Elsa Lára gefur ekki kost á sér: „Í dag hefst nýr kafli í lífi mínu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. september 2017 19:41 Elsa Lára Arnardóttir tilkynnti í dag að hún ætli að stíga til hliðar. Vísir/Pjetur Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tilkynnti í dag að hún ætli að stíga til hliðar. Hún segir að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun. Hún sagði frá þessu í ræðu á auka kjördæmisþinginu sem fram fór í dag og tilkynnti þetta svo í kjölfarið á Facebook. Sagði hún meðal annars í ræðu sinni: „Þið sem eruð grasrót flokksins eruð okkur, kjörnum fulltrúum afar mikilvæg, því án ykkar þá hefðum við ekki þá gleði og þann kraft sem þarf til að sinna þeim störfum, sem starf alþingismanns felur í sér. Ég er ykkur afar þakklát fyrir það mikla traust sem þið hafið sýnt mér með því að treysta mér fyrir mikilvægum verkefnum innan þingsins og utan.“ Elsa Lára segir að þetta hafi verið lærdómsríkur tími og að hún sé ekki sammála þeim sem segja að þingmenn séu eingöngu stimpilpúði fyrir ráðuneytin. „Þingmenn geta auðveldlega haft áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku um strauma og stefnur ríkisstjórna. Þetta snýst um að undirbúa sig vel, mæta vel og hafa þannig áhrif.“ Hún segir að á þessu þingi hafi forgangsmál sín verið húsnæðismál og afnám verðtryggingar og bæði hafi verið tilbúin þegar það slitnaði upp úr þinginu. „Ég hef fundið mikinn stuðning um að ég stígi ofar og gefi kost á mér til áframhaldandi þingsetu. Ég er og verð alltaf þakklát fyrir þennan hlýhug og traust. Þetta er ómetanlegt. Ég hef þó ákveðið að gefa ekki kost á mér að þessu sinni, til starfa á þingi. Þetta er erfið ákvörðun en ég finn að hún er rétt við þessar aðstæður.“ Mun hún nýta næstu vikur til að sinna fjölskyldu sinni sem hafi verið á hliðarlínunni undanfarin ár og stutt hana til allra verka. „Ég er sannur Framsóknarmaður og trúi á gildi Framsóknarflokksins. Þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna vel fyrir flokkinn, þó á öðrum vettvangi, að minnsta kosti um sinn.“ Kosningar 2017 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tilkynnti í dag að hún ætli að stíga til hliðar. Hún segir að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun. Hún sagði frá þessu í ræðu á auka kjördæmisþinginu sem fram fór í dag og tilkynnti þetta svo í kjölfarið á Facebook. Sagði hún meðal annars í ræðu sinni: „Þið sem eruð grasrót flokksins eruð okkur, kjörnum fulltrúum afar mikilvæg, því án ykkar þá hefðum við ekki þá gleði og þann kraft sem þarf til að sinna þeim störfum, sem starf alþingismanns felur í sér. Ég er ykkur afar þakklát fyrir það mikla traust sem þið hafið sýnt mér með því að treysta mér fyrir mikilvægum verkefnum innan þingsins og utan.“ Elsa Lára segir að þetta hafi verið lærdómsríkur tími og að hún sé ekki sammála þeim sem segja að þingmenn séu eingöngu stimpilpúði fyrir ráðuneytin. „Þingmenn geta auðveldlega haft áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku um strauma og stefnur ríkisstjórna. Þetta snýst um að undirbúa sig vel, mæta vel og hafa þannig áhrif.“ Hún segir að á þessu þingi hafi forgangsmál sín verið húsnæðismál og afnám verðtryggingar og bæði hafi verið tilbúin þegar það slitnaði upp úr þinginu. „Ég hef fundið mikinn stuðning um að ég stígi ofar og gefi kost á mér til áframhaldandi þingsetu. Ég er og verð alltaf þakklát fyrir þennan hlýhug og traust. Þetta er ómetanlegt. Ég hef þó ákveðið að gefa ekki kost á mér að þessu sinni, til starfa á þingi. Þetta er erfið ákvörðun en ég finn að hún er rétt við þessar aðstæður.“ Mun hún nýta næstu vikur til að sinna fjölskyldu sinni sem hafi verið á hliðarlínunni undanfarin ár og stutt hana til allra verka. „Ég er sannur Framsóknarmaður og trúi á gildi Framsóknarflokksins. Þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna vel fyrir flokkinn, þó á öðrum vettvangi, að minnsta kosti um sinn.“
Kosningar 2017 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira