Björn Ingi stofnar Samvinnuflokkinn en segist ekki á leið í framboð Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. september 2017 14:18 Björn Ingi Hrafnsson. Vísir/Ernir Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er skráður rétthafi nýs léns, samvinnuflokkurinn.is, en ganga má úr skugga um eignarhald síðunnar í lénaskrá ISNIC. Björn Ingi þvertekur fyrir að vera á leið í framboð.Hann hefur áður verið orðaður við framboð í borginni, en síðan hefur ríkisstjórnarsamstarfinu vitaskuld verið slitið og boðað hefur verið til alþingiskosninga eftir einungis nokkrar vikur. Hann segist ekki á leið í kosningabaráttu. „Ég er ekki sjálfur á leið í framboð. Ég vildi bara taka þátt í að búa til nýtt borgaralegt afl þar sem jöfnuður, réttlæti og framfarir leika lykilhlutverk. Ég er viss um að á næstunni muni öflugir aðilar ganga til liðs við okkur og stofna þennan flokk með formlegum hætti og veita honum forystu. Ég sé fyrir mér að þeir komi úr ýmsum áttum, líka fólk sem hefur hingað til ekki látið að sér kveða á hinu pólitíska sviði,“ útskýrir Björn Ingi, sem hefur staðið nokkur styr um undanfarið.Vill sjá stjórnmálin þroskastÍ byrjun mánaðar greindi Fréttablaðið frá því að hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefði keypt allar eignir fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf, að undanskildum héraðsfréttablöðum sem félagið hefur gefið út - degi áður en taka átti fyrir beiðni um gjaldþrot félagsins. Þetta eru fjölmiðlar á borð við DV, dv.is, ÍNN, Eyjuna og fleiri miðlar. Í kjölfar kaupanna tilkynnti Björn Ingi að hann væri hættur störfum á miðlunum. En Björn Ingi er að hugsa um annað en fjölmiðla núna - hann vill sjá stjórnmálin þroskast. „Við þurfum á því að halda Íslendingar að vinna meira saman og ná samkomulagi um helstu mál, en standa ekki í eilífum ágreiningi um stórt og smátt og útiloka allskonar samstarfsfleti fyrirfram. Sú aðferðafræði hefur skilað íslenskum stjórnmálum upp á sker og vonandi ber okkur gæfa til þess að losna þaðan sem allra fyrst,“ segir Björn Ingi og bætir við að Samvinnuflokkurinn sé á frumstigi. Nafnið sé komið og lénið – svo ráðist framhaldið á næstu dögum. Stj.mál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er skráður rétthafi nýs léns, samvinnuflokkurinn.is, en ganga má úr skugga um eignarhald síðunnar í lénaskrá ISNIC. Björn Ingi þvertekur fyrir að vera á leið í framboð.Hann hefur áður verið orðaður við framboð í borginni, en síðan hefur ríkisstjórnarsamstarfinu vitaskuld verið slitið og boðað hefur verið til alþingiskosninga eftir einungis nokkrar vikur. Hann segist ekki á leið í kosningabaráttu. „Ég er ekki sjálfur á leið í framboð. Ég vildi bara taka þátt í að búa til nýtt borgaralegt afl þar sem jöfnuður, réttlæti og framfarir leika lykilhlutverk. Ég er viss um að á næstunni muni öflugir aðilar ganga til liðs við okkur og stofna þennan flokk með formlegum hætti og veita honum forystu. Ég sé fyrir mér að þeir komi úr ýmsum áttum, líka fólk sem hefur hingað til ekki látið að sér kveða á hinu pólitíska sviði,“ útskýrir Björn Ingi, sem hefur staðið nokkur styr um undanfarið.Vill sjá stjórnmálin þroskastÍ byrjun mánaðar greindi Fréttablaðið frá því að hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefði keypt allar eignir fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf, að undanskildum héraðsfréttablöðum sem félagið hefur gefið út - degi áður en taka átti fyrir beiðni um gjaldþrot félagsins. Þetta eru fjölmiðlar á borð við DV, dv.is, ÍNN, Eyjuna og fleiri miðlar. Í kjölfar kaupanna tilkynnti Björn Ingi að hann væri hættur störfum á miðlunum. En Björn Ingi er að hugsa um annað en fjölmiðla núna - hann vill sjá stjórnmálin þroskast. „Við þurfum á því að halda Íslendingar að vinna meira saman og ná samkomulagi um helstu mál, en standa ekki í eilífum ágreiningi um stórt og smátt og útiloka allskonar samstarfsfleti fyrirfram. Sú aðferðafræði hefur skilað íslenskum stjórnmálum upp á sker og vonandi ber okkur gæfa til þess að losna þaðan sem allra fyrst,“ segir Björn Ingi og bætir við að Samvinnuflokkurinn sé á frumstigi. Nafnið sé komið og lénið – svo ráðist framhaldið á næstu dögum.
Stj.mál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira