yrði veitt til að fara gegn mér. Síðara atriðið nefndi ég þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar varaformannsins um að ég skyldi aldrei efast um tryggð hans. Hvað sem á gengi mætti ég treysta því. Ég rifjaði þetta upp fyrir honum vegna þess að með tillögunni var ég að treysta honum fyrir fjöreggi mínu. Eftir þetta eftirlét ég ríkisstjórninni sviðið og dró mig í hlé um sinn.Heimkoman Þegar ég sneri aftur í byrjun sumars upplifði ég gjörbreyttar aðstæður í samfélaginu. Ég hafði aldrei á pólitískum ferli mínum fundið eins mikla velvild frá eins mörgu fólki og það sem mætti mér eftir heimkomuna. Það eina sem komst nálægt því var mikil hvatning frá almenningi síðustu dagana fyrir kosningarnar 2013 en það var þó tiltölulega léttvægt í samanburði. Þegar við héldum miðstjórnarfund í byrjun júní höfðu hundruð Íslendinga sett sig í samband við mig eða tekið mig tali á förnum vegi til að ræða málin og hvetja mig til dáða. Meira að segja pólitískir andstæðingar okkar áttuðu sig á þessu og sáu að vopnin hefðu snúist í höndum þeirra. Við gátum því haldið áfram vinnu við hin gríðarstóru mál okkar og nýtt meðbyrinn til að bæta í sóknina. Það var við þessar aðstæður sem okkar eigin félagar, fólk sem ég hafði treyst og verið tilbúinn til að aðstoða með hvaða hætti sem ég gat, sáu tækifæri í því að taka upp það versta af því sem frá andstæðingum okkar hafði komið. Óþverrinn sem andstæðingar Framsóknarflokksins höfðu kastað í átt að mér og fjölskyldu minni hafði legið óhreyfður dágóða stund þegar okkar eigin félagar tóku hann upp og köstuðu að okkur hjónum. Þessir félagar okkar köstuðu ekki lengra en aðrir andstæðingar en þeir stóðu okkur nær. Sumum þeirra höfðum við hleypt alveg upp að okkur. Eftir að hafa staðið af okkur það sem á undan gekk særði þetta mig og fjölskyldu mína mun dýpra sári en nokkur átök við pólitíska andstæðinga höfðu gert. Sama hvaða nöfnum þeir nefndu sig og hvaða aðferðum þeir höfðu beitt. Á 100 ára afmæli Framsóknarflokksins ákvað hópur fólks að steypa flokknum í stríð og fórna endurreisn flokksins, árangrinum sem við höfðum náð og gildum sem hinn aldargamli flokkur var byggður á. Á afmæli Framsóknarflokksins fékk Sjálfstæðisflokkurinn kosningasigur að gjöf og Framsókn tók á sig mesta tap frá upphafi. Þeir sem þetta gerðu, gerðu það með opin augun, eins og einn ræðumaður á flokksþinginu orðaði það, og beittu til þess aðferðum sem ekki hafði hvarflað að mér að yrði nokkurn tímann beitt í Framsóknarflokknum. Í meira en ár hef ég haldið aftur af mér að tjá mig um það sem á gekk þótt stuðningsmenn í flokknum hafi margítrekað spurt mig út í þá atburðarás. Ég hef þá jafnan sagt að ég myndi segja frá því þegar aðstæður leyfðu. Nú er aftur komið að kosningum og mér finnst ekki viðeigandi að lýsa öllu því sem gerðist í aðdraganda flokksþingsins og eftir það í bréfi sem birtist opinberlega. Ég er þó reiðubúinn að svara spurningum flokksmanna í persónulegum samskiptum. Samhengisins vegna verður þó ekki hjá því komist að nefna nokkra atburði í aðdraganda þeirrar stöðu sem blasir við okkur nú. Ég læt hins vegarvera að greina frá þeim hlutum sem hægt er að sleppa.Sex tilraunir til að fella formann Eins og flestir Framsóknarmenn þekkja er hópur innan flokksins sem hefur átt erfitt með að sætta sig við að ég leiddi flokkinn. Mótbárur þeirra fjöruðu þó að miklu leyti út árið 2011, en aðeins um tíma. Fyrir kosningar 2013 var hart sótt að mér í kjördæminu. Markmiðið var að fella mig sem oddvita flokksins og þar með formann. Í þá baráttu fór gríðarleg orka og tími. Niðurstaðan varð þó sú að hátt í tveir þriðju hlutar kjósenda studdu mig. Nú er enn á ný sótt að mér í kjördæminu. Á síðasta ári gerði sami hópur og lætur til sín taka nú fimm tilraunir til að hrekja mig úr formannsstóli. Það gerðist eftir að ég hafði treyst varaformanninum fyrir fjöreggi mínu og flokksins um stund. Fyrsta tilraunin fólst í því að reyna að „loka mig úti“ og grafa undan mér innan flokks í þeirri trú að andstæðingar mínir og flokksins myndu svo klára verkið. Þar var beitt aðferðum sem ég ætla að bíða með að greina frá en ég leitaði þá allra leiða til að ná sátt við varaformanninn þáverandi. Það tókst loks á fundi með honum, Gunnari Braga Sveinssyni sem þá var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra. Við hétum trúnaði um fundinn og bundumst fastmælum um hvernig við myndum vinna saman að því að hefja sókn fyrir flokkinn. Síðar kom í ljós að varaformaðurinn þáverandi var ekki fyrr farinn af fundinum en hann var búinn að hafa samband við hóp fólks, þar með talið nokkra þingmenn flokksins, meðal annars í mínu kjördæmi, og fela þeim að dreifa fjarstæðukenndri sögu af fundinum. Markmiðið var að eyðileggja sáttina í fæðingu. Í þeirri sögu var ekki aðeins ég skotmarkið heldur Lilja líka. Næst var gerð tilraun til að fá þingflokkinn til að koma mér frá. Boðað var til þingflokksfundar í skyndi þar sem til stóð að fá þingflokkinn til að samþykkja hreint dæmalausa ályktun. Ályktun sem hefði ekki dugað til að losna við mig en hefði rústað stöðu flokksins. Tveir af höfundum þeirrar tillögu bjóða sig nú fram gegn oddvitum flokksins í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum. Ekki tókst ætlunarverkið og dregið var í land að sinni. Fjölmiðlum hafði þó verið gert viðvart svo þeir gætu verið viðstaddir áformaða aftöku og fundurinn varð stór liður í að viðhalda viðvarandi fréttaflutningi af innanbúðarátökum í Framsóknarflokknum. Þeim fréttaflutningi viðhéldu félagar okkar með ýmsum leiðum alveg fram að flokksþingi. Næst átti að láta til skarar skríða á miðstjórnarfundi á Akureyri í september. Þar hélt varaformaður flokksins og starfandi forsætisráðherra einkar undarlega ræðu þar sem hann sagði upp úr þurru að hann myndi ekki áfram gegna stöðu varaformanns ef formaðurinn viki ekki. Hann hafði ekki veitt mér neinar vísbendingar í þessa veru fyrir fundinn og raunar komið sér hjá því að funda með mér allt frá því að ég hleypti honum í Stjórnarráðið. Uppreisnin rann þó út í sandinn enda var vilji meirihluta fundarmanna skýr. Varaformaðurinn hvarf svo á braut, án þess að gefa formanninum færi á að ræða við sig og leita skýringa, dögum og vikum saman. Því næst var gerð tilraun til að fella mig í mínu eigin kjördæmi. Hvorki fleiri né færri en þrír þingmenn flokksins létu sannfæra sig um að þeir ættu að bjóða sig fram gegn mér í fyrsta sæti. Þetta var mér tilkynnt um leið og framboðsfrestur var að renna út. Einn frambjóðendanna (sá hinn sami og hafði verið liðtækastur við að dreifa sögunni um fundinn) reyndi að útskýra fyrir mér með einkar undarlegri röksemdafærslu að þetta væri allt fyrir mig gert enda styddi viðkomandi mig í raun. Skömmu fyrir kjörið útskýrði þó sú sem um ræddi í viðtali að hún fyndi fyrir miklum stuðningi og væri bjartsýn á sigur. Niðurstaðan varð sú að ég hlaut tæplega þrjá fjórðu hluta atkvæða. Umtalsvert meiri stuðning en þegar aðeins einn þingmaður hafði boðið sig fram gegn mér þremur árum áður. Mér þótti undarlegt að sjá hversu hissa mótframbjóðendurnir voru þegar niðurstöður voru kynntar. En síðar kom í ljós að þeim hafði verið talin trú um að ég hefði misst allan stuðning í kjördæminu og að íburðarmikil leikflétta myndi ganga upp. Útskýrt hafði verið fyrir fjórða þingmanni flokksins í kjördæminu að hún myndi rúlla þessu upp. Að því búnu myndi ég eflaust hætta og menn gætu skipt næstu sætum á milli sín eins og ráðgert hafði verið. Eftir afgerandi niðurstöðu á kjördæmisþingi taldi ég að menn hlytu að sætta sig við að tilraunirnar til að koma mér frá teldust fullreyndar að sinni og leitast við að snúa bökum saman til að ná árangri í kosningum. Sú varð þó ekki raunin. Kraftarnir voru settir í að virkja ákvæði laga flokksins (sem aldrei hafði verið notað) sem leyfði kjördæmisþingum að boða til flokksþings. Í hverju skrefi voru svo fjölmiðlar fóðraðir á fréttum um vandræðagang Framsóknarmanna. Aðrir flokkar höfðu hins vegar hafið kosningabaráttu (ríkisstjórnin hafði gefist upp og boðað til kosninga fyrir lok kjörtímabilsins). Það tókst að knýja á um flokksþing og þar með fimmtu tilraunina á tiltölulega skömmum tíma til að fella formanninn. Mér var gert ókleift að verjast og fá fram vilja meirihluta flokksmanna. Það var gert með því að lofa mér að ekki stæði til að fara gegn mér en tilkynna svo um að ekki yrði staðið við það loforð um leið og frestir til að skrá sig á flokksþingið voru útrunnir. Við tóku aðferðir sem eiga ekkert skylt við lýðræði. Að hluta til var beitt hreinum svikum. Listum yfir fulltrúa var skipt út (meðal annars var fjölda fulltrúa sem kosnir höfðu verið inn á þingið fyrir Reykjavík hent út). Það sama átti við víða annars staðar. Fólki sem var hent út af listum fékk að heyra hinar fjölskrúðugustu skýringar á því hvers vegna það hefði verið gert. Þannig fékk kona sem studdi mig og átti seturétt á þinginu að vita að hún hefði verið strikuð út vegna þess að hún ætti svo mörg börn að menn hefðu ekki gert ráð fyrir að hún ætti heimangengt. Ýmiss konar atriði voru sett á svið og sögum dreift. Því var meira að segja haldið fram að ég hefði látið klippa á netútsendingu frá ræðu varaformannsins. Þarna sameinuðust ólíkir hópar með ólíka hagsmuni um það markmið að koma formanni flokksins frá sama hvað það kostaði. Fyrri dagar flokksþingsins gengu reyndar vel en þegar kom að því að kjósa dúkkuðu upp helstu liðsmenn hópsins sem réði flokknum tíu árum áður. Fólk sem hafði ekki sést í flokksstarfi árum saman. Fólk sem var ósátt við að ég hefði ekki lotið vilja þeirra sem töldu sig geta lagt línuna fyrir flokkinn eða notið þjónustu hans. Allt varð þetta hreint ótrúlegur sirkus og það tókst eins og til var sáð að sprengja Framsóknarflokkinn í loft upp á 100 ára afmæli hans. Lagðar voru fram kærur vegna þess hvernig staðið var að flokksþinginu en þeim var eytt og hafa eftir því sem ég kemst næst aldrei fengið formlega afgreiðslu. Eftir flokksþingið og fram á þennan dag hafa engir tilburðir verið sýndir til að ná flokknum saman. Þvert á móti. Reynt er að skipta óæskilegu fólki út hvar sem því verður við komið og efnt til ófriðar hvenær sem tækifæri gefst.Síðustu misseri og staðan nú Ég varði sumarfríinu í að skrifa bók um sögu íslenskra stjórnmála síðast liðin 10 ár og framtíðarhorfur en einnig í að undirbúa starf Framfarafélagsins. Félagið var hugsað til að halda utan um þann hóp Framsóknarmanna sem vildi sjá framhald á því hvernig við unnum hlutina á árunum 2009-2016 en einnig fyrir fólk sem stendur utan flokksins en vill sjá framfarir á sömu forsendum. Þegar skyndilega var svo boðað til kosninga breyttust fyrri áætlanir og ljóst varð að nauðsynlegt væri að einhenda sér í kosningaundirbúning. Hópur flokksmanna leit hins vegar á kosningarnar sem enn eitt tækifærið til að ljúka því verki sem lagt var upp með á síðasta flokksþingi. Þá þegar var hafist handa við að hrekja í burtu oddvitana í tveimur sterkustu kjördæmum flokksins, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Ljóst er að undirmál höfðu haldið áfram með hefðbundnum aðferðum en þegar tilkynnt var um kosningar var allt sett á fullt og unnið eftir sömu aðferðum og í aðdraganda flokksþingsins. Atlagan að Gunnari Braga Sveinssyni er þegar langt komin, skipulögð og framkvæmd af þeim sem sáu um atburðarásina á flokksþinginu. Nú býður annar þingmaður flokksins í mínu kjördæmi sig fram gegn mér. Fyrir ári tilkynnti sami þingmaður að hún fyndi fyrir mjög miklum stuðningi og hvatningu um að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Þegar upp var staðið hlaut hún 13% atkvæða í 1. sæti en ég tæplega 75%, töluvert meira en þegar að mér var sótt 2013, eins og ég gat um að ofan. Nú býður sami þingmaður sig fram aftur. Sem fyrr hvattur til dáða af þingmönnum flokksins í Suðurkjördæmi og öðrum úr hópnum sem staðið hafa að fyrri atlögum. Öllu skynsömu fólki má vera ljóst hversu vitlaust það er að endurtaka leikinn frá því í fyrra og eyða þeim skamma tíma sem er fram að kosningum í tilraun til að hrekja burtu þá sem ekki dansa eftir pípu hópsins sem endurheimti fyrri völd í flokknum fyrir ári. Það er þó ljóst að umræddur hópur telur það þess virði að fórna öðrum kosningum og gæfu og gengi flokksins til að ná þessu markmiði. Hjá þessu fólki er markmiðið um að koma mér í burtu æðra markmiðinu um að skila árangri fyrir flokkinn. Ég stend því frammi fyrir tveimur valkostum.Valkostirnir Annar er sá að sætta mig við að enn eina ferðina hafi lög og reglur flokksins verið brotnar til að ná markmiðum afmarkaðs hóps. Verja svo næstu tveimur vikum í að berjast enn á ný fyrir sætinu sem ég varði síðast fyrir einu ári með yfirburðastuðningi. Verjast þannig sjöundu tilraun sama hóps til að koma mér frá. Næstu tvær vikur fara þá í innbyrðisbaráttu þar sem ég þyrfti að biðja stuðningsmenn mína að sjá af vinnu, tíma og tekjum til að aðstoða mig. Þegar það er afstaðið, tæpum þremur vikum fyrir alþingiskosningar gæti flokkurinn loks farið að huga að því að taka þátt í kosningabaráttunni, síðastur flokka. Þar myndi hann mæta laskaður til leiks, verandi búinn að verja helmingnum af aðdraganda kosninganna í innbyrðisátök. Þá tæki við barátta fyrir stefnu sem ég hef ekki trú á, með fólki sem er nýbúið að stinga mig í bakið. Samtímis þyrfti ég að verjast annarri tilraun innanflokksmanna til að fella mig með útstrikunum. Að loknum kosningum tæki ég svo sæti í 5 til 6 manna þingflokki sem útlit er fyrir að yrði eingöngu skipaður fólki sem lítur á það sem æðsta markmið sitt að koma mér frá (flokkurinn fengi varla þingmann í Reykjavík). Þar gæti ég fylgst með endurtekinni atburðarás frá því fyrir ári síðan þar sem flokkurinn byðist til að þjóna í hvaða ríkisstjórn sem vildi hafa hann og þæði alls ekki meira en tvö ráðuneyti. Eftir það yrði ég farþegi í stjórnarmeirihluta sem byggði á útdeilingu embætta fremur en málefnum flokksins og myndi horfa upp á áframhaldandi upplausn í stjórnmálum á Íslandi. Með þessu gengi ég gegn öllu sem lá til grundvallar ákvörðun minni um að hefja þátttöku í stjórnmálum. Ég velti því líka fyrir mér hvort ég geti með góðri samvisku lagt þetta á fjölskyldu mína, vini og stuðningsmenn í flokknum. Eftir að hafa á undanförnum dögum séð að hópurinn sem nú ræður för innan flokksins er reiðubúinn til að fórna öðrum kosningum og gæfu og gengi flokksins til að losna við mig og aðra sem ekki eru þeim að skapi hef ég því ákveðið að velja hinn kostinn. Hann er sá að vinna að myndun nýs stjórnmálaafls með fólki sem er reiðubúið að starfa á sömu forsendum og við leituðumst við að gera frá 2009 til 2016. Bjóða upp á valkost sem svarar kalli tímans og bregst við upplausnarástandi stjórnmálanna með skynsemishyggju og réttlæti að leiðarljósi. Vinna með traustu og heiðarlegu fólki að því að mynda flokk sem hefur þolgæði og kraft til að standa vörð um það sem er sanngjarnt og rétt, líka þegar það er erfitt. Flokk sem getur veitt stöðugleika og staðið vörð um hefðbundin grunngildi en er um leið flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Flokk sem leitar til þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Þannig er hægt að mynda hreyfingu sem fylgir þeirri róttæku rökhyggju sem Framsóknarflokkurinn stóð fyrir á undanförnum árum og var að mínu mati stofnaður um. Umbótahreyfingu sem hefur burði og kjark til að takast á við vald kerfisins. Slíkt afl mun geta haldið áfram þeirri vinnu sem við vorum langt komin með árið 2016. Haldið áfram því starfi sem skilaði sér í hraðasta efnahagslega viðsnúningi nokkurrar þjóðar í seinni tíð og skila ávinningnum til þeirra sem eiga hann með réttu, almennings á Íslandi. Fjárfesta skynsamlega í framtíðinni, ráðast í umbætur á fjármálakerfinu, hrinda af stað áformaðri stórsókn í byggðamálum, koma til móts við þá hópa sem hallar á í samfélaginu. Loks vona ég að við getum leyft okkur að hafa gaman af vinnunni, laus undan biðinni eftir næstu tilraun til að fella okkur innan frá.Að lokum Helst hefði ég viljað geta greint félögum mínum í flokknum frá þessari ákvörðun persónulega áður en ég gerði hana opinbera. Því miður gefst ekki tími til þess því þegar niðurstaða lá fyrir taldi ég rétt að láta vita sem fyrst svo flestir þeirra sem áformað höfðu að mæta á kjördæmisþing síðar í dag gætu metið hvað þeir vildu gera. Í kjördæminu er stór hópur sem hefur reynst mér einstaklega vel og mér þykir ákaflega vænt um. Ég vil ekki að það fólk mæti til kjördæmisþing án þess að vita af niðurstöðu minni. Ég vænti þess að stjórn kjördæmissambandsins haldi sig við tillögu um að halda tvöfalt kjördæmisþing til að sýna að sú tillaga, sem gengur að vísu gegn lögum flokksins, hafi raunverulega snúist um lýðræðislegt val. Þannig gefst frambærilegu fólki kostur á að bjóða sig fram í hið lausa oddvitasæti. Ég geri mér grein fyrir að einhverjir kunna að vera þeirrar skoðunar að ég hefði ekki átt að tjá mig eins opinskátt og raun ber vitni um innanmein Framsóknarflokksins. Vonandi virða þeir hinir sömu það þó við mig að ég varð að skýra hvers vegna ég tók þá ákvörðun sem ég hef nú tekið og líti jafnframt til þess að ég hef látið vera að nefna flest það sem viðkvæmast getur talist í atburðarás síðustu missera í flokknum. Að endingu tel ég rétt að árétta að þótt þetta hafi verið erfiðir tímar fyrir okkur gefst nú tækifæri til að endurvekja þann anda og þá sýn sem skilaði okkur og samfélaginu einstökum árangri. Það er mikið gleði- og tilhlökkunarefni. Erfiðast verður líklega að finna nafn á hreyfinguna. Ég hvet þá sem vilja taka þátt í því starfinu á einhvern hátt, Framsóknarmenn og aðra, til að senda tölvupóst á frambod2017@gmail.comStjórnmál á Ísland og víðar eru að taka stakkaskiptum og á sama tíma stendur landið frammi fyrir meiri tækifærum en nokkru sinni áður. Ég vona að sem flestir séu tilbúnir til að taka þátt í að nýta þessi sögulegu tækifæri.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Höskuldur skorar Sigmund Davíð á hólm Höskuldur Þórhallsson vonast til að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra gefi kost á sér til formennsku á komandi flokksþingi. 31. ágúst 2016 14:18 Þórunn sækist eftir sæti Sigmundar Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hún hafi ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 22. september 2017 13:30 Sigmundur Davíð ætlar aftur í framboð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar ekki að tjá sig um framgöngu og ákvarðanir forsætisráðherra og dómsmálaráðherra í málum varðandi uppreist æru, fyrr en búið væri að fara yfir þau mál. 15. september 2017 23:45 Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15 Björn Ingi stofnar Samvinnuflokkinn en segist ekki á leið í framboð Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er skráður rétthafi nýs léns, samvinnuflokkurinn.is, en ganga má úr skugga um eignarhald síðunnar í lénaskrá ISNIC. 23. september 2017 14:18 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Höskuldur skorar Sigmund Davíð á hólm Höskuldur Þórhallsson vonast til að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra gefi kost á sér til formennsku á komandi flokksþingi. 31. ágúst 2016 14:18
Þórunn sækist eftir sæti Sigmundar Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hún hafi ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 22. september 2017 13:30
Sigmundur Davíð ætlar aftur í framboð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar ekki að tjá sig um framgöngu og ákvarðanir forsætisráðherra og dómsmálaráðherra í málum varðandi uppreist æru, fyrr en búið væri að fara yfir þau mál. 15. september 2017 23:45
Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15
Björn Ingi stofnar Samvinnuflokkinn en segist ekki á leið í framboð Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er skráður rétthafi nýs léns, samvinnuflokkurinn.is, en ganga má úr skugga um eignarhald síðunnar í lénaskrá ISNIC. 23. september 2017 14:18