Ríkisaðstoð í uppnámi vegna stjórnarslitanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. september 2017 09:00 Fráveitumál við Mývatn hafa lengi verið í ólestri. VÍSIR/VILHELM Viðræður Skútustaðahrepps við ríkisstjórnina um fjárhagsaðstoð vegna alvarlegs vanda í fráveitumálum er í uppnámi vegna stjórnarslitanna. Hreppurinn og fyrirtæki í ferðaþjónustu við Mývatn biðja nú um gálgafrest áður en til afturköllunar starfsleyfa kemur, sem vofað hefur yfir ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu, Frestur sem heilbrigðisnefnd svæðisins veitti hreppnum og fyrirtækjum til að skila fjármagnaðri úrbótaáætlun og Fréttablaðið hefur greint frá, rann út fyrir viku. Ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar um hvort frestur verður veittur verður tekin snemma í október, segir Alfred Schiöth, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits svæðisins. Áætlaður heildarkostnaður við úrbætur er um eða yfir hálfur milljarður króna og leitað hefur verið til ríkisins eftir fjárhagsaðstoð. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur lagt þá línu að fyrirtækin á svæðinu þurfi sjálf að leggja eitthvað af mörkum, en sýna þurfi skilning á því að vandinn sé stór og sveitarfélagið lítið. Enn liggur þó ekkert fyrir um aðkomu ríkisins. „Viðræður voru komnar í fínan farveg. Við áttum bókaðan fund síðastliðinn mánudag með bæði fjármála- og umhverfisráðherra. Hann var blásinn af vegna stjórnmálaástandsins,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. „Nú fer allt í bið og við þurfum væntanlega að byrja frá grunni þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð eftir kosningar.“ Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Viðræður Skútustaðahrepps við ríkisstjórnina um fjárhagsaðstoð vegna alvarlegs vanda í fráveitumálum er í uppnámi vegna stjórnarslitanna. Hreppurinn og fyrirtæki í ferðaþjónustu við Mývatn biðja nú um gálgafrest áður en til afturköllunar starfsleyfa kemur, sem vofað hefur yfir ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu, Frestur sem heilbrigðisnefnd svæðisins veitti hreppnum og fyrirtækjum til að skila fjármagnaðri úrbótaáætlun og Fréttablaðið hefur greint frá, rann út fyrir viku. Ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar um hvort frestur verður veittur verður tekin snemma í október, segir Alfred Schiöth, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits svæðisins. Áætlaður heildarkostnaður við úrbætur er um eða yfir hálfur milljarður króna og leitað hefur verið til ríkisins eftir fjárhagsaðstoð. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur lagt þá línu að fyrirtækin á svæðinu þurfi sjálf að leggja eitthvað af mörkum, en sýna þurfi skilning á því að vandinn sé stór og sveitarfélagið lítið. Enn liggur þó ekkert fyrir um aðkomu ríkisins. „Viðræður voru komnar í fínan farveg. Við áttum bókaðan fund síðastliðinn mánudag með bæði fjármála- og umhverfisráðherra. Hann var blásinn af vegna stjórnmálaástandsins,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. „Nú fer allt í bið og við þurfum væntanlega að byrja frá grunni þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð eftir kosningar.“
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira